Fyrir svefninn.

Já það er umhugsunarefni, Hvað? jú þetta ástand í landinu.
flest fólk básúnast, reiðist, úthúðar á allan handa máta öllum
þeim sem heita eitthvað í þessu landi, þar hef ég eigi verið nein
undantekning og þó.
Ég vill breytingar, nýtt blóð, réttlæti, sannleika og guð má vita hvað,
ég er meðfylgjandi mótmælum, en ekki skemmdarverkum því þá erum
við eigi betri en þeir sem eru búnir að rýja okkur inn að skinni.

Sannleika, hann fáum við aldrei, réttlæti vonlaust, þeir geta ekki upplýst
okkur í þessum efnum því allir eru þeir innviklaðir í sorann.
Og við megum þakka fyrir ef þeir ná að bjarga málum svo fyrir horn
að það fari ekki bara allt á hausinn.

Nýtt blóð í stjórn þessa fagra lands, já það er undir okkur komið,
en við fáum engu áorkað með reiðinni.
Notum áræðnina í okkur til framfylgni við það sem við viljum, því
reiðin gerið ekkert nema illt og ef okkur lýður illa og erum reið þá
gerum við eigi neitt af viti.

Svo skulum við huga að því að þótt við meðal ljónin höfum ekki haft vit á því
hvað var að gerast og eigi leitt hugann að því í einfeldni okkar.
Þá berum við svolitla ábyrgð, við létum blekkjast af gylliboðum bankanna.

Eitt er víst að í dag herða bara bankarnir ólina þeir hlífa okkur ekki
þó vextirnir hafi hækkað lánin um helming eða meira.

Nú er það búið að vera og við þurfum að huga vel að okkar málum
gerum það og gerum það með reisn, fyrir okkur og okkar fólk
engan annan.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Milla, það sem þú varst að skrifa eru allir að hugsa, og allir að velta fyrir sér sömu spurningunum.  Takk fyrir að rita þetta fyrir svefninn.  Eigðu að auki góða og friðsæla nótt. Kveðja úr frostinu í Mosó (en afskaplega fallegt veður).

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.