Hugleiðingar dagsins.
8.12.2008 | 08:57
Það er leiðinda skítur í veðrinu og ekki er sjóveðrinu fyrir að fara
hér fyrir norðaustur landi. Eitt frekar jákvætt er nú við það, þá geta
fjölskyldumenn verið heima og gert sitt lítið af hvoru í
jólaundirbúningnum til dæmis, svona eins og að baka eða hvað annað
sem til fellur. svona strákar drífa sig.
***************************
Ja hérna, má spara miljónir við lyfjakaup, þeir halda víst að þeir séu
að finna upp hjólið, en svo er nú ekki því það er búið að tala um þetta
í áraraðir, en bara ekki mátt gera neitt í þeim málum.
Svo er annað það má kannski minka lyfjaausturinn út og suður bara til
að gefa eitthvað.
******************************
Yndisleg frétt af þeim mæðgum sem lentu í bílslysi á vesturlandsvegi
við Borgarnes á föstudag séu að ná sér það að trúlega fara þær á
almenna deild í dag sendum þeim ljós og kærleik.
*******************************
Maðurinn sem liggur sofandi í öndunarvél eftir brunann í Álftamýrinni
á laugardag, er sagður í stöðugu ástandi, en viðvitum öll hversu
alvarlegt það er að brenna svona.
Við skulum öll biðja fyrir honum og hans fólki.
********************************
Farið svo varlega í dag og alla daga kæru vinir
Milla.
Athugasemdir
Ía Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 09:02
Vinarlegt hjá þér að nefna að það sé ekki sjóðveður! Við heyrum of sjaldan rætt um eitt af aðalatriðinum. Hugsa oft til sjómanna og þeirra starfsumhverfis, ekki öfundsverðir oft á tíðum..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:15
Sælar stelpur nei þeir eru oft ekki ofundsverðir að sínu starfi og er manni nú eigi alltaf sama er þeir eru á heimleið í allavega veðrum.
Tengdasonur minn er einn af þessum dugnaðarmönnum þessi elska og
ef ég þekki hann rétt er hann að byrja að baka núna, það er hans deild á heimilinu og þær eru sko ekkert slor kökurnar hans sama hvað þær heita.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 09:20
Og svo fundu þeir látinn mann á sextugsaldri, hafði trúlega verið látinn í mánuð, sorglegt að einhver geti verið svona einmana að enginn gæti að fólkinu. Kærleikskveðja á Víkina mína.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 10:04
Við skulum vona Ásdís mín að þetta gerist eig svo oft, sá ekki þessa frétt, en áður hefur verið rætt um þessa hluti og skilst mér að sumum sé erfitt að hjálpa og engin er eftirfylgnin þótt erfitt sé.
Knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 10:54
Sæl Milla mín!
Þakka þér fyrir athugasemdina inni á blogginu hjá mér. Ég er bara óttalega eitthvað lítið virk inni á blogginu núna. Ég kíki inn til ykkar flestra og skelli inn athugasemd svona hér og þar, en hef ekkert sérstakt í höfðinu sem mig langar að blogga um.
Takk fyrir hugulsemina elsku nafna.
Hafðu það gott og kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:14
Sæl Milla mín. Ég sé að þú ert að stikla á mörgu í pistli þínum í dag. Ég tek undir allt sem þar kemur fram. Það mætti halda að lyf hafi verið í einkamál en ekki samkeppni. Verð þeirra er brjálæði, og virðist vera okkur þeim sem ekki þekkja hið innra kerfi mörg hundruð % álagning. Það er alveg ótrúlega lítið skrifað um þetta.
Heyrðir þú fréttina í hádeginu, um ódýru lyfin án lyfseðla, ef reynist rétt. Það fer örugglega einhver af stað í þessum geira til að hækka það lyfjaverð. Auðvitað þurfum við almenningur að láta í okkur heyra, og kvarta með því að hafa hátt.
Já þau eru hræðileg slysinn, þau gera ekki boð á undan sér. Finnst þér ekki skrítið þegar það kviknar í húsum sem eru í byggingu og engin býr í?
Eigðu daginn Ljúfan Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 8.12.2008 kl. 12:57
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 13:45
Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 15:52
Já Sigga mín það er eins og fólk sé heilaþvegið í því að trúa bara á allt sem sagt er, annars hefur verið stiklað á lyfjaverðinu, en ætíð einhvernvegin dalað niður í ekki neitt.
Hlustaði ekki á hádegisfréttir og þekki ekki inn á þesskonar lyfseðla
fæ mína rafrænt niður í apótek og borga ekkert fyrir þá.
Engin tilviljun er til og jú það er skrítið að það skuli kvikna í bara upp úr þurru, eða blautu.
Auðvitað þurfum við að láta heyra í okkur bara á réttan hátt.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 16:58
Heil og sæl Millan mín. Snjóþungi og ófærð er að myndast hér á suðurlandinu - og það finnst mér æði. Ég elska snjóinn og ófærðina - en við fáum slíkt alltof sjaldan núorðið! Er sammála þér með að það á að nýta karlpeninginn í bakstur og fleira tilfallandi - enda kunnum við nú alveg að baka margir hverjir sko!
En satt, lyfjarisar eru gráðugir álfar og svífast lítils við að taka af veiku fólki fé .. ömurlegt bara!
En, knús og kram í aðventuna þína Milla mín og vonandi hefur þú það sem allra best í aðventunni. Sendi þér hlýjar kveðjur og ljós ...
Tiger, 8.12.2008 kl. 17:12
Snjóinn er æðislegur og börnin komast á skíði, en það er erfiðara fyrir mig að fótast í slíku, en skítt með það, við erum hér gamla settið að horfa og hlusta á ABBA. æðislegt fjör.
Knús til þín ljúfastur allra.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 18:13
Vá, mér krossbrá. Ég las fyrst maðurinn minn sem liggur sofandi í öndunarvél. Fékk létt fyrir hjartað. Þetta er vitanlega ekki gott fyrir manninn en er samt fegin að þetta er ekki maðurinn þinn.
Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 20:06
Kæra Milla.
Ég hef stundum ratað hérna á bloggið þitt og finnst svo gaman að lesa skrifin þín. Þú kemur svo ótrúlega víða við á svo skemmtilegan hátt.
Fallegar kvöldkveðjur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:47
Æi elsku Helga mín hefði sko örugglega legið utan í ykkur vælandi ef þetta hefði verið minn karl, en það er sama, afar sorglegt
Ljós til þín Helga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 21:08
Blessuð Unnur Sólrún og velkomin í hópinn minn
og takk fyrir mig ljós til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 21:10
Datt í fyrsta sinn inn á síðuna hjá þér í dag. Þettu eru fallegar færslur hjá þér Milla. Þess vegna langaði mig að gerast bloggvinur. Kær kveðja.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:18
Þakka þér fyrir Einar Áskell og vertu velkominn.
Yfirleitt lest þú ekki mikinn fæting hér og þar af síður ræting, en á það til að stinga eins og góðum sporðdreka sæmir, en aldrei er það banvænt.
Kveðjur til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.