Hafið þið velt því fyrir ykkur?

Oft heyri ég fólk tala um að það sé að gera þetta og hitt af velvilja
fyrir þessum og hinum, en hvað er velvilji?
velvilji er Egó þess sem ætlar sér að bjarga fólki og er oftast
bara stjórnsemi á háu stigi sem getur falist í svo mörgu.
Til dæmis er ég hóf minn búskap og byggði mér mitt fyrsta hús
þá kom mamma og stjórnaði í öllu frá A - Ö.
Það voru litirnir á veggina, gardínur, hvernig skrauti var raðað upp
og bara nefnið það.

Mér fannst þetta voða notalegt að fá svona hjálp frá mömmu, en
ef ég breytti einhverju, og svo kom hún í heimsókn,
Sagði með þjósti:,, þetta á ekki að vera svona," og lagfærði hlutina
eins og hún vildi hafa þá og til að halda friðinn þá sagði maður ekki
neitt, lét þetta bara yfir sig ganga.
Hún taldi að hún með öllum sínum velvilja væri að gera gott
og það var hún að vissu marki að gera þessi elska.

Svo er til EGÓ sem heitir, ef þú haggar við mér þá hefni ég mín
þetta er vont EGÓ, en bara fyrir þá sem nota það.
Það getur sært og gert illt, en ætíð á endanum fer það með þeim
sem nota það.
Ég fyrir mitt leiti hunsa eins og ég get svoleiðis fólk.

Þannig fólk eins og ég hef sagt áður, er eitthvað veikt.

Það má ekki misskilja þetta með velviljann og hjálp sem fólk fær
og er veitt þeim sem þurfa á henni að halda
ég er ekki að meina það fólk, það er að sinna sínum störfum
og það vel.
Er bara að hugleiða smá og kannski ættu sumir að hugleiða þetta
með mér.
Hvernig erum við í framkomu við hvort annað???

Eigið góðan dag
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 11:33

2 identicon

Ég hef kynnst EGÓ sem heitir, ef þú haggar við mér þá hefni ég mín þetta er vont EGÓ, en bara fyrir þá sem nota það.
Sorglegt þegar fullorðið fólk hagar sér svona en eins og þú segir þá fer það með þeim á endanum sem nota það.  Frábær færsla!!

Knús og kærleik Milla mín

Auður (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verð dugleg Dóra mín Er að fara að leggja mig vaknaði kl 4.30 í morgunn, svona er það bara, en fer upp í rúm með neró mér við hlið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Auður mín, við erum alveg sammála í þessum efnum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 12:31

5 identicon

Þú heldur bara áfram að vera frábær Milla mín.  Að vera egósentrískur er jafnt og einmanaleiki en brýst svo út á afskaplega einkennilegan hátt.  Stundum frekar vondan, eða reyndar oftast.  Þekki þetta, var svona en löngu, löngu hættur því. Sem betur fer.  Þú verður svo að fara að kenna mér að svara öllum fallegu beiðnunum þínum á Facebook.  Takk fyrir þær allar.  Ég er klaufi.  Góðar stundir þar til ég kíki á þig í kvöld.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:30

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn þú bara samþykkir þær.og þú ert nú engin klaufi ég er ennþá að læra á þetta.
Takk fyrir þín orð hér, þau ylja manni heilmikið
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 19:11

7 Smámynd: Helga skjol

Flott færsla hjá þér Milla mín

Helga skjol, 19.1.2009 kl. 19:25

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Systir mín er eins og þú lýsir mömmu þinni. Það var að gera mig brjálaða. En nú er hún flutt til Kína og ég get loksins í meira en 50 ár haft hlutina eftir mínu höfði.

Helga Magnúsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:04

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Mjög góð pæling og þú hefur mikið til þíns máls

Solla Guðjóns, 19.1.2009 kl. 20:34

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Helga Skjól mín knús Milla

Þá skilur þú hvað ég er að tala um, þetta er náttúrlega ótrúlegt egó.
Knús til þín Helga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 20:36

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Frábær færsla.  Er búin að hugsa um þetta mikið í dag eftir að ég las þetta hér í morgun. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:42

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ía mín, þetta er umhugsunarefni.
Ljós til þín í Prag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband