Fyrir svefninn.

Stúlka í sjöunda bekk grunnskóla var beðin um að
skilgreina orðið föðurland og gekk það nokkurn veginn
slysalaust.
En þegar kennarinn spurði stúlkuna hvað það væri sem
við kölluðum fósturland, Svaraði Hún:
" Móðurlíf konunnar."

                              ***

Á Rauðsokkafundi á Hótel Sögu lauk ein kona ræðu sinni
með þessum orðum:
" Svo lengi sem við konur höldum áfram að vera ósammála
í réttlætisbaráttu okkar, mun maðurinn halda sérréttindum
sínum og vera ofaná."

                              ***

Eftir að slitnaði upp úr vinskap ungs pars er hét Ingólfur og
Fjóla, var þetta ort:

                  Leikur á hjólum lukkan veik,
                  lækkar í bóli þytur,
                  öll eru tólin Ingólfs bleik.
                  Af er Fjólu litur.

                            ***

Um trúlofanir unglinga og barneignir þeirra
var eftirfarandi vís ort:

                 Barnið kenndi barni barn.
                 Það barnaskap má kalla
                 að halda að barnið barni barn.
                 Barnið barnar valla.

Góða nótt.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmitleg þessi færsla, takk fyrir mig og góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Dunni

Sammála síðasta ritara.. Mjög skemmtileg færsla.  Síðasta vísan passsar reyndar vel um okkur hjónin.  En velti því fyrir mér hvort konan í ræðupúltinu á Sögu var bara ekki nokkuð sátt við ójafnréttið.

 Takk fyrir að laða tvö bros fram handan við Atlandshafið.

Dunni, 5.12.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ræddi heillengi við einn fyrrverandi þingmann Kvennalistans í dag.  Skammtímaminnið farið en ekki hugsjónirnar

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: egvania

Flott hjá þér Milla mín.

Kveðja Ásgerður

egvania, 5.12.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Einstakar vísur.  Góða nótt Ljúfust.

Sigríður B Svavarsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ljúft að lesa. Kær kveðja norður

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 02:20

8 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 6.12.2008 kl. 08:15

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir.
Vona bara að þið njótið helgarinnar vel, því það er nefnilega lagið.
Það má nú túlka þessa frásögn um kvennalistakonuna eins og hver vill, en það er alveg rétt hjá henni að konur eru afar sjaldan sammála um að standa saman.

Dunni minn þrátt fyrir ungan aldur er barnið barnaði barn þá eruð þið þó ennþá saman og er það bara yndislegt.
ljós og kærleik til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.