Hádegisröfl.

Ég er nú farin að skilja þá sem hafa hrósað því að fá að
sofa út og vera latir, þetta er nú eigi að verða neitt eðlilegt,
maður vaknar eldsnemma að vanda fær sér hressingu og
meðulin, hér fyrir jól fór maður svo rakleitt í tölvuverið og
bloggaði smá og leitaði eftir nýjum fréttum, en núna skríður
maður bara aftur upp í sitt notalega rúm og steinrotast um leið.

Og viti menn maður vaknar svona undir hádegi og teygir úr sér
og hugsar, ég nenni nú ekki á fætur, enda til hvers? brjálað veður
og svo notalegt að kúra undir sinni yndislegu dúnsæng með Neró
til fóta. Gísli var reyndar farin úr rúminu og ég heyrði í honum á baðinu.
Dormaði eitthvað, allt í einu heyri ég í sjónvarpinu og látið ekki líða yfir
ykkur, það var Leiðarljós þeir voru að endursýna Leiðarljós þessa líka
velluna hélt að það ætti að vera frekar eitthvað barnaefni, nei klukkan
var víst orðin 11 og þá er víst barnaefnið búið.
Minn maður var fljótur að slökkva á sjónvarpinu.

Drattaðist framúr í sjæningu smá ab mjólk og svo var sett í heilsubrauð
gat nú ekki verið án þess öllu lengur, en fjandi tók það á þótt alla hjálp ég
fengi sem Gísli minn gat veitt mér, en ég verð ætíð að elta deigið, en það
geri ég með hendinni ofan í hnoðskálinni það er betra að nota Höndina
heldur en sleif, kannski er ég bara svona gamaldags.
Núna er það í ofninum Gísli fór að ná í blaðið og fá sér smá yfirlit yfir bæinn.

En ég var að tala um sjónvarpið, hef nú aldrei verið mikið fyrir það, en
góðir voru þeir að skella á nefskattinum, nú geta þeir bara haft þetta
eins og þeir vilja við þurfum hvort eð er að borga þó aldrei horfum.

Gísli minn var að renna í hlað og Veðurguðinn er  að koma með arfa vitlaust
veður, svo best bara að hella sér á könnuna og fá sér eitthvað sem á að
heita hádegissnarl með og horfa síðan á eina góða á DVD.

Eigið góðan dag í dag
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þú veist nú að það hefur aldrei verið minn háttur, en einhvern tíman er allt fyrst. Vona að þið hafið það gott kæra vina, stundum saknar maður gamalla tíma, en eigi er á allt kosið.
Kveðja til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 13:43

2 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég drattaðist í göngutúr hér áðan í brunagaddi og hvað ég er fegin að vera komin inn í hús og ætla bara að fara og lesa bók. 

Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Koss,koss og knús

Erna Sif Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Koss og knús á þig Þorvaldur minn, dúllinn, hafið það gott elskurnar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.