Fyrir svefninn.
21.12.2008 | 20:49
Ein veislan í viðbót, sko systur, dætur mínar þær Milla og Dóra
eru náttúrlega matarsjúkar.
Endalausar veislur eru búnar að vera undanfarið eins og
komið hefur fram á bloggi mínu, en að því að þær voru búnar að
segjast ætla að hafa veislu saman út af afmælunum sínum
þá var bara upplagt að skella í eina súpergóða Pitzzu-veislu.
Vorum við að koma heim úr henni. Afvelta að vanda.
Ég sagði vatn og brauð fram að jólum, en það er svo stutt í
þau að það tekur því ekki.
En ég ætla að færa ykkur eitt ljóð eftir Magnús Ásgeirsson.
Mig var að dreyma---
Þögnin og ástin
eru systur.---
Mig var að dreyma
að ég væri kysstur.
Ég mætti í svefninum
mjúkum vörum.
Ég vaknaði einn,
--- þú varst á förum.
Ég hefði kosið þér
kærsta óðinn.
En þögnin fjötraði
þránna og ljóðin.
Hún oft mig vefur
í arma sína
og stingur svefnþorni
söngva mína.
En þögnin vægði
samt þessu ljóði.
---Þú mátt ekki hneykslast
á heitu blóði.
Mig var að dreyma,
að ég væri kysstur.
Þögnin og ástin
eru systur.
Góða nótt.
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 22:55
Góða nótt Milla mín
Erna, 21.12.2008 kl. 23:00
Elskurnar mínar ef þið verðið svangar bara af því að koma hér inn þá skiljið þið af hverju við Dóra lítum svona út
Ljós til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.12.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.