Vöknum og hugum að börnunum.
23.1.2009 | 07:47
Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir
Geðheilsa barna versnar í efnahagskreppuEfnahagslegar þrengingar eru áhættuþáttur fyrir geðheilsu barna, vegna þess að erfið efnahagsstaða foreldra og áhyggjur þeirra af henni getur haft bein áhrif á geðheilsu foreldra. Meiri líkur eru á því að þeir finni fyrir kvíða, depurð og reiði sem hefur áhrif á samskipti þeirra við börnin. Þessar tilfinningar geta t.d. birst sem fjandskapur í samskiptum og skapofsi, þannig að gæði uppeldisins minnka, sem svo aftur hefur bein áhrif á geðheilsu barnanna sem verður mælanlega verri og hegðunarvandamál þeirra fleiri," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Áhættan er meiri hjá foreldrum sem standa höllum fæti fyrir.
Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag
**********************
Kannski vaknar fólk upp nú er fjallað er um málið eina
ferðina enn. Það er eins og ég hef oft sagt, fólk vaknar
ekki fyrr heldur enn börnin eru komin í alvarlegan vanda.
Ég bý úti á landi þar sem ég heyri eigi mikið talað um þessa
kreppu frekar en aðrar, það hefur nefnilega verið allt á
niðurleið hér eins og annarsstaðar í atvinnumálum, en við
einhvernvegin erum ekki að velta okkur upp úr því sem við
getum ekki breytt, þar af leiðandi verða börnin ekki svo vör
við breytingarnar.
Það er til dæmis aldrei talað um kreppu á mínu heimili eða í
kringum mig, við tölum um pólitík og orsakir og afleyðingar,
Náttúrlega verður maður að útskýra fyrir þeim sem eldri eru
hvað er að gerast, en þau skilja það betur.
Litla ljósið mitt að verða 5 ára kom fram og sá mótmælin í
sjónvarpinu og spurði: ,,hvað er þetta?" Þetta er fólk að
leika sér sögðum við og hún inn aftur og ekki orð um það meir.
Margir bloggarar eru búnir að tjá sig um þessa hluti og þar
á meðal ég, en eigi er von að fólk hlusti á eitthvert væl í
bloggkerlingum út um allt land, en vita skal fólk að ég
allavega hef reynslu af bæði börnum og kreppu því ég er
komin á þann aldur.
Núna hlustar fólk kannski og vonandi er það fær þetta
beint í æð frá Ólafi Ó. Guðmundssyni yfirlækni.
Eigið góðan dag í dag.
Milla
Geðheilsa barna versnar í efnahagskreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið hefðir þú haft gaman af því í gærkveldi að vera með okkur í Brekkuskóla á Brosað með hjartanu fundinum.
Las þessa frétt og það gerir mig bara ákveðnari í minum skoðunum á því hvernig við komum með börnin okkar að þessari politík.
Hafðu það gott í dag ljúfan
Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 08:31
Takk fyrir gott blogg í dag
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:45
Góðan daginn Milla mín
Þetta er svo mikið rétt hjá þér og auðvitað hefur þetta áhrf á börnin. Í þessu tilfelli verðum við að vernda börnin og þeirra líðan. Ég passa að dóttir mín sé ekki að þvælast þarna ein eftir skóla (hún sækir skóla niðrí bæ) og hún er 14 ára og er auðvitað mjög forvitin að "fylgjast með" á staðnum.
Ljós í daginn þinn elskan mín
Auður Proppé, 23.1.2009 kl. 09:56
Takk fyrir þetta Milla mín. Eiigðu góðan dag
Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:18
Anna Guðný mín það hefði ég líka viljað, ég er meðlimur í þessum félagsskap, en verður bara er ég fæ gönguheilsu.
Við erum á sama máli með þetta ljúfan
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:37
Knús á þig kona og skemmtilegan bóndadag.
Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 10:41
Sigurður minn ef þú ert bara 16 þá hefði ég viljað hitta þig augliti til auglitis.
Það sem þú talar um eru undantekningar.
Nei Það má helst ekkert illt koma fyrir börnin, ég er að tala um ung börn, hin talar maður við eins og fullorðið fólk.
Hvað hefur komið fyrir þig vinur, mundi vilja vita það.
Tek það fram að ég er ekki í trúarflokki, en sendi þér
ljós og kærleik.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:45
Þakka þér Hallgerður mín
Knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:46
Daginn Auður mín, auðvitað fylgjast allir góðir foreldrar með sínum börnum.
Við svo getum fylgst með í varpinu, en ég skil vel þessa krakka sem fara til að horfa á, en þau eru svo fljót að fara í hringiðuna og þá er fjandinn laus.
Knús í daginn þinn ljúfan
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:50
Sömuleiðis Katla mín og vona að þú sért hress.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:51
Ía mín lagði mig aftur í morgunn og var rétt að vakna og óskaði bónda mínum ekki til hamingju með daginn, sendi hann bara niður í búð
en bæti honum það er hann kemur til baka.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.