Mánudags, ég veit eigi hvað.

Eftir hálfsvefnlausa nótt fór ég fram um sex leitið og fékk
mér morgunmat og var svo þreytt að ég skreið upp í rúm
aftur, svaf til tíu sofnaði aftur og svaf til ellefu, þetta er sko
eigi líkt mér, Ó NEI.W00t
Var svolítið lengi að koma mér í sturtu og bara að sjæna mig
yfirleitt, en það hafðist og þá beið Gísli minn með kaffi og ristað.

Þær hringdu úr þjálfuninni í morgun og Gísli sagði að ég ætti að
mæta klukkan átta í fyrramálið og er ég mjög glöð með það, þá
fer þetta vonandi að ganga svo að ég geti sleppt elsku hækjunni
minni. Elsku hækjan mín er bæði hækja í orðsins fyllstu og svo
Gísli minnInLove sem ég get vart verið án þegar ég fer svona illa,
Dóra mín og englarnir hafa einnig hjálpað til hér yfir jólin.InLove
og ekki má gleyma Millu minni og Ingimar.InLove

Þið vitið samt alveg þau ykkar sem eruð með giktarelskuna að
það er eigi auðvelt fyrir okkur að þurfa hjálp bókstaflega við
allt, nema ég hef nú ennþá spjarað mig á klósettið, í sturtuna,
sit á klósettinu til að blása hárið, sit við að mála mig, get borðað
hjálparlaust, talað að vild og knúsað og kjassað, "Gísla?" Nei nei,
Barnabörnin, en hann Gísli minn hefur nú þurft að sitja á hakanum.
Hakinn er svo sem ágætur, það verður bara betra er honum verður
boðið að standa upp af honumTounge

Svo kæru vinir þið lesið að ég hef eigi yfir neinu að kvarta, enda ætíð
sag að ég væri  heppnasta konan á jörðinni.

Eigið góðan dag í dag.

MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað segir þú er ég algjör Pollýanna?
Held ekki því ég er sko aldrei í neinum leik Auður mín þetta er svo
natural hjá mér

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt ár ljúfust og vonandi færðu fljótt bata mín kæra knús og faðmlag

Brynja skordal, 5.1.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel. Og megir þú losna við viðhaldið

Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Brynja mín þetta kemur allt með hækkandi sól.
Knús í krús

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 17:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

SVO sammála þér Auður mín.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það ætla ég hreint að vona ekkert gaman að vera alltaf með viðhald.
Knús á þig duglega kona

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 17:49

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég ætla rétt aðeins að vona að þú losnir við hækjuna sem allra fyrst. Á eina uppáhaldsfrænku sem er mjög slæm af gigt og veit að þetta er sko ekkert grín.

Helga Magnúsdóttir, 5.1.2009 kl. 18:51

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín takk elskan nei þetta er ekkert grín, en það er svo margt hægt að gera og ég væri löngu komin í hjólastólinn ef ég hefði ekki hugsað um mig, en ég má gera betur.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband