Fyrir svefninn.
18.1.2009 | 20:32
Hún Sigga bloggvina mín var að tala um að verða hugfangin
af fegurðinni í náttúrunni, það er svo rétt maður getur upplifað
alsælu í henni.
Tel samt að maður geti eigi upplifað svona sterkt nema vera
búin að finna sjálfan sig. Ég upplifði einu sinni svona fyrir löngu
síðan.
Var ný búin að taka ákvörðun um að skilja við karlinn, ákvað að
ég þyrfti að fara í bæinn og segja mömmu og pabba frá þessu,
legg af stað og er ég kem á stapann þá er veðursældin þannig
að ég ek út af veginum og horfi yfir, sólin skein, en samt var eins
og dalalæðan slæddist eftir hrauninu á köflum, heiðbjart var alla
leið til Reykjavíkur og ætíð hefur mér fundist þessi leið falleg, en
þarna upplifði ég einhverja fullkomnun sem ég aldrei hafði fundið
fyrir síðan ég var unglingur frí og frjáls farandi í skólaferðalag til
Stykkishólms þá upplifði ég svona fegurð er ég horfði yfir
Breiðafjörðinn.
Þá var ég ung, óreynd og áhyggjulaus, en í seinna skiptið var ég
að fá nýtt líf mér létti svo við það að ég gat notið þess sem ég sá.
******************************
Land.
Ég segi þér ekkert um landið
ég syng engin ættjarðarljóð
um hellana, fossana, hverina
ærnar og kýrnar
um baráttu fólksins
og barning í válegum veðrum
Nei. En stattu við hlið mér
í myrkrinu. Andaðu djúpt
og finndu það streyma
Segðu svo:
Hér á ég heima.
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Góða nótt og sofið rótt í alla nótt
Athugasemdir
Ía Jóhannsdóttir, 18.1.2009 kl. 20:48
Milla, þú ert bara frábær. Eina sem ég get sagt núna þá sjaldan að mér vefst lyklaborð um fingur. Eigðu góða og verkjalausa nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:20
Æji það er ekki alónýtt að kíkja inn til þín fyrir svefninn Góða nótt sjalf í hausinn á þér eins og sagt var við mann í gamla daga,
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:24
Þú ert bara einnig frábær Einar minn, ég held að við séum bæði búin að reyna ýmislegt og skiljum hvort annað.
Mikið hlakka ég til að hitta þig og þína í sumar það verður örugglega gaman hjá okkur.
Ljós til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 21:28
Góða nótt, Milla mín. Það er svo satt hjá þér að maður þarf sjálfur að vera í lagi til þess að njóta þess sem er fallegt og gott.
Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:29
Sæl Milla mín.. Þú talar um fegurðina. Jú vissulega er hún víða til staðar og oft fer það eftir hvernig manni líður.. hvernig sýnin er.. En þetta í vikunni var alveg ólýsanleg fegurð, ég held að það sé ekki nokkur maður sem hefur ekki heillast að þessari einstöku fegurð. Það er ekki hægt að lýsa þessu með myndum eða orðum....
Þín var saknað í dag Elskuleg, og skálað í misjöfnu kaffi fyrir konuni á Húsavík og dótturinni á Laugum.
Láttu þér batna Milla mín. Guð veri með þér í einu og öllu.
Hlý baráttukveðja
Sigríður B Svavarsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:52
Sigrún Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 22:34
Knús og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.1.2009 kl. 23:55
Takk Langbrókin mín, já farðu nú að sofa í hausinn á þér stelpa var ævilega sagt við mig er ég var búin að koma nokkrum sinnum fram og biðja um eitthvað, Held að manni hafi hreinlega vantað að það væri talað við mann smástund af því viti sem maður þarfnaðist.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 06:24
Tel það vera þannig Helga mín
Sigga mín takk fyrir að sakna mín og ekki dónalegt að skála í góðum kaffisopa fyrir okkur konum. Jú ég veit hvaða upplifun þú ert að tala um og flestir hrífast af henni sem betur fer. Í svona fegurð glittir á allt eins og um silfurstjörnur sé að ræða og mér dettur í hug myndin Þumalína þar sem álfarnir eru ljósverur, ég skilgreini þá svoleiðis, síðan er þögnin svona snemma morguns, merkjanleg alveg eins og er maður fer upp á fjöll og nemur kyrðina. Allt er þetta sama tilfinningin og er hún bara yndisleg.
Ljós yfir til þín Sigga mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 06:33
Sigrún og Dúna ljós í daginn ykkar ljúfu konur
Milla
Hæ Ía mín þú varst eitthvað svo lítil þarna uppi að ég sá þig ekki, ætlaði sko eigi að sniðganga þig.
Ljós í þinn dag.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 06:35
Þín var sárt saknað í dag Milla mín, vonandi næst
Huld S. Ringsted, 19.1.2009 kl. 07:44
Já Huld mín ég kem örugglega næst
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.