Fyrir svefninn.

                 Brúsahaugur.

Brúsahaugur er hjá Brúsastöðum í Vatnsdal.
Þar fór einu sinni maður að grafa í, og þegar hann hafði
grafið einn dag, dreymdi hann um nóttina, að maður kom
að honum, mikill og illilegur, og bað hann hætta að rjúfa
hauginn, ella skyldi hann verra af hafa.
Um morguninn vaknaði maðurinn og mundi drauminn, en
gaf sig ekki að því og fór að brjóta hauginn. Nóttina eftir
dreymdi hann sama mann og áður og var þá miklu ógurlegri
en fyrr og hótaði honum öllu illu, ef hann hætti nú ekki við
hauginn. En maðurinn fór hinn þriðja dag til haugsins og
hirti ekki um drauminn heldur en fyrr.
Var þá moldin fallin niður í gryfjuna, og svo hafði líka verið
hinn fyrra lag. Gróf hann þá allan daginn til kvölds, og var
þá komið að viðum. Hætti hann þá við, því nótt var komin.
En um nóttina vaknaði fólkið á bænum við það, að maðurinn
ætlaði að hengjast og var dregin ofan úr rúminu og varð
ekki vakinn fyrr en hann var kominn út.
Eftir þetta hætti maðurinn við að rjúfa hauginn,
og hefir enginn reynt það síðan. en austan við Brúsahaug
sjást enn í dag mannvirki.

                  *********************

Já þeir eru viða hólarnir, haugarnir og Þúfurnar.
sem ber að varast og bera virðingu fyrir.


Okkur Gísla var boðið í mat til Millu og Ingimars í kvöld að vanda
var æðislegur matur. Steikt læri, grænmeti gljáð á pönnu með
mexicana osti, kartöflur og æðisleg sósa með, þetta var himneskt.
Ljósálfurinn minn hjálpaði til, hún hefur eldamennsku í genunum og
er það nú ekkert skrítið. litla ljósið skoppaðist að vanda.
Nú það var frekar leiðinlegt veður er við fórum en ég labbaði næstum
þurrum fótum inn er við komum,tveim tímum seinna mátti moka og moka
svo ég á hækjunni kæmist út í bíl, ekki tók nú betra við hér heima við hús
það var kominn þessi líka myndarlegi skaflinn og varð Gísli minn að moka
frá til að koma bílnum upp á bílaplanið og koma mér inn það tok nú ekki
nema smá tíma því þessi elska heldur að hann sé bara tvítugur og mokar
eins og slíkur.
Nú hann er að spá miklum kulda og bara leiðindaskít hér norðan heiða
næstu daga svo ég hugsa að ég fari ekki mikið út á næstunni
.

Hér koma nokkur gullkorn frá henni Ósk.

Í D.V. var sagt frá því að vændi væri
stundað hér á landi og hefðu sumar
konur góð laun í þessu starfi.

Auðlind mína illa ræki
aulabárðum lík.
Ég sit á mínu sómatæki
seint verð af því rík
.


Þegar Friðrik Steingrímsson heyrði
þetta taldi hann mig vera orðna of
seina, "Komna á síðasta söludag".
Svo ég svaraði.

Hvað veist þú um kraft og lag
i hvílubrögðum mínum.
Þú greinir ei síðasta söludag
á seiðandi gömlum vínum.


Hann svaraði að '50 hefði
kannski verið í lagi. Mér fannst
hann enn vera að misskilja
svo ég sagði.

Mína árgerð má ég letra
margir þrá og viljaða.
Þeim mun eldra, þeim mun betra
þú mátt fara að skiljaða.


Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

egvania, 11.1.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góðan daginn Milla !!!!!!!  Ég er að reyna að snúa mér á rétt ról he he he............. Er mikill snjór komin hjá þér og kanski skítaveður ???????

Erna Friðriksdóttir, 11.1.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.