Fyrir svefninn.

prinsessa_750421.jpg

Ég var víst eitthvað að monta mig á föstudaginn, litla ljósið
mitt var á litlu jólunum á leikskólanum og ég sagði að hún
hefði verið í fínasta kjólnum, ég meinti náttúrlega, sínum.
En hér kemur mynd af henni og er hún ekki fín, það koma
svo fleiri myndir seinna.

Við fórum á fimleikasýningu í dag klukkan 12.00 englarnir
komu með það var bara yndislegt og svo gaman að sjá hvað
þær taka miklum framförum á milli ára.
Eftir sýningu fórum við heim Milla og Ingimar komu með brauð
og osta, ég átti Ítalskar áleggspylsur sem reyndar þau gáfu mér
frá Danmörku um daginn, allt sem til var í ísskápnum var sett á
borðið inni í stofu og sátum við í Brunch í eina 3 tíma.
Ég elska svona samverustundir, það er borðað, talað saman
föndrað með litla ljósinu sem var eitthvað leið á frænkunum sínum.
Þær voru að föndra sko fullorðins, með Ljósálfinum.

Þau fóru svo seinnipartinn og ætluðu til ömmu Ódu og Óskars afa
synd að segja að dagurinn hafi ekki farið í samverustundir.

                    Ein um haust í húmi bar
                    hal að klettasprungu,
                    úti kalt þá orðið var,
                    engir fuglar sungu.

                    Sá hann lóur sitja þar
                    sjö í klettasprungu,
                    lauf í nefi lítið var
                    og lá þeim undir tungu.

                                    Gísli Brynjólfsson.

Góða nótt
.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

En falleg stúlka, þú mátt vera stolt af henni og virkilega fallegur kjólinn hennar.

Gaman að svona samverustundum, þær gefa svo mikið.

Sendi þér og þínum ljós og kærleik frá Spáni Kv Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er viss um að hún hefur verið í fínasta kjólnum, þeir gerast nú varla flottari en þessi sem prinsessan  skrýðist.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:12

3 identicon

Hún er sæt og falleg skottan.  Ljósadýrð frá Mosó norður í fallega fæðingarbæinn minn.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

fallegt skott

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki skrítið að þú kallir hana ljósið.

Ía Jóhannsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:18

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Meiri prinsessan :) 0g sofðu vært mín kæra Milla.

Erna Friðriksdóttir, 14.12.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Litla dúllan er algjör prinsessa svo falleg og fín. Þú mátt vera montin af henni. Ég er sammála þér með samverustundirnar með okkar nánustu það er það dýrmætasta sem við eigum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:21

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Prinsessan

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Erna

Hún er svo yndisleg þetta ljós  Góða nótt Milla mín.

Erna, 15.12.2008 kl. 02:45

10 identicon

Æ æ er Dóra prinsessulaus á Laugum.

Mikið er hún yndisleg þessi litla snúlla, Milla mín þú ert svo rík.

Knús og ljós. 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband