Fyrir svefninn.

Í dag hef ég verið að grúska á milli þess sem við fórum
yfir allt pússuðum,  þvoðum og gerðum fínt hjá okkur,
við gerum það nefnilega stundum.
Afar skondið er að sjá mig þurrkandi af og reynandi að vera í réttum
stellingum fyrir bakræfilinn minn, en þetta gengur bara ef ég hvíli mig
á milli eins og þjálfarinn sagði, reyndar ekki minn stíll verð að taka því.

Í kvöld fáið þið nokkrar gamlar myndir.

image0003_782130.jpg
þetta fallega hús sem nú er horfið er gamla Landsbankahúsið á
Eskifirði, upp við húsið eru þær amma og trúlega Soffía systir
hennar og ég tel mömmu standa þarna fremst þessi dökkhærða.

image0004_782139.jpg
Þarna er afi með hattinn amma í stólnum og mamma þarna fremst
og Viggó Emil við hliðina á henni, hann fórst með Heklunni RE88
6/6 1941. Í vagninum er trúlega frændi minn Gunnar Wedhólm.

image0005_782155.jpg
Þessi mynd er alveg yndisleg, þarna er fólk að fara í smá ferð og
allir eru í sínu fínasta pússi eins og tíðkaðist á þessum tíma.

image0002lady.jpg
Þessi mynd er gullmoli. Hún sýnir tvær konur sem alla tíð
unnu að því góða í lífinu. þetta eru þær Lady Baden Powel
og Hrefna Tínes skátahöfðingjar báðar tvær, og var ég svo
lánsöm að fyrir framan þessar konur sór ég skátaheitið mitt
og ég var svo stressuð að ég gat varla farið með heitið.
þessi mynd er nú eldri en það  hún er frá mömmu og pabba
þessi mynd. Þau voru alltaf skátar.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, hvað þetta eru yndislegar myndir, takk elsku Milla mín og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 20:56

2 identicon

Myndirnar eru algjört æði Milla, takk fyrir að birta þetta.  Alltaf gaman að þessu gamla grúski.  Ég get líka gleymt mér í skoða myndir og lesa um okkar gömlu tíma og sögu. Er gamla Landsbankahúsið enn uppi á Eskifirði?  Þekki svo vel til þar þannig að ég er að velta yfir mér hvað það stendur eða stóð.  Þú verður að gæta þér svo hófs í líkamlegu brölti.  Og farðu vel með.  Góða nótt kæra.

p.s. Það er kannski ekki svo langt í að ég gæti bankað upp á hjá þér. Meira um það seinna (vona að ég sé velkomin......)

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Anna Guðný

Já flott myndir Milla mín.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 27.1.2009 kl. 21:21

4 identicon

..vel með ÞIG. Alltaf sami flýtirinn í stráknum

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Auður Proppé

Gaman að skoða svona gamlar myndir.  Góða nótt og sofðu rótt Milla mín.

Auður Proppé, 27.1.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Ásdís
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar byrja á að svara þér; að þú og þínir eruð mikið velkominn hér er ætíð tekið á móti fólki.
Láttu mig bara vita er nær dregur.

Landsbankahúsið á Eskifirði er horfið held að það hafi verið rifið, það stóð að ég held aðeins ofar og til hliðar við nýa bankann.
Nei ég þekki ekki vel til þarna, en fórum með mömmu fyrir 9 árum síðan
henni langaði til að sjá þann bæ sem hún ólst upp í til 10 ára aldurs.
Afi var útibússtjóri bankans og þá þjónaði bankinn alla leið til hafnar í Hornafirði.
Veit að ég þarf að gæta mér hófs, en maður verður einnig að gera eitthvað.
Fer vel með mig
ljós í Mosó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 22:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Anna Guðný mín.
Milla

Auður mín ég er orðin svo gömul að ég hef tíma í þetta.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 22:43

9 identicon

Ég fór nú og sló þér inn í Íslendingabók hjá manninum mínum þegar ég sá að þú átt rætur að rekja til Eskifjarðar en það kom ekkert upp af viti, bara áttunda liðar tenging í gegnum mömmu hans.  Þarf sennilega að fá að setja nafnið á mömmu þinni inn. Gaman að þessum myndum sérstaklega ferðalags myndinni.

Ljós til þín inn í nóttina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:45

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég elska svona gamlar myndir og þessar eru sérstaklega flottar.  Takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 03:18

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Jónína mín, Nei ég á held ég engar rætur til Eskifjarðar, en hver veit. Afi var bara sendur úr aðalbankanum í Reykjavík austur til að gegna þessu starfi.
Mamma, Halldóra Þorgilsdóttir er af Arnadalsætt og Vigurætt og síðan ólst nefndur afi minn Þorgils Ingvarsson upp á Miðengi í Garðahverfi
síðan flutti langafi til Hafnarfjarðar og mun ég setja inn myndir síðar frá þeim tíma er ég var skott í heimsókn hjá honum.

Pabbi minn elskulegur er af Kolsvíkurætt (í föður) afi var fæddur og uppalin að Hvallátrum, síðar gerðist afi hreppsstjóri og fluttist að Breiðuvík, þetta er í Rauðasandshreppi- V.Barðastrandasýslu.
Föðuramma mín aftur á móti er fædd að Kröggólfsstöðum Ölfushr., Árn. Og leitaðu nú; því öll erum við skyld.

Er þinn maður að Austan?

Ljós í daginn þinn Jónína mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 08:28

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég einnig Sigrún mín, ég er að treyna að senda þær til ljósmyndasafns Reykjavíkur og til Eskifjarðar.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 08:29

13 identicon

Já Milla mín ég er búin að slá okkur inn í Íslendingabók en það virðist samt sem við séum einungis tengdar í áttunda lið. Pabbi mannsins míns er frá Eskifirði en mamma hans af Snæfellsnesi. Mín móðurfjölskylda er samt tengd í Ísafjarðardjúpið eða að minnst kosti afi mig minnir að það sé mynd af honum í bókinni um Vigurættina en ég held að hann tengist frekar inn í hana heldur en að hann sé beint komin af þeirri ætt.

Knús og ljós til þín inn í daginn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:15

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gaman að þessu Jónína mín og að þið auður skuluð ver skyldar, það er flott, en annars erum við allar systur, það er nú enginn vafi á því.
Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.