Fyrir svefninn.
17.1.2009 | 20:35
Þær komu í dag tvíburarnir mínir og rétt á eftir kom litla ljósið
manna hennar og pabbi voru að fara á borgarafund.
Það var mikil gleði er þær hittust frænkur eins og ævilega.
Dóra kom í bæjarferð til að versla inn til matar og er hún var búin
að því þá fengum við okkur Brunch.
Nú þær fóru svo heim um 5 leitið og litla ljósið mitt fór að gráta
hún vildi ekki missa þær, en þær lofuðu að koma næstu helgi og gista.
Ég kláraði að horfa á Anastasíu með henni, aðeins í tölvuna, síðan
hún inn á You Tube til að dansa með Sollu úr Latabæ.
Þegar afi kom heim fórum við í mat til Millu og Ingimars, fengum að
sjálfsögðu gourmet mat hjá þeim.
******************************
Hér kemur smá gott frá henni Ósk.
Að vera með eitthvert vol á
vísnakvöldum þar sem Pétur Pétursson
er hefur enga þýðingu. Ég sá fyrir mér
hvernig hann mundi orða það.
Sé ég í anda sótraftinn
segja, nú brúkaðu kraftinn
í stað þess að vola
og stand' eins og rola
þá opnaðu andskotans kjaftinn.
Eftir einhverja smánarhækkun á kjörum
öryrkja.
Öryrkjarnir mega muna
misjafnt gengi liðin ár.
þeir sem vilja ei vesöld una
verða að gifta sig til fjár.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 21:20
Frábært að dagurinn hafi verið svona góður hjá ykkur öllum. Góðar vísur og eiginlega orð að sönnu...góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:37
Fallegar ungar dömur..Góða nótt Elskuleg..
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:38
Góða nótt elsku Milla mín þú átt falleg barnabörn.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 22:17
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 23:05
Flottar prinsessur Er að skríða saman þetta er búið að vera hreint helvkveðja og knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:43
Góðan daginn Milla mín, Skemmtileg færsla hjá þér og flottar skvísur. Eigðu góðan dag
Erna Friðriksdóttir, 18.1.2009 kl. 06:00
Þetta er skemmtileg mynd af þeim frænkum, englaljósunum þínum.
Knús og mikið ljós til þín svona eldsnemma.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 07:41
Takk öll fyrir innlitið, já dagurinn er ætíð yndislegur er við erum saman fjölskyldan.
Það er nú bara rétt að ég trúi því að Jónína sé komin á fætur, en það er ein skýring: ,,annar hvort er hún farin í vinnuna eða hún hefur verið að koma af næturvakt.
Vísurnar eru sannleikur
Dóra komin á facebokk, þá sér maður hana ekki mikið á meðan hún er að vista allt sem hún þarf, en þetta er bara gaman.
Ljós inn í ykkar dag
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.