Of löng bið.


           Fá bata við þvag- og hægðaleka.

Á fjórða hundrað konur bíða nú eftir aðgerð á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði vegna þvag- og hægðaleka, blöðrusigs og annarra siga í grindarbotni sem eru oftast afleiðingar eftir fæðingar. Biðtíminn er frá nokkrum mánuðum upp undir eitt ár.

Það er bara allt of langur biðtími, hvað haldið þið að þetta
kosti konu sem er með svona kvilla, jú heilmikið því hún
þarf að ganga með dömubindi allan sólarhringinn.
Þau kosta sko sitt og fyrir utan óþægindin sem er af þessu.

„Fyrir um 20 árum þorði enginn að segja frá því að hann væri með þvagleka. Þetta var dulið vandamál og flókið og kom aldrei upp á yfirborðið. Margir læknar vissu heldur ekki að hægt væri að lækna þetta. Nú fjölgar þeim sem koma vegna vandans. Mér finnst eins og það sé vaxandi þekking á þessu vandamáli þótt fólk beri það ekki endilega mikið á torg," segir Gunnar Herbertsson kvensjúkdómalæknir og yfirlæknir á handlækningadeild St. Jósefsspítala.

Já það er synd að konur skuli ekki þora að koma fram og
tala um þessi mál, þetta er nú bara eins og hver annar kvilli
sem maður fær.
Ég fékk svona 23 ára eftir fæðingu, fór ég bara til besta læknis
ever, Jónasar Bjarnasonar hann var einmitt starfandi
kvensjúkdómalæknir við ST. Jóseps í Hafnafirði og reddaði
hann þessu.

 Hann telur að fjöldi þeirra sem glíma við vandamál í grindarbotni sé miklu meiri en komið hefur í ljós.

Í Bandaríkjunum er talið að 60 til 70 prósent kvenna á aldrinum 25 til 65 ára geti verið með einhver vandamál í grindarbotni, að því er Gunnar greinir frá.

„Það kemur bara viss fjöldi þeirra til skoðunar og meðferðar. Margar vita ekki af því að hægt er að fá hjálp," tekur Gunnar fram

Þá hafið þið það konur það er hægt að fá bót.
Annars er ég bara nokkuð góð í dag, nema er lítið
búin að sofa vegna magaverkja, þetta er víst að ganga.
Ljós og kærleik í daginn ykkar
Milla
.
Heart
mbl.is Fá bata við þvag- og hægðaleka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, þeir eru margir "felusjúkdómarnir"

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er ekkert smá mikilvægt að lenda hjá réttum lækni, því þeir eru eins misjafnir eins og þeir eru margir. Er heldur betur búin að finna fyrir því sl. hálfa árið. Hef blessunarlega verið laus við þessa kvilla sem þú nefnir hér í færslunni, og í raun mjög hraust kona, svona generalt. Var með króníska þvagfærasýkingu í mörg ár, en ég fór í höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun í vefræna tilfinningalosun og kom þá í ljós ýmislegt í mínu tilfinningalífi úr æsku (já skrítið!) sem viðhélt þessu. (Hefði aldrei trúað þessu að óreyndu)  Ég er algjörlega laus við það eftir þá meðferð!

Smá krabbamein (sem búið er að fjarlægja) er undantekningin sem sannar regluna í mínu tilfelli. Það sem ég "græði" á að hafa fengið það er að nú skil ég betur tilfinningar annarra sem upplifa það að vera sagt að þeir séu með sjúkdóm sem getur verið lífshættulegur.

Ligg að vísu núna upp í sófa m/teppi , með stingandi hálsbólgu (af öllu) ég sem hélt að ég fengi ekki hálsbólgu eftir að kirktlarnir hefðu verið teknir! haha, en það voru víst ranghugmyndir. Er með bullandi samviskubit af því að vera ekki í vinnunni, en ég veit svosem að ég sit ekki lengi uppi í því flensuástandi sem ég er í núna svo ég gerði lítið gagn þar.

Vona að þér heilsist sem best mín góðhjartaða Milla. Sendi hlýjar kveðjur og knús í þitt hús. - og afsakaðu málæðið!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

JB var eins og pabbi minn yndislegur vinur, enda tók hann á móti bæði Ingó bróðir og Guðna, mamma átti okkur öll heima.
Ég gleymi því ekki er Ingó bróðir fæddist þá gat ég ekki sofið þó bræður mínir tveir steinsvæfu, undir morgunn kom JB inn í herbergi og sagði jæja Milla mín, nú máttu koma að sjá hann.
Ljós til þín Vallý mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín þú veist þetta verandi í þessum geira.
Ertu orðin hress
Ljós í daginn þinn. Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 10:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín takk fyrir málæðið, það er mér að skapi og gott að þú ert búin að uppgötva þetta með sjúkdómsvaldanna.

Ég segi það sama og þú er ég fyrir mörgum árum fékk hnút í hálsinn
læknirinn minn hringdi á föstudegi, þá var ég búin að fara í blóðtökur,
tjáir mér að hann sé búin að panta sýnistöku í leitarstöðinni við Suðurgötu í Reykjavík, þá var hún til húsa þar.
Ætla ekki að lýsa þeirri tilfinningu sem ég hafði alla helgina verandi með 4 börn. Nú síðan fer ég í þetta og svo þurfti ég að bíða í 2 vikur eftir úrskurði, en ég skyldi alveg undirbúa mig undir að fara í skurð.
Kom börnunum fyrir í sveitinni, úrskurðurinn kom ég þurfti ekki í skurð. Þessi hnútur var svo horfin fyrir 14 árum.
þess vegna skil ég þann ótta sem grípur um sig í litla sálartetrinu.

Jóhanna mín farðu aftur í höfuð beina og spjald, það kippir þessu í lag annars losnar þú eigi við hálsuppákomur.
Sú sem þú ferð til mun segja þér hvað hálsinn stendur fyrir.

Sendi þér ljós og orku mín ljúfa kona.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 10:41

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Elsku Milla, þegar þú segir þetta þá kemur ekki á óvart að ég sé með í hálsinum! Hef lært svolítið um orkustöðvarnar og veit að málstöðin er í hálsinum. Ég hef þurft að halda aftur af mér í ákveðnum málum og get því miður ekki sagt mínar meiningar því það skaðar þriðja aðila (og jafnvel fleiri). Ekki skrítið að hálsinn gefi sig!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 10:55

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín biddu Guð um að hjálpa þér að sættast við þær aðstæður sem þú getur ekki breitt, og þú skalt biðja um þetta þangað til að þú finnur að þú ert sátt.
Þú gætir þurft að endurtaka þetta dag eftir dag, en það er þess vert.
Ég veit að það þarf ekki að minna þig á að maður gleymir ekki að þakka honum fyrir.

Ljós yfir til þín kæra Jóhanna mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 12:34

8 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljós og kærleikur til þín ljúfan mín

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:48

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yfir til þín einnig

Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 13:56

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var tvisvar þarna inni á síðasta ári, yndislegur staður og yndislegt starfsfólk. Vona það besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 15:30

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 16:17

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sem betur fer fá flestir bót meina sinna við svona aðgerðir en ég á vinkonu sem búin er að fara í þetta þrisvar sinnum og nú er ekkert hægt að gera meir.   Hún gengur með bleyju og þú getur rétt ímyndað þér hvað það tekur á taugakerfið hjá ekki sextugri konu. Úff....

Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:45

13 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sannarlega góður pistill Milla mín   og mikilvægur. Knús á þig 

Erna Friðriksdóttir, 15.1.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.