Fyrir svefninn.

Fyrir 47 árum eignaðist ég stúlkubarn sem fæddist eftir að
mér fannst mikið strit, en að sjálfsögðu var þetta allt bara
eðlilegt með fyrsta barn.
Hulda Jensdóttir sem þá var yfir fæðingarheimili Reykjavíkur
hjálpaði mér gífurlega, hafði ég verið í meðgönguleikfimi hjá henni
og hún kom inn og hjálpaði mér að ná slökun, hún var og er yndisleg
kona.

Dóttir mín sem fæddist þarna er að sjálfsögðu hún Dóra mín sem er
einnig moggabloggari.
Get nú alveg sagt ykkur að hún hélt fyrir mér vöku fyrstu 5 mánuðina,
var hún með magakrampa eftir það vissi ég nú ekki af henni.
Var hún ætíð hress stelpa elskaði að vera bara úti að leika sér
eins og flestir krakkar á þeim tíma.
Takk fyrir að vera til elsku Dóra mín og hafa gefið mér yndislegu
tvíburana þína.

Þetta er búin að vera svolítið skrítinn dagur fór eldsnemma á fætur
settist við tölvuna já og stóð ekki upp fyrr en um tólf leitið það er nú
svolítið öðruvísi en ég er vön að gera. jæja fór þá í sturtu og sjænaði
mig, við fengum okkur svo Rúgbrauð og síld og drifum okkur svo í tiltektina.
litla ljósið kom klukkan 2 og vorum við bara að dandalast hér saman
dansa syngja horfa á Þumalínu, hún er svo yndisleg.
Svo borðuðu þau hér í kvöld, en það sem ég vildi sagt hafa,
andrúmsloftið í kotinu var svo meyrt og hugljúft í dag.

              Stundum þarf að hreinsa út
              stundum gamalt stundum nýtt
              stundum sallast upp í stút
              stundum svo, maður getur spítt.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með hana Dóru þína Milla mín

Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góða nótt Elskuleg Takk fyrir kvittið í dag  Milla mín.

Eigðu ljúfa drauma.

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Dóra til hamingju með daginn!

Ía Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:48

4 identicon

Til hamingju með hana Dóru þína, elsku Milla mín!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:55

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með Dóru Milla mín, og til hamingju Dóra!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju Milla mín með þessa frábæru stelpu

Helga skjol, 4.12.2008 kl. 22:15

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Til hamingju með Dóru. En hvað telst eðlileg (fæðing) með fyrsta barn? Ég var fimm tíma frá því að ég vaknaði við verk og þar til fyrsta dóttirin fæddist. Það var lengsta fæðing hjá mér, sú stysta var um 30 mín eins gott að ég var á F.S.A. en það var fjórða dóttirin á rúmum 4 árum.  En ég er nú oftast skrítin   Knús og kveðjur á Húsavíkina.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 4.12.2008 kl. 23:37

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Til hamingju með Dóru dúllu Kveðja og knús Vesturbæjar ruglan

Ólöf Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 00:58

9 Smámynd: Erna

Erna, 5.12.2008 kl. 01:10

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna þú ert nú bara spes elskan.
Góðan daginn ætlaði ég að segja skjóðurnar mínar.
Takk allar fyrir innlitin og kveðjurnar ég er rosa rík kona.

Ljós og kærleik til ykkar allra.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband