Er þetta nú bara eðlilegt?

Þetta er leiðinda væll, eða þannig. Sko síðan fyrir jól
er ég búin að vera á hækjunni, allt í lagi með það, er
öllu vön, en núna er ég öll að koma til þó ekki alveg
búin að sleppa viðhaldinu og fer ekki í búðina eða bara
nokkurn skapaðan hlut, Gísli minn sér um þetta allt
nema ég þurrkaði og pússaði svolítiðWhistlingí stofunni og
svona út um allt í gær.
varð nú aðeins að snurfusa þið vitið hvernig allt er eftir jólin.

Núna er elskan mín búin að fara 3 ferðir niður í búð því
ég man alltaf eftir einhverju sem mig vantar og gleymdi
að skrifa á miðann.
Við ætlum nefnilega að hjálpast að gera heilsusúpu í kvöld
það hlýtur að hafast. Ég veit að ég hlýt að vera afar erfið,
og kannski er þessi elska bara fegin að komast út þó það
séu 3 ferðir í sömu búðina, hann er nú bara búin að róbóta
allt húsið og skúra yfir skipta um mottur og í gær var búið
að skipta á rúmunum þvo allt tau og undirbúa að það væri
hægt að taka gólfin það eru sko seríuóníur í minni.Wink

Litla ljósið kom í heimsókn áðan og erum við búin að drekka
kaffi saman síðan horfði hún á  það leiðinlegasta ever sem
ég veit um Mr. BEAN.þá kem ég að kjarna málsins að ég
hefði sko eigi sinnt tölvunni minni sem skyldi þessa daga
sem ég hef verið sem verst á hækjunni eða eigum við að kalla
þetta sjálfsvorkunnarferli? Mér hættir til að kalla svona ástand
því nafni því iðulega hefur það hvarfað að mér að af stórum hluta
viðhöldum við ástandinu með hugsun, Já en um hvað?
Jú því sem angrar hvern og einn í það og það skiptið, en að
sjálfsögðu á þetta ekki við um alla eins og þið skiljið.

Sum okkar vita að það er bara ekkert hægt að gera og vilja ekki
sjá þá leið, en aðrir átta sig á því að maður getur gert heilmikið
sjálfur og sem betur fer hef ég nú haft þá vitneskju oftast er mín
veikindi hafa komið upp á sem eru nú ekki alvarleg þó þau hefti
mig á stundum.
En endilega munið að ævilega er hægt að gera heilmikið sjálfur.

Og lokksins er ég ákvað að ég ætlaði að sinna hugðarefninu mínu
tölvunni smá, þá elskurnar mínar fyrirgefið að ég skuli nota þann
tíma til að röfla.
En maður verður einnig að gera það.

Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla.
InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þú mátt röfla alveg eins og þig lystir Milla mín, bara gott að rasa út á lyklaborðið.

Ía Jóhannsdóttir, 9.1.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Röfl on, bara hollt fyrir andlegu heilsuna. Kær kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Gott að fá útrás á blogginu.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 18:27

4 identicon

Bara góð að senda hann Gísla þinn þrisvar út í búð og mín búin að róbóta allt húsið. Góð! Það er gott að fá útrás þegar þannig liggur á manni.

Knús og góða nótt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Dugnaður er þetta,  gallinn við róbótinn er sá að hann skúrar ekki, hann bara sópar.. Ég hef komið í róbótó hús þar sem gólfin eru stöm og  sokkarnir mínir verða alltaf  skítugir. Góða nótt Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gott að kíla þetta á bloggið og hef ég herft á leðinlegri mynd en Mr. Bean he he he með krökkunum hér áður en hvað lætur maður ekki hafa sig úrt í  stundum he he he he heh ,   sofðu samt vært og vona að þig dreymi nú ekki karfjalandan  hehe hehe      

Erna Friðriksdóttir, 9.1.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Erna

Röflaðu bara Milla mín Vona að heilsusúpan hafi smakkast vel

Erna, 9.1.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:36

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Röflaðu að vild ég skal setja tappa í eyrun hehe En ég er miklu léttari núna enda búin að á Dóru dúllu síðu Kveðja Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 10.1.2009 kl. 00:30

10 Smámynd: Helga skjol

Röfl er gott, alla vega svona annað slagið Milla mín.

Knús á þig

Helga skjol, 10.1.2009 kl. 08:34

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Líst vel á heilsusúpuna! Mér heyrist þú nú bara nokkuð dugleg "á hækjunni" ..

Knús til þín.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 11:09

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að leifa mér að röfla.
 Veistu Jónína mín að það er ekki ég sem róbóta það er Róbótinn undir stjórn Gísla svo Sigga mín skúrað hann allt á eftir sko Gísli.

Heilsusúpan var himnesk að vanda og vel þegin eftir allt þunga bragðið um jólin,og vitið það er svo auðvelt að sitja bara við eldhúsborðið og hanntera grænmetið.

Knús til ykkar allra og eigið góðan dag í dag.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband