Fyrir svefninn.

Það er búið að vera óhugnanlega rólegt hér í dag.
Við sváfum til 11 dauðþreytt eftir að vera búin að stumra
yfir Neró litla veikum, hann sofnaði lokksins á milli okkar til fóta,
reyndar frekar nær afa sínum því hann veit að ég sparka frá
mér ef hann vogar sér að ýta í mig, skal segja ykkur að ég vill
sko hafa mitt pláss fyrir mig og ekkert múður með það.

Hér hefur engin komið allir í ofsaleti eftir jólin og við líka.
Borðuðum gljáðan fisk í kvöld með lauk og hinu og þessu
grænmeti, það var bara æði.

Verð að koma með þessa aftur, en hún er bara tær snilld.

Einu sinni þurfti ég nauðsynlega að ná
í mann en gekk það mjög illa, var
margbúin að hringja, biðja fyrir
skilaboð en ekkert gekk þó liðnir væru
einhverjir klukkutímar. Mér fór að
leiðast þófið og sendi þetta á faxinu
og það virkaði.

Mér finnst það andskotans helvíti hart
ef hunsar þú útgerðarfrúnna.
Nú kem ég og hengi þinn heilaga part
ef hringir þú seinna en núna.

Þessi er að sjálfsögðu eftir hana Ósk.

Góða nóttHeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kæra Milla.  Kær kveðja norður og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Erna

Vísan er snilld  Hér er líka óttalegt rugl á svefnvenjum, ég er að lesa frameftir nóttu og í morgun ( dag ) vaknaði eg kl.Rúmlega 12  Borðaði hafragrautinn minn kl.13. Þetta er nú ekki í lagi

Gott að Neró er orðin frískur og ég vona að þú og Gísli hafið það gott. Góða nótt Milla mín

Erna, 4.1.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis kær kveðja í mosó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 21:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín já þetta er nú ein af mínum uppáhalds ég var nú fyrir jólin að herja á aðra ljóðabók, tel hana eiga nægilegt efni í aðra.
Já Neró er bara orðin spakur, en ekki borðar hann nú mikið.
Knús kveðjur til þín og Bjössa eða kannski er hann farinn út á sjó?
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 21:05

5 identicon

Góða nótt, Milla mín!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:09

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða nótt

Hér er allur svefn í rugli.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 21:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis nafna mín.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra mín settu nú stelpurnar snemma í rúmið
Elska ykkur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 21:16

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sama sagan hér Hólmdís mín allt í rugli, en ekki í bulli

Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 21:17

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt og takk elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 21:18

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Kjarnyrt kona þarna á ferð.

Knús inn í nóttina

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 22:38

12 Smámynd: Anna Guðný

Bara að kíkja inn Milla mín.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 4.1.2009 kl. 22:43

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:58

14 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góðan daginn ,og flott vísa ,Milla mín en hvað var að Neró kallinum ,vona að hann sé orðin góður 

Kveðja og knús Óla og vala  

Ólöf Karlsdóttir, 5.1.2009 kl. 13:16

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskurnar mínar, já er nú bara rétt að setjast við tölvuna núna. Óla mín Neró var með uppköst ældi reyndar bara froðu en afar erfitt fyrir hann og hann átti svo bágt.
Já hún Ósk er sko flott kona.
Eigið öll góðan dag í dag
Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband