Þetta gengur nú bara ekki.
11.1.2009 | 15:11
Klukkan er að verða þrjú og ég búin að vera að væflast síðan
ég vaknaði eitthvað um hádegið. Drattaðist aðeins í tölvuna
er ég vaknaði síðan kallaði einhver engill; " KAFFI"!!! Ég í það.
síðan í bað hlustaði með öðru á Egil, eða réttar sagt þá sem
þar komu fram leist nú bara nokkuð vel á þetta með
Breiðfylkinguna fram til sigurs og mun styðja hana blákalt.
Hörður Torfa er nú bara snillingurinn það verður aldrei af honum
skafið.
Áður en Egill byrjaði hlustaði ég reyndar bara aðeins á restina
af viðtalinu við konu, Sendiherra Ísrael og var hún nú ekki á því
að á kæmist friður, sko sem slíkur, en væri gott ef það væri hægt
að koma því þannig fyrir í framtíðinni að saklausir borgarar yrðu
ekki fyrir árásum, en ég túlkaði hennar augnaráð þannig að hún
meinti ekkert með þessu.
Þeir búa bara til einhverjar ástæður til að freta allt niður sem
nærri þeim er.
Og þar á ég við allan þann heim sem í styrjöld er.
Ógnar manni eigi ástandið? Nú meina ég hér heima.
Sko ég er ætíð að komast að því betur og betur að þeir sem yfir
landi voru eiga að heita ráðamenn, telja okkur þegnana svo
vitgranna að þeir geti matað mann á hverju sem er.
Þeir þykjast vera að spara þarna og hagræða á hinum staðnum,
en er upp er staðið þá kostar þetta fjandans brambolt ennþá
meiri peninga.
Segja ykkur eina góða um skuldara sem taldi skuldhafann svo
heimskan að er skuldhafinn bauð honum að fara í bankann og
skuldbreyta, vegna þess að hann var komin í vanskil, og borga
minna á mánuði. ( Þetta var einkabréf)
Þá sagði skuldarinn: ,, Nei það er ekki hægt ég er búin að fara í
bankann,útibústjórinn neitar að skuldbreyta nema ég hafi veð.
Hafið þið á æfi ykkar heyrt annað eins, það er á skuldhafans
ábyrgð hvort hann fer fram á veð eða ábyrgðarmenn hjá
skuldara, en svona er þetta hjá ráðamönnum þeir halda að þeir
geti matað okkur á öllu og við eigum að trúa . Nei og aftur nei.
Athugasemdir
Flott silfur í dag.
Hörður frábær.
Tillögur Torbens um breyting af vístölunni góðar.
Það er úti hött að lánin okkar hækkar i takt með brennivin og tóbak.
Njörður P. Njarðvík vakti von.
Ég hugsaði með mér að hann hafði verið flottur forseti landsins.
Nú verður vonandi lýðveldið Nýja Ísland stofnað.
Heidi Strand, 11.1.2009 kl. 15:24
Tek undir með ykku Heidi. Silfrið var ljómandi gott
Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:38
Takk duglegu konur fyrir innlit
kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2009 kl. 16:32
Það er sko nóg af húsum komdu bara og skoðaðu.
Já og meira að segja ennþá löt, en ætlum að fara elda fisk með steiktu grænmeti að hætti Taílendinga.UMM.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2009 kl. 16:58
Fiskurinn var æði og grænmetið einnig ég elska svona mat.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2009 kl. 19:01
Knús Milla mín
Helga skjol, 11.1.2009 kl. 19:07
Sömuleiðis Helga mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2009 kl. 19:19
Já það er nú ekki sama Jón og séra Jón í þessu með veðið Milla mín ég veit þó nokkuð um það.
Ég hef ekkert litið á sjónvarpið þessa dagana veit því ekkert hvað er að gerast í heiminum fyrir utan það litla sem ég sé og heyri í daglega lífinu.
Knús og ljós til þín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:11
Veit ég vel með veðið, einkabréf eru yfirleitt frekar persónuleg.
Ekki veit ég nú mikið en heyri svona stundum í sjónvarpinu því það glymur í miðju húsi á öllum þeim tímum sem eitthvað um fréttir er.
Minn er sko fréttaóður og þegar hann byrjar, þá segi ég: ,,Takk frí"
og hann er fljótur að skilja.
Knús í sæluna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.