Morgunstund gefur gull í mund.

Farið var frekar seint inn með litla ljósið í gærkveldi.
Ég vaknaði er Gísli kom inn og átti erfitt með að sofna
aftur, nú gerði það nú samt einhvern tímann.
Vaknaði við einhvern ljósbjarma, stóð þá ekki þessi engill
og sagði er ég leit á hana: ,,Amma ég er bara að gá hvað
klukkan er, sjáðu hún er tíu mínútur í 9, það var nokkuð rétt
henni vantaði 15 mínútur í."
Hún kom síða upp í og við kúrðum smá, Yndislegt, nú hún
þurfti að fara til að horfa á skrípó og er búin að sitja þar síðan,
reyndar fram í stofu því þær eru náttúrlega heilagar skvísurnar
inn í gestaherbergi, en vitið þið, það kemur sér vel fyrir Gísla sem
elskar að horfa á skrípó og bíða í ofnæmi eftir Walt Dysney
þættinum, þá heyrir maður, Yes! og svo gefa þau hvort öðru five.

Núna eru þau að fá sér morgunmat saman, afi fær sér hafragraut
og hún er ætíð nokkra stund að ákveða sig hún hefur svo gaman
að því að láta hann stjana við sig og hann gerir það óspart.

Nú heyri ég að hann er búin að láta rúlluborðið fyrir framan hana
svo hún geti borðað í stofunni.
Það er nú ekki í lagi með suma afa.

Jú annars lesið nú, á mínu bernskuheimili var allt svo settlegt
og fínt að maður mátti helst hvergi vera svo ég tali nú ekki
um er maður kom með barnabörnin er sá tími kom, Ó GUÐ!

Þá ákvað ég að það yrði ekki svoleiðis á mínu heimili hér er
allt mjög skemmtilegt og ef þau brjóta eitthvað þá bara gera
þau það og það er ekkert mál, í mínum huga, þetta eru dauðir
hlutir og ef þeir brotna þá á ég ekki að eiga þá lengur.
Í ruslið með það.
Nú er ég hætt þessari morgunræpu.
Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Awww yndislegur morgun með Afa og ömmu prinsessu svo ljúft að hafa þessi litlu kríli til að kúra aðeins hjá  En já hehe Afi Góður og bíður spenntur eftir barnaefni bara krúttlegt sammála með þetta að það fær bara að fara í ruslið sem brotnar eða verður fyrir skaða bæði stórar og litlar hendur geta valdið því Njótið þessa fallega sunnudags Milla mín knús inn í daginn

Brynja skordal, 25.1.2009 kl. 11:02

2 identicon

Já þau eru frábær þessi kríli! Ekki er það nú plottið eða falsið? Allt uppi á borðinu.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:22

3 Smámynd: Auður Proppé

Ömmustelpurnar hafa það greinilega rosalega gott hjá ömmu og afa.

Ljós í daginn þinn

Auður Proppé, 25.1.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Anna Guðný

Góðan dag frú Milla. Gott að heyra að dagurinn byrjar vel.

Mikið er það gaman og gott fyrir afa af fá svona stelpu í heimsókn. Verð svona nett abbó. Vildi óska þess að að börnin mín ættu aðgang að afa eða ömmu. En svona er lífið, það er ekki á allt kosið.

Hafðu það gott í dag ljúfan

Anna Guðný , 25.1.2009 kl. 12:23

5 identicon

Góðan dag.

Build a Bear er keðja af búðum út um allan heim og einnig nafnið á afurð þeirra.

Þú velur bangsa á staðnum, þ.e.a.s. útvolsið svo er farið að geisi stórri tromlu sem snýst með innvoslinu. Börnin aðstoða við þetta og setja inní hann það sem þau óska. Alger skilda er að ýta eins oft á fjóra takka á meðan á athöfninni stendur sem tákna ást, vinskap, gæfu og ein-h annað sem ég man ekki. inní þá er einnig hægt að setja talkubb alltaf er sett hjarta.

Þegar þessi athöfn er búin sem tekur sirka 5-8 mín þá er farið í sérstaka tölvu þar sem fæðingarvottorð er fyllt út. Já já þetta er alvöru.

Síðan er náttúrulega hægt að tæma budduna í kaup á fylgihlutum s.s. klæðnaði, eins og þeir sjálfir séu ekki nógu dýrir.

Þá vitið þið allt um það.

kv Milla Jr.

Milla Jr (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:23

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 góðan daginn, hér er dagurinn tekinn seint. Þvílíka blíðan úti.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 15:44

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er svo sammála þér Brynja mín, maður er alin upp við að passa, passa og passa og eiginlega til hvers?
Bara til að skapa stress hjá fólki á öllum aldri.

Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 16:44

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Hallgerður mín krílin eru yndisleg allt upp í þessar sem eru að verða 18 ára.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 16:45

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Auður mín hér er sko stjanað við þessar fjórar prinsessur sem gistu hjá ömmu og afa í nótt.

Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 16:51

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín það er leitt fyrir þau að hafa ekki aðgang að afa og ömmu, en svoleiðis er það með mín fimm sem búa fyrir sunnan, ekki geta þau skroppið til ömmu er þau vilja.
Ljós til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 16:54

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jæja mér sýnist hún Milla mín vera búin að útskýra þetta með Build a Bear, svo ekki þarf ég að útskýra það betur.
Takk Milla mín og takk fyrir að biðja mig að passa þessa gullmola þína
Ljós til ykkar
Mamma, amma, tengdó.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 16:56

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís það er munur að búa fyrir sunnan, það hlýnar fyrr, annars er 5 stiga hiti hér.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 16:58

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Vallý mín já það er nú yfirleitt fjör hjá okkur.
heyrumst eftir helgi.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 17:00

14 Smámynd: Helga skjol

Æji bara krúttfærsla úr ömmu og afa húsi, þau eru svo yndislega þessi börn.

Knús á línuna

Helga skjol, 25.1.2009 kl. 17:39

15 Smámynd: egvania

 Milla mínar minningar frá uppeldi minna barna eru góðar mikið föndur, búið til hús úr pullum úr sófanum, málað og teiknað nefndu það og það hefur  verið gert hér.

 Systir mín sem er svo ung bara 45 ára á margar góðar minningar um borðið góða og enn er það notað sem föndurborð.

egvania, 25.1.2009 kl. 18:45

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Helga mín.
Milla

Ásgerður mín vissi nú alveg að þú værir flott mamma og enn þá ertu að skapa gott andrúmsloft og ég þarf ekki að segja þér hvað það er yndislegt að fá þær í fangið og þær segja ég elska þig amma mín,
ég veit að ég er væmin, en það gerir ekkert til.
Ljós yfir til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 19:05

17 identicon

Alltaf jafn skemmtilegt að kíkja "inn" til þín Milla.  Takk fyrir hamingjuóskina til skottunar úr færslunni á undan.  Já, hér er sko búið að vera fullt líf og fjör um helgina og að sem mestu skiptir máli er að hún er glöð og ánægð.  Held að hamsturinn sé búinn að átta sig á nýjum heimkynnum eftir þennan dag. Maður biður ekki um meira. Tvíburarnir þínir 22/5, skemmtilegt en ég er 23/5. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband