Fyrir svefninn.
2.1.2009 | 22:09
Jæja gott fólk, þetta eru nú búin að vera meiru spillinga-jólin.
Hér hefur verið etið viðstöðulaust síðan 23/12 2008 og þarf
ég vart að taka það fram að allir kenna hinum um, en vitið, það
er bara ekki þannig.
Sko maður gerir í því að útbúa tækifæri til að borða og það ætíð
góðan mat fyrir utan tertur, smákökur, eftirrétti, sælgæti, osta,
kex og bara nefnið það.
Í kvöld var tekin ákvörðun eftir mikið pizzsuát sem voru heimalagaðar
með nautakjöti, lauk, sveppum, bernes og frönskum að nú skildi tekið
á því. Við mæðgur Dóra og ég fórum í lífstílsbreytingu á síðasta ári og
gekk það afar vel.
En eins og þið vitið þá er erfitt að halda svoleiðis yfir jól og þó ekki, ef
maður er nægilega stabill þá getur maður það.
Það gerðist bara ekki um þessi jól og er ég búin að vera afar undrandi yfir
flökurleika, magakveisuverkjum, hausverk og fleiri fylgikvillum með ofáti.
Eruð þið nokkuð undrandi? Nei auðvitað ekki.
Nú verður tekið á málum á nýjan leik.
Litla ljósið er ennþá hjá okkur og er Dóra frænka hennar að setja hana í
sturtu síðan þarf að lesa fyrir hana eina sögu svo sofnar hún eins og engill
þessi elska.
Dóra fer heim á morgun, en veit ekki með englana mína hvort þær geta
slitið sig frá ömmu sinni
Góða nótt kæru vinirMilla.
Athugasemdir
Yfir jól og áramót á að leyfa sér nákvæmlega því sem þú ert að lýsa. En vissulega fjandanum erfiðara að snúa til baka..en það tekst. Takk fyrir kvöldsöguna kæra Milla og bestu nýárskveðjur norður í land. Bersýnilega ljúft að dvelja hjá ömmu sinni. Eðlilega.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:17
Ég er byrjuð í átaki, labbaði alla leið í Hagkaup þú veist nú hvað er langt þangað heiman frá mér keypti mér hafragrjónspakka og labbaði svo alla leið heim aftur, en hvenær ég nenni að elda mér grautinn kemur í ljós Góða nótt Milla mín og kveðja í kotið þitt
Erna, 2.1.2009 kl. 22:19
Góða nótt Milla mín.
Sigríður B Svavarsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:09
Góða nótt elsku Milla, nú kemst rútína á hlutina aftur.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 23:10
Ég verð bara svo fegin að komast í "normalið" aftur
Góða nótt ljúfa kona
Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:30
Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.