Einn af þessum gömlu góðu.

Chesley Sullenberger flugmaðurinn ráðagóði.

Chesley Sullenberger flugmaðurinn ráðagóði. Reuters

// Erlent | AFP | 16.1.2009 | 18:52

Bush hringdi í Sullenberger


George W. Bush Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Chesley B. Sullenberger, sem er flugmaðurinn sem náði á ótrúlegan hátt að lenda farþegaflugvél á Hudsonfljóti í gær án þess að nokkur hlyti alvarlegan skaða af. Alls voru 155 í vélinni.

Bush hrósaði flughæfileikum og hugrekki Sullenbergers, og sagði að hann hefði drýgt hetjudáð þegar hann sá til þess að allir um borð kæmust út úr vélinni heilu á höldnu.

Þá hafa borgaryfirvöld í New York afhent Sullenberger lykilinn að borginni sem þakklætisvott.

Svaka flottur maður og alveg örugglega góður flugmaður.

Það má einnig geta þess að við höfum átt bestu flugmenn
sögunnar, eða svo hermdu erlendir fréttamenn hér á árum áður.
Ég man þá tíð vel er flogið var á þristunum út á land, næstum
í öllum veðrum og gerðu þeir oft kraftaverk þessir frábæru strákar.
Heyr fyrir góðum flugmönnum og þeim sem eru í þessu af hugsjón.


mbl.is Bush hringdi í Sullenberger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær maður! ég er svo flughrædd að það hálfa væri nóg. Trúlega rétt hjá þér með íslensku flugmennina enda íslensk veðrátta engu lík.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Réttur maður á réttum stað

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alveg dásamlegt við eigum mjög  góða flaugmenn líka. Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

það gleymist hann hafði flugmann sér við hlið

Ólafur Th Skúlason, 17.1.2009 kl. 13:42

5 identicon

Á s.l. 3 árum hef ég flogið mikið í innanlandsflugi í Bandaríkjunum í vinnuferðum þ.m.t. US Airways (sem gárungarnir kalla stundum Useless Airways :), þykja stundum óstundvísir).  Man ekki eftir að hafa þurft að fara með faðir vorið mörgum sinnum í flugferðum þó veður hafi verið misjafnt eins og gengur og þurftu að bíða stundum 2-3 tíma út í vél að bíða eftir flugtaki vegna bilunar. Þó man ég eftir flugi á milli Washington og NY. 40 stiga hiti úti og loftræsting biluð. Flugstjórinn sagði að þetta myndi lagast þegar við kæmum í loftið sem að sjálfsögðu gerðist.  En ég hugsaði ef menn eru svona kærulausir út af loftræstingu gæti þá eitthvað annað...En mér leiða alltaf best þegar ég var kominn þotu Icelandair á leiðinni heim. Leið öruggast.  Sjáfsagt bara góð tilfinning.  Öryggisreglur í flugi eru gríðarlega strangar út um allan heim. Þetta er öruggasti ferðamátinn.  Eigðu svo góðan dag mín kæra Milla.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:13

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já réttur maður áréttum stað, ert þú flughrædd Hallgerður mín, það er ekkert öruggara en að fljúga á milli staða.
En hræðslan er ekkert grín.

Ólafur kannski hefur liðið yfir Pilotinn.

Einar besta eftirlitið er á Íslandi allavega enn sem komið og er ég búin að vera nálægt fluginu síðan ég var að vinna hjá Loftleiðum er ég var "þú veist" yngri. Hef alla tíð haft ofurtrú á þessum gömlu góðu.
og hef flogið mikið með þeim.
Gaman að heyra þetta frá þér Einar, Icelandair var nú löngum kallað Ícelandair de late.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 17:28

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hefði nú ekki viljað vera í þessari vél þrátt fyrir greinilega snilldar flugmann

Leiðinlegt að sjá þig ekki á morgun á hittingnum Milla mín, farðu vel með þig

Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 18:45

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sjáumst síðar Huld mín, kveðja til ykkar allra.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.