Að skella skuldinni á aðra.

Ámælgi og brigsl eru örugg leið til að viðhalda vandamáli.
Með því að ámæla öðrum eru við að svipta okkur valdi.
skilningur gerir okkur mögulegt að sjá víðsýni í málinu
og taka stjórn framtíðar okkar í eigin hendur.
Við getum eigi breytt fortíðinni og framtíðin er á okkar valdi
það er, hvernig við hugsum hana.
Það er mikilvægt fyrir frelsi okkar að skilja að foreldrar okkar
voru að gera sitt besta hverju sinni af skilningi, meðvitund
og vitneskju sem þeir höfðu yfir að ráða.

Í hvert skipti sem við skellum skuldinni yfir á aðra erum við
að afsala okkur ábyrgðinni á sjálfum okkur.

gerum okkur að þetta fólk hafi komið illa fram við okkur,
Það er að segja að okkar mati, en það var alveg eins hrætt og
óttaslegið og við erum sjálf. Hjálparvana það var og eina sem
það gat kennt okkur, var það sem því sjálfu var kennt.

Hvað veistu mikið um barnæsku foreldra þinna?
Datt það í hug þú veist ekki neitt um hana, ef þú hefur
tækifæri þá spyrðu þau, það er að segja ef þú vilt skilja
af hverju  þau voru eins og þau voru, sko í þínum skilningi.
Þú færð annan skilning ef þú spyrð.
Þú þarft vitneskju til að öðlast frelsi, þú færð það ekki án
vitneskunnar.
Þú getur ekki öðlast frelsi nema að gefa frelsi.

Það er eigi hægt að fyrirgefa sjálfum sér nema að fyrirgefa þeim.

Ef þú krefst fullkomnunar af sjálfum þér og öðrum þá lifir þú
eymdarlífi  það sem eftir er.

Eigið góðan dag í dag kæru vinir
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 20.1.2009 kl. 08:18

2 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 20.1.2009 kl. 09:01

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vel mælt Milla.  Hef stundum reynt að spyrja móður mína en fæ ekkert nema það neikvæða, mig langar stunum að hrista hana smá til og segja halló það hlýtur að hafa verið eitthvað jákvætt. Hef sjálfsagt byrjað að spyrja of seint.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:48

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það þarf að hrista upp í þeim gömlu þær eru nú ekki mikið fyrir að tala um sína æsku Ía mín. Ég er nú alltaf að upplifa eitthvað úr æskunni, en kannski ekki svo neikvætt, heldur bara skemmtilegt það er nefnilega þannig að maður þarf ekki að rifja upp það vonda, því það man maður.
Ljós til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 11:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:55

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín hann elsku Pabbi þinn er orðin of gamall til að hrista hann
knúsaðu hann bara elskuna og líka frá mér.
Kveðjur Vestur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 12:27

7 identicon

Algjörir gullmolar eða réttara sagt gullorð.  Ég sé til þess að það verði lokað á alla bloggara sem nota bloggið til ámæla öðrum á visvítandi hátt. Ef þið takið sénsinn á að era það..þá mæti ég mæti í þessu líki..  Annars er ég oftast svona eða svona, nema þegar ég sef þá er ég að sjálfsögðu svona..  Eigðu frábæran ámælislausan dag kæra Milla.  Tékka á stöðunni í kvöld. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 12:36

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 12:37

9 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Sendi þér knús sæta min

Erna Sif Gunnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 14:05

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér Einar minn og þó ég fái ámæli þá hlæ ég nú bara að þeim.
hitt er svo aftur annað mál hvað ég geri í lokunum, sjáum til með það
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 15:15

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís knús.
Milla

Dúllan mín hvernig gengur hjá þér?
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 15:17

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég veit heilmikið um æsku foreldra minna því við ræddum oft það sem gerst hafði í gamla daga heima hjá mér þegar ég var lítil.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:03

13 identicon

Það er einmitt málið Milla mín, að það gera allir foreldrar eins vel og þeir geta eða hafa kunnátu til. Það á það sama við okkur öll hvort sem  við horfum á okkur sjálf sem foreldri, foreldra okkar eða þá foreldra sem þau áttu það er að segja afa okkar og ömmur. Allir gerðu sitt besta og ekki hægt að ásaka neinn, þetta var bara svona. Með því að gera sér grein fyrir þessu þá minnkar líka samviskubitið yfir því hvernig maður ól upp sín eigin börn, maður fer svo oft í það far að hafa viljað gera hlutina öðruvísi, en þarna var maður staddur á þessu tíma og gerði því hlutina eins og þeir voru gerðir.

Knús og miklu meira knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:03

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið rétt Jónína mín, Fólk segir það var þessu eða hinu að kenna, ekki nema von að maður sé svona, maður var nú alinn upp við þetta, og lengi gæti ég talið, en málið er að við höfum alltaf val.
Og valið er; Viljum við lifa í reiði og ásökun allt okkar líf eða að skilja fyrirgefninguna og vera glöð.
Ég veit að þetta er ekki alltaf svona svart eða hvítt, en þá er að vinna úr því, þeir sem lifa í reiði alla tíð og vita jafnvel ekki út af hverju, eru allar götur að etja við sjálfan sig og aðra og það er sorglegt.
Þú veist alveg hvað ég er að tala um.
Til dæmis hann elsku pabbi minn sem drakk í mörg ár yfir sig þessi elska, en þóttist aldrei smakka vín, það skapaði leyðindar andrúmsloft á heimilinu. ég gæti aldrei ásakað hann ég bara elskaði hann því hann var alltaf góður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 17:31

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er bara yndislegt og ég veit einnig margt, en ekki nóg
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 17:33

16 Smámynd: Anna Guðný

Já, efast ekki um að foreldrar séu að gera sitt besta hverju sinni. Foreldrar mínir ólust bæði upp í sveit og ég veit að það var mjög mikill munur á aðstæðum þeirra. Held að mamma hafi haft það eins gott og hægt var á þeim tíma. Mikil vinna, eins og allsstaðar, en eftir því sem ég best veit þá höfðu þau alltaf nóg í sig og á. En hjá pabba mínum var sko annað. Man að við ólumst upp við það að hann bar svo mikla virðingu fyrir peningum að maður sagði ekki einu sinni brandara þar sem var gert grín að peningum. Var að minna hann á það um daginn að það það var fyrst fyrir ca. tveim árum sem það var hægt.

Hafðu það gott ljúfan.

Ég sakna þess að fá athugasemd hjá Dóru.

Anna Guðný , 20.1.2009 kl. 17:52

17 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín Knús á þig ,Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:15

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Það vellur bara upp úr þér spekin kona!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.1.2009 kl. 19:29

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín  gaman að heyra þína lýsingu, en Dóra kemur kannsi inn aftur ef aðstaða breytist, sumir vilja ekki þola sumt.
Knús til þín ljúfust og ég veit að Dóra biður að heilsa.
Milla

Ps. eruð þið ekki vinkonur á facebokk?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 20:23

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Óla mín.

Jóhanna mín verður maður ekki að vera spekingslegur svona annað slagið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 20:24

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekkert góða nótt hér var að enda við að blogga fyrir svefninn og nú segi ég góða nótt
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.