Kunnum við ekki að berjast lengur?

Verð bara að segja: Á ekki til orð yfir allt sem er að gerast,
það er verið að fara illa með gamla fólkið, loka deildum fyrir
geðfatlaða og einnig dagseildum þar sem fólk gat komið og
föndrað, spjallað og gert bara það sem það vildi og hvað á
svo þetta fólk að gera?
Ekki það að oft hefur maður spurt að þessu og það aftur um
tuga ára.

Ætla þessir menn svo virkilega að selja okkur endanlega með
því að ganga í ESB?
Það á víst að kjósa um það í vor, en ég  fer fram á að jákvæðar
og neikvæðar hliðar á þeirri inngöngu verði kynntar fyrir fólki
og það ekki með neinum skrautfjöðrum á.

Ég sé fyrir mér það sem þessir menn ætla sér: ,,Það er búið að
setja þjóðina á hausinn, allt er hrunið, orðspor okkar er afar
slæmt, svo það verður að ganga í ESB.

Til hvers, kunnum við ekki að berjast, taka á málum eins og maður
mundi gera ef um  heimili eða fyrirtæki væri að ræða sem maður
ætti. Nei við kunnum þetta ekki því við viljum ekki fara út fyrir
þægindarammann.
Fjandinn hafi aumingjaskapinn.

                 *********************************

Annars er ég bara góð, Milla, Dóra og tvíburarnir fóru á eyrina
aðallega til að fara með Neró á Dýraspítalann hann var svæfður
og eyrað tekið í gegn síðan rakaður og það þurfti svo sannarlega
var orðin virkilega loðinn.
Nú auðvitað versla þær í leiðinni ef ég þekki þær rétt þessa elskur
mínar.
Tvíburarnir verða skildar eftir í bókabúðinni á meðan hinar fara að
versla í matinn.

Ljósálfurinn minn er hér með vinkonu sinni og eru þær að æfa fyrir
leikrit í skólanum.
Afi er að ná í litla ljósið á leikskólann og þá verður nú kátt í höllinni.
Svo þið sjáið að ég er bara í góðum málum þrátt fyrir nöldrið í mér
hér að ofan.

Ljós í daginn ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Mér finst skömm að fara illa með gamla fólkið það er á hreinu........... enn ég held að við séum alltaf að berjast í bökkum við einhver málefni.                        Þetta kerfi okkar hér er svo rotið,,,,,,,,,,,,,,,,, því verður að breyta og að kynna vel fyrir okkur aðild að ESB

Knús á þig Milla mín

Erna Friðriksdóttir, 30.1.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Auður Proppé

Ég vona að ESB verði kynnt vel fyrir okkur og þá getur þjóðin kosið.  Við verðum að sætta okkur við að íslenska krónan er ekki að ganga lengur og því verður að velja vel hvaða gjaldmiðil við tökum upp og passa að við missum ekki sjálfstæði okkar.  Evran að því leiti er ekki slæmur kostur, hún er að verða Evrópu gjaldmiðill.

Mér finnst hræðilegt að sjá hvernig niðurskurðurinn virðist lenda verst á þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu, sorglegt

Knús á þig Milla mín

Auður Proppé, 30.1.2009 kl. 17:03

3 identicon

Auður sparar mér að segja mína skoðun á gjaldmiðli og ESB. Takk fyrir það. Og þó, Ömmi frændi gæti reddað þessu þegar hann fer yfir niðurskurðahnífasettið í heilbrigðisráðuneytinu. Veit þó ekki.

En "nöldur" er gott, nauðsynlegt að fá útrásinu og láta flakka það sem þýtur á milli eyrnanna. Við höfum gaman að því Milla mín og vitum hvers konar manneskju þú hefur að geyma. Hafðu það fínt. Hér var bjútí veður í dag og fór með grísina upp á Úlfarsfellið (nærri því) og smellti nokkrum góðum. Kíkkaðu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum sammála.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 18:58

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús í hús ljúfust frá okkur.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband