Mikið að gera? Já en skemmtilegt.

Í gær voru litlu jólin í leikskólanum og var litla ljósið mitt í
fínasta jólakjólnum og var bara alsæl með þá athygli sem
hún fékk. Svo fóru þau Milla og Ingimar með þær, ljósin,
til að sjá Emil í Kattholti sem leikfélagið er að sýna hér og
þykir það með eindæmum gott.

Við gamla settið fengum okkur bara lauksúpu í gærkveldi
sko pakkasúpu, látið ekki líða yfir ykkur, við keyptum eina
slíka. Þær eru að mínu mati bölvaður óþveri og get ég yfirleitt
ekki sötrað nema hálfan bolla eða svo með miklu af brauði.
En svoleiðis er nú nefnilega mál með vexti að það er bara
ekki pláss í frystiskápnum fyrir súpur svona fyrir jólin,
þá meina ég mínar súpur, ég elda nefnilega alltaf stóran pott
í einu af súpu og svo frysti ég, var ég nokkuð búin að segja
þetta áður?
Við erum bæði með kistu og skáp, en dæturnar eru búnar
að koma með mat og svo allur jólamaturinn og eftir helgi
kemur hangikjötið og rjúpurnar.

Svo á Dóra mín eftir að baka lagkökurnar, en ég er búin
að baka brauðin.
Englarnir mínir koma í kvöld og þær munu á mánudaginn
baka smákökurnar. Þær fara nefnilega í bíó inn á Eyri í kvöld
til að sjá Twilight.
Ég hlakka mikið til að fá þær þessar elskur.

Í dag er fimleikasýning hér í bæ og fer ég auðvitað þangað
því ljósálfurinn minn er í fimleikum, svo er kökubasar á eftir.
Stéttarfélögin eru með sína árlegu kaffiveitingar og eru allir
velkomnir þangað.
Þið sjáið að það er yfirdrifið nóg að gera, en allt sem er að
gera er svo skemmtilegt og gefur ljós í tilveruna.

Eigið öll góðan dag
Milla.
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góðan daginn Milla mín, það er nú alltaf líf og fjör í kringum þig, gott að heyra að þú ert að njóta aðventunnar, svoleiðis á það að vera.

Hér er fallegt vetrarveður stillt og bjart, og ég ætla að skokka einn hring með Tinnu minni á eftir, eða hún skokkar en ég geng Fer svo að vinna. Kærleikur og knús til þín og þinna

Erna, 13.12.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Milla mín gott að þú eigir góðan dag og mikið að gera :)    til þín og þinna.

Þú kanski hugsar eitt augnablik til mín á morgun kl 14 -15 en þá neyðist ég til að vera í kirkju.....        þetta er bara ekki akkúrat minn dagur ...............eða þannig

Erna Friðriksdóttir, 13.12.2008 kl. 12:21

3 identicon

Já, en mamma

Ég veit að þú ert hrifin af ljósunum þínum. En staðhæfing og montni sem sú að barnið hafi verið í "fínasta kjólnum" hefur nú hingað til verið talin hroki , uhu . Ég veit þú ræður bara ekki við þig, hehehe.

Við vitum líka að hún er prinsessa.

Milla jr (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elska þig líka Milla mín og hreyki mér af ljósunum mínum bara eins og ég vill, og þér mislíkar það nú ekki
Ljós og gleði til þín
Mamma sem elskar þig og takk fyrir ljósin mín sem Ingimar á nú einnig þátt í

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Erna mín mun senda þér ljós og orku strax í kvöld og á morgun.
Þú ert sterk, dugleg, frábær og mundu það ljúfan mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 20:00

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tinna hefur nú gott af að skokka en als ekki þú elskan mátt bara ekki við því.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband