Fyrir svefninn.
7.12.2008 | 21:20
Ég eignaðist lítinn frænda í gærkveldi, er hann ekki yndislegur?
Ég þurfti bara í smá aðgerð svo ég er svolítið sybbin en það
er bara allt í lagi með mig enda af sterku fólki kominn.
Pabbi minn er Hornfirðingur og mamma mín er reykvíkingur en á
ættir að rekja út um allt eins og við öll og hún Milla frænka er
afasystir mín í móðurætt.
Til hamingju elsku Hrönn mín og Óli Gísli með yndislega soninn ykkar.
Fyrir eiga þau Hrannar sem er 4 ára.
Við fórum fram í Lauga í dag, ég fór á Bókaupplestur og var það að
vanda afar skemmtilegt, fengum kaffi og nýbakaðar kleinur.
Fór síðan upp til Dóru minnar þar voru vinir í heimsókn með sína þrjá
einn 4 ára og tvíbura um eins árs, frábærir strákar.
Það haustar. Húsið smýgur
nú hregg og golan stinn
og fugl að glugga flýgur
og fegin vildi inn.
En upp við eldastó
á Kisu svefnþrá sígur
hún situr þar í ró.
En hvaða hugarfró bíður
Þér hýrlegt draumatal?
Í minning langt þú líður
að ljúfum bernskudal,
þar fyrstu fannstu von,
og vorblær þuldi þýður,
og þú varst konungsson.
Bjarni frá Vogi þýddi.
Góða nótt.
Athugasemdir
Til hamingju með litla frændann Góða nótt ljúfa kona
Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:29
Takk elskurnar mínar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 21:45
Til hamingju með litla frændann, hann er yndislegur litli stubburinn
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 7.12.2008 kl. 21:46
Til hamingju með frænda, bara krútt eins og frænka Góða nótt Milla mín
Erna, 7.12.2008 kl. 21:50
Til hamingju með frændann. Hvað er yndislegra en lítil börn?
Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:54
Til hamingju með frændann, myndardrengur.
Hafðu það sem allra best Kv Brynja og Emma, sem biður að heilsa Neró.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:07
Til Hamingju Milla mín. Fallegur þessi litli snáði. Hann verður einn af þeim mörgu sem tekur á sig skuldir þjóðarbúsins, en svona eyddum við fyrri kynslóðir arfleiðinni sem við fengum. Verða ekki allir að finna upp hjólið. Reynslan nægir okkur ekki. Okkur fannst gamaldags að hlusta á forfeður okkar, og lokuðum eyrunum. Gengu þeir annars ekki sama hring og við, bara við aðrar aðstæður.. Góða nótt Elskuleg..
Sigríður B Svavarsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:38
Awww yndislegur Gullmoli til hamingju öll með hann Góða nóttina Milla mín elskuleg
Brynja skordal, 7.12.2008 kl. 22:44
Milla mín til hamingju með fallega frænda þinnog til allra sem eiga hannKveðja Óla
Ólöf Karlsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:55
Innilega til hamingju með litla kútin,vona að honum heilsist vel núna
Líney, 7.12.2008 kl. 23:14
Innilega til hamingju með litla frænda þinn megi hann dafna vel
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 23:32
Fallegur er hann. Til hamingju með hann frænda þinn Milla mín og góðan daginn
Kristín Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 07:38
Góðan daginn skjóðurnar mínar, hér er leyðindaveður en maður tætur það ekki stoppa sig þarf að fara í bæinn en bara smá er birta tekur.
Litli maðurinn er og verður bara flottur þegar hann er búin að jafna sig
þá fer hann heim með mömmu sinni og þar verður dedúað við hann.
Ljós í daginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 09:03
Sigga mín svo satt og rétt sem þú segir, allir hafa farið hringinn við misjafnar aðstæður og það skildi eftir sig mismikinn usla og skuldir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 09:06
Til hamingju með litla frænda Milla mín, mikið eru þau alltaf yndisleg þessi litlu ljós.
Knús og ljós til þín
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:50
Já þau eru bara yndisleg og hann er svo kær mér þessi litli kútur því mér þykir svo vænt um fólkið hans, Ingó bróðir er afi hans.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.