Fyrir svefninn.

n1531172279_30071850_3874milla.jpg

Sumir hafa verið að spyrja mig um mynd af Millu minni hér kemur
hún þessi elska, það er ekkert skrítið að stelpurnar séu fallegar.

n1531172279_30130268_5516ingimar.jpg

Svo verð ég nú að setja þessa inn þó gömul sé, þetta er Ingimar
minn kæri verðandi tengdasonur. Hann heldur á litla ljósinu mínu
og ljósálfinum mínum og hann er besti pabbi í heimi.

thaer_777735.jpg

Mátti til með að setja þessa inn, Milla mín fixaði þessa mynd úr
tveim myndum. Milla er nefnilega myndasnillingurinn hér.
þetta eru tvíburarnir mínir sem búa að Laugum.

millu_myndir.jpg

Svo eru það myndirnar sem hanga yfir buffetinu mínu, ég elska
Þessar myndir eins og allt sem þær hafa gefið mér þessar
stelpur mínar. Milla málaði þessar myndir og þarna eru þær
held ég bara að þorna. Hún er snillingur að mála.

Ég á nú fleiri barnabörn en ætla að nálgast myndir af þeim á morgun.

Smá heilræði.

Hvað svo sem við erum að reyna að losa um í lífi okkar,er það ekki
annað en einkenni, ytri áhrif. Að reyna að afmá einkennin án þess
að grafast fyrir um rætur þeirra, er gagnslaust. Um leið og við
slökum á viljastyrk okkar eða sjálfsaga skjóta einkennin upp aftur.

Hér kemur eitt ljóð eftir hann Bjarna M. Gíslason.

Íslenska stúlkan.

Ég nötra, er þú nálgast mig svo skjótt
í návist minni ekkert þarftu að fela.
Þeim, sem finnst þeir fremji eitthvað ljótt,
þeir færa enga gjöf, en bara stela,
Ó, þú manst hvernig það skeði fyrst,--
hin þýða hönd var himnasendur fengur.
Þú vissir tæpast, hvort þig hefði kysst
hinn káti andblær eða saklaus drengur.

Ó, manstu ekki hina ljúfu lind,
sem lög sín æfði sunnan undir granda?
Í hennar spegli ég horfði á þína mynd
svo hrærður, að ég þorði varla að anda.
Við vorum bæði eins og grasið grænt,
sem grær og angar eftir frostsins bruna.
Á svona stund var engum ástum rænt;
í okkar nekt var sólgjöf vorsins funa.

Ég gaf þér allt og gef þér enn í dag,
er geislar vorsins brenna á þínum vörum.
En syng nú vina, okkar ástarlag
í öðrum tón en hans, sem er á förum
þann söng ég heyri gegnum glaum og ys
og glitra sé þín bros, þín tár á hvarmi,--
þau verma og lýsa, verða ávallt blys,
sem veg minn bjarma jafnt í gleði og harmi.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín. Flottar stelpurnar þínar.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk ljúfan mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 20:33

3 identicon

Glæsileg afkvæmi Milla mín.  Hæfileikar Millu þinnar er ótvíræðir.  Vil ekki hallmæla hinum myndunum en myndin af tvíburunum er ofsalega falleg.  Vonum svo að eitthvað fari að rætast úr ástandinu en það, sem betur fer, raskar ekki mínu jafnvægi. Hafðu það sem allra best og eigðu góða nótt kæra Milla.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þú er flink i framleiðslu kona góð.. Ljós til þín Ljúfust mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég lagði til mitt í þessar stelpur þar sem dætur mínar eiga þær og svo eiga þær náttúrlega pabba, en þær eru vel af guði gerðar á allan handa máta og er ég afar stolt amma.
Já vonum að ástandið fari að batna þó það sé ekki að bögga míg í daglegu lífi.
Ljós til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín og takk fyrir þessar myndir og heilræðin

Sendi kærar kveðjur í kærleikskot.

Vænt þætti mér um að heyra fljótlega frá þér.

Erna, 22.1.2009 kl. 21:03

7 identicon

Flottar myndir hjá þér Milla mín og yndisleg fjölskylda sem þú átt það er aldrei of metið.

Knús og góða nótt þú ert örugglega löngu sofnuð.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:11

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín rosalega flottar myndir og málverkin eru æðisleg .Rosalega langar mig til að læra að mála ,ætla að athuga málið hér í Kef

Knúsí knús Milla mín  

Óla og nagdýrið mitt

Ólöf Karlsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:19

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott fjölskyldan þín Milla mín.  Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:50

10 Smámynd: Auður Proppé

Gaman að sjá mynd af Millu yngiri og ömmustelpunum þín, allar svo fallegar, hlýtur að vera í genunum

Gott að vera komin aftur á bloggið eftir yndislegt frí og að hlaða batteríin.

Knús í nóttina, þú ert örugglega farin að sofa eins og góðu börnin. 

Auður Proppé, 23.1.2009 kl. 02:00

11 identicon

Ég skil fullkomlega "montið" í þér það er fallegt fólk í kring um þig. Enda fellur eplið sjaldan lagt frá Eikinni.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 07:05

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ elskurnar mínar þið eruð svo góðar við mig, ekki það að ég sé sko ekki falleg, en ég á þær ekki ein, svo fáið þið fleiri myndir seinna.

Það er satt að góð fjölskylda er aldrei of metin, enda þakka ég fyrir hana á hverjum degi.

Drífðu þig í að mála Óla mín

Erna mín við heyrumst fljótlega kannski strax eftir helgi.

Auður myndin þín er æðisleg. heyri í þér á eftir.

Ljós í daginn og hvar væri ég nú án ykkar.
Milla


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband