Þetta gengur ekki.

            Öryggi fæðandi kvenna stefnt í hættu.

Stjórn Hjúkrunar- og ljósmæðraráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands telur breytingar á skipulagi og niðurskurður á þjónustu á HSu stefna öryggi fæðandi kvenna og annarra íbúa svæðisins í hættu. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar
„Ráðið harmar þann niðurskurð sem stofnunin stendur frammi fyrir og þá skerðingu á þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar sem íbúar á þjónustusvæði hennar þurfa óhjákvæmilega að horfast í augu við. Telur stjórn Hjúkrunar- og ljósmæðraráðs HSu að með því að leggja niður vaktþjónustu á skurðdeild HSu sé öryggi fæðandi kvenna og annarra íbúa svæðisins hér stefnt í hættu. Öllum er ljóst sú mikla slysagildra sem Suðurlandsvegar er og tíðari ferðir fólks til að leita sér læknis- og fæðingarþjónustu í Reykjavík felur óneitanlega í sér aukna hættu auk þess sem hluti hans er fjallvegur, þar sem allra veðra er von og færð oft slæm eða með öllu ófært," segir í ályktun stjórnar
ráðsins.

Tek undir þetta heilshugar og verður þetta sama sagan
um land allt, nema á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Ég bý á Húsavík og allar konur eru sendar héðan til
Akureyrar í fæðingu. hér er nú samt opin skurðstofa, en
líklegast má ekki kalla út fólk eftir klukkan þrjú á daginn.
En hugsið ykkur konu í barnsnauð sem býr á Þórshöfn
á Langanesi, henni er púttað í sjúkrabíl og ekið til
Akureyrar. Yfir vetrartímann í vondu veðri tekur þetta
um það bil 5 tíma, minnir mig það leiðréttir mig einhver
ef þetta er eigi rétt.
Það er að segja ef það er fært.
Og hvað með aðra þá sem þurfa bráðameðferð?



Stjórn ráðsins segist skilja að spara þurfi í heilbrigðisgeiranum en það sé hins vegar algjörlega óásættanleg ráðstöfun að svipta HSu getu til að halda úti fæðingarþjónustu með vanhugsuðum og skammsýnum sparnaðaráformum. „[U]ndrast ráðið hversu hljóðir þingmenn kjördæmisins hafi verið um þetta mál og lítið beitt sér til að stöðva þessa aðför að heilbrigðisþjónustu svæðisins."

Ég veit og skil og hef séð að það þarf að taka til í geiranum,
en það má eigi gerast á þennan hátt.
Það vantar hæft fólk til að halda utan um þennan geira
og það er ekki auðvelt, það veit ég en smærri einingar innan
sjúkrahúsanna mundu kannski gera gæfumuninn.

Þingmenn halda bara kjafti því það er búið að segja þeim það.

Og þá hlýða þeir eins og góðum peðum sæmir, þeir eru nú bara
peð eins og við, en munurinn á þeim og okkur er sá að við þorum.


mbl.is Öryggi fæðandi kvenna stefnt í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Það er  skömm að þessu urr  bara

Vildi  kasta  smá kveðju á frúna,hef ekki   verið   mjög virk að undanförnu en vonandi stendur það núna  til bóta,knús

Líney, 12.1.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Líney mín ekki hef ég nú frekar verið virk, en eins og þú segir þá stendur þetta til bóta með hækkandi sól.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lady Vallý ert þú komin úr næturgöltrinu, hef nú eigi vitað annað eins að fara að sækja á leikskólann um hánótt
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Því miður þá er þetta bara svona en ætti sko ekki að vera.Maður verður alltaf jafn reiður yfir þessu...

Erna Sif Gunnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 12:43

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit að þú verður reið og ég líka það er eins og þessir menn viti ekki hvað það er að aka þessa vegi í blindbil og hálku svo ég tali nú ekki um ófærðina sem myndast á fjallvegum landsins.
Ljós til þín og þinna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir kunna það nú ekki Auður mín. Það þarf að skipuleggja allt kerfið frá a-ö með fáu en góðu fólki, síðan að takast á við vandann.
Það er alltaf hlaupið í smáreddingar og að mestu unnið fyrir aftan
rassgatið á sér.
Knús skjóðan mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fæstir þeirra sem semja svona tillögur, hafa ekki ferðast upp fyrir Ártúnsbrekku, nema kannski um hásumarið

Sigrún Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 15:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já rétt Sigrún mín, sérðu ekki í anda sjúkrabíl reyna að berjast yfir
heiðar frá Patró til Ísafjarðar um hávetur, hún er nú eigi svo geðsleg Hrafnseyrarheiðin er snjóa tekur.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 15:43

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þetta er nú meira ruglið í þessum ráðherrum, þessir menn vita ekkert hvað þeir tala um.  En góðan dag og kveðja á Húsavíkina.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 12.1.2009 kl. 20:03

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott kvöld Dúna mín, það er satt að þessir menn vita ekkert hvað það er að brjótast um í brjáluðum veðrum.
þeir ættu að fá sér ráðgjafa sem hefur komið út fyrir bæjarmörkin.
Ljós til þín á Kópaskerið
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 20:13

11 identicon

Daginn Mamma

 ætla aðeins að leiðrétta hjá þér.     Konum á Þórshöfn sem komnar eru á tíma eru sendar með góðum fyrirvara inn á Akureyri að býða. Nú ef að þær hafa ekki drullað sér nógu snemma af stað þá er þeim dröslað uppí sjúkraflugvél. 

Þetta er bara ekki svona auðvelt............smá dæmi.

Þegar að ég var að eiga mína yngri þá var þetta ekkert vandamál. Vitað var af fyrri fæðingu að ég yrði leeeengi (fóra að finna e-h á mánud, mamma og Gísli keyrðu frá ísó á þriðjud en Aþena kom ekki fyrr en á fimmtud.).      En tveim dögum á undan ólu tvær Húsvískar konur börn.  Þannig er að maður þarf fyrst að fara upp á heilsugæslu í skoðunn til ljósmóður sem að sendir mann svo inneftir ef henni þykir tími til kominn. Það var einmitt gert við þá fyrri sem kom inn þann daginn og þótti ljósunni hún nú góð þar sem konan var nú varla kominn af stað. Ferðin inneftir tekur um 50 mín , hún rétt náði uppá fæðingarbekkinn áður en barnið kom. Seinni konan var nú ekki svo heppin að komast inn á Akureyri því hennar barn fæddist í skoðuninni hjá ljósunni.  Stundum gerist þetta bara svona hratt og hugsið ykkur bara að þetta eru tvö tilvik sama dag.

Ég veit það bara að ég dáist að konum á Þórshöfn og slíkum stöðum sem hafa ekki þetta öryggi. Hvorki þegar kemur að því að fæða börnin sín né þegar þær eru kannski með lífshættulega veik börn sem þurfa læknisaðstoð STRAX.

kVEÐJA

Milla jr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:24

12 Smámynd: www.zordis.com

Ætli heimafæðingar aukist ekki ef vetrarbörnin fá óveður á ásettum tíma .... annars er skömm að skera þurfi niður í heilsugeiranum á meðan allt hækkar.

Ákvað að kíkja við en rétt er að ég bý erlendis, síðastliðin 10 ár á hinni sólríku suðurströnd Costa Blanca. Mímargir íslendingar eru á þessu svæði ...

Kær kveðja til þín.

www.zordis.com, 12.1.2009 kl. 20:37

13 identicon

Það er búið að breyta miklu frá því var í þá gömlu góðu þegar sjúkrahús vítt og breytt um landið vistuðu sængurkonur og nýfædd börn og síðan allar gerðir af veiku fólki og líka þá sem voru deyjandi. Það er nú ekki lengra síðan en 1975 þá byrjaði ég að vinna á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi sem gangastúlka. Það var mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf á þeim tíma. En núna fæða allar konur börnin sín á Akranesi.

Kærleikskveðja.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband