Fyrir svefninn

Fór í þjálfun í morgun og var Jóhann hinn sænski
nokkuð ánægður með mig, mér fannst ég ekki hafa náð
miklum árangri, en viti menn hann taldi það bara gott
sem komið var, á að halda áfram næstu viku í þessu
prógrammi svo elsku Gísli minn þarf að vera til taks ef ég
skildi nú detta er ég er að reisa mig uppTounge þetta er eigi
auðvelt skal ég segja ykkur.

Nú Gísli fór svo að ná í Dóru fram í Lauga, hún var í fríi í dag
og þá er verslað inn fyrir heimilið.
Neró fékk að fara með, eins er hann ók henni heim aftur, þá
hitti hann englana mína og fóru þær og leifðu honum að
hlaupa um, er þeir komu heim aftur steinlá hann úr þreytu.

Milla mín kom svo í kvöldmat með ljósin mín og Hafdísi bestu
vinkonu Viktoríu Ósk, síðan fóru þær í sund.

Það er nú eiginlega ekkert hægt að lýsa deginum í dag

maður er búin að vera hálf dofin, veit í raun ekkert hvað
gerist. Sjáum til á morgun.

                **************************

Án Titils

Á meðan birtan,
bláköld birtan,
sefur í lófa þínum
stígur einmana nótt
sín fyrstu spor.

            Ásdís Óladóttir

Ástin.

Ástin er lífið - hvað annað?
Unaðarvaki sálum tveim.
Hún ein fær hrifningu vakið,
svo hjörtun slá fagnandi, örar
hjá konu og manni í köldum heimi.

            Auðunn Bragi Sveinsson.

100_7690.jpg
Litla ljósið mitt vildi endilega lána Neró Build a Bear meðan hann svaf
Þessi heitir Hana Montana.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og góða nóttina elsku vinkona.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:12

2 identicon

Þetta er búin að vera dálítið skondinn dagur allt að snúast og breytast og maður veit ekkert hvað tekur við. En mikið finnst mér dapurt að þau skuli bæði vera svona veik ISG og GHH það fylgir því greinilega mikið álag að vera í fremstu víglínu í stjórnmálum.

Góða nótt Milla mín og sofðu rótt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 26.1.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: Auður Proppé

Já, ég er alveg búin á því að fylgjast með fréttunum í dag.  Ekki lítur það vel út, ætla upp í rúm núna og lesa góða bók.

Góða nótt og ljós til þín Milla mín

Auður Proppé, 26.1.2009 kl. 22:20

5 identicon

Gaman að kíkja inn í líf þitt og njóta þarna með þér skemmtilegra stunda.  Náttúrlega bara frábær amma og yndislegur afi.

Takk fyrir mig.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Linda mín og takk ævilega fyrir góðar kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 06:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dagurinn er búin að vera dofin hvað mig snertir, það er sorglegt þetta með þau, en það sem kemur mér eigi á óvart að Ingibjörg eða einhver fyrir hennar hönd skyldi vera búin að ræða við VG og jafnvel fleiri í byrjun október, svo sagði Baldur stjórnmálafræðingur, enda kemur það heim og saman við gang mála í gær.
Ljós til þín Jónína mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 06:30

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín ég horfði og varð eiginlega bara meir og meir undrandi og þó ekki, vonandi tekur betra við eftir kosningar í vor.
Ljós til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 06:33

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sendi þér jlós og kærleik Katla mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 06:34

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Unnur Sólrún mín það er gott að þú skulir njóta með okkur.
Veistu, við erum svo lánsöm að þykja þetta það skemmtilegasta sem við gerum. Fjölskyldan er allt.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband