Fáum við þá hraðbraut þvers og kruss?

Grænt ljós á hraðbraut

Ísland fengi hraðferð í gegnum umsóknarferlið að aðild að Evrópusambandinu ef það legði inn umsókn, sem yrði vel tekið í Brussel. Aðildarviðræður sem standa venjulega í mörg ár myndu ganga svo hratt fyrir sig að Ísland gæti orðið 29. aðildarríki sambandsins á mettíma. Mögulega strax á árinu 2011. Þetta er fullyrt í breskum fjölmiðlum í gær. Þeir vitna m.a. í ónafngreinda háttsetta embættismenn hjá ESB.

,,Ef það legði inn umsókn sem yrði vel tekið í Brussel" Ja hérna,
henni verður alveg örugglega vel tekið. Eitthvað er það sem
þeir sækjast eftir hjá okkur, það segir sig nú sjálft ef við
fáum inngöngu strax á árinu 2011.
Jæja mensan er ekki eitthvað sérkennilega skrýtið við þetta?

"Nota nú bara orðin hans Geirs er hann talaði um sérkennilega
skrýtið  hatur á einum manni frá samfylkingarfólki.
Fannst þetta sérkennilega skrýtinn orð.
Enda er náttúrlega viðleitni Geirs til að vernda Davið orðin
sérkennilega skrýtin."

Vefútgáfa Guardian hefur eftir Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál hjá framkvæmdastjórn ESB, að ef Ísland legði fljótlega inn umsókn og samningaviðræður gengju hratt fyrir sig gætu Ísland og Króatía gengið í sambandið á sama tíma. Gert hefur verið ráð fyrir að Króatía, sem hefur átt í aðildarviðræðum í fimm ár, fái inngöngu 2011.

Fleiri fjölmiðlar fjalla um mögulega aðild Íslands í gær. Vefútgáfur BBC og fleiri miðla staðhæfa að Ísland geti orðið aðildarríki sambandsins á árinu 2011.

Sjáið Króatía er búið að berjast fyrir inngöngu í fimm ár, en við
eigum að fá að ganga inn með þeim ef við viljum það.
Það sjá allir að þarna er nú einhver maðkur í mysunni.

Krisztina Nagy, talsmaður stækkunarskrifstofu ESB, vill ekki tjá sig um þá staðhæfingu fjölmiðla að Ísland gæti fengið aðild 2011 en segir í svari til Morgunblaðsins í gær að Ísland hafi þegar tekið upp stóran hluta af regluverki sambandsins í gegnum EES. Ef Íslendingar ákvæðu að sækja um myndu samningaviðræðurnar „þróast hratt". „Framkvæmdastjórnin er hugarfarslega tilbúin að taka á móti umsókn um aðild að ESB frá Íslandi," segir hún.

Times segir að möguleg aðild Íslands sé nú rædd á æðstu stigum ESB. Ekki sé við því að búast að væntanleg ríkisstjórn á Íslandi leggi fram umsókn en búist sé við að þingkosningar verði í maí og Evrópumálin verði eitt stærsta kosningamálið.

Já það verður kosið í vor um þetta mál og rétt ætla ég að
vona að við ákveðum ekki að selja okkur alfarið.
Göngum aldrei í ESB þá erum við búin að vera.


Haft er eftir Rehn í frétt Guardian að „strategísk" og efnahagsleg staða Íslands geri landið eftirsóknarvert í augum ESB. Spurð nánar út í þessi ummæli segir Krisztina Nagy að lega landsins, sérstaklega nálægð þess við norðurskautið, sé mjög þýðingarmikil, því mikilvægi þess muni væntanlega aukast í framtíðinni

Það er akkúrat málið landið mun eflast og verða verðmætara
heldur en það er í dag.
Það sjá þeir í ESB þó við bjánarnir sem eru ennþá í torfkofunum
ætlum bara endalaust að segja já og amen, gerið bara eins og þið
viljið og það sem hentar ykkar buddu í dag.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

bara að heilsa upp á þig Milla mín hef ekki myndað mér skoðun á ESB ennþá

Huld S. Ringsted, 31.1.2009 kl. 10:10

2 identicon

Og skoskir sjómenn eru að biðla til okkar að ganga inn svo hægt sé að lappa upp á úrelda sjávarútvegsstefnu sambandsins. En fyrst við erum svona vinsæl hjá ESB þá ætti að vera tækifæri að ná fram góðum samningum um auðlindirnar okkar og sjálfstæðið.  Og tek fram að ég hef ekki sjálfur myndað mér lokaskoðun. Ég á við það vandamál að stríða að þurfa að skoða allar hliðar málsins. Takk fyrir þetta Milla mín og eigðu bjútí dag. Hér er sama vetrarblíðann...og bíður upp á útiveru.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrið þið mig bæði tvö mínir kæru vinir. Illa færi nú fyrir sjómönnunum ef við göngum í ESB svo eitthvað sé nefnt.Einar minn við munum ekki ná neinum sérsamningum frekar en aðrir.
Hér er bara hundleiðinlegt veður Gísli búin að vera í tvo tím í það minnsta að moka og svo er hann að reyna að komast upp úr innkeyrslunni sem hallar, sko hann er að vestan svo hann gefst ekki upp

Huld ég dauðöfundaði dætur mínar af að hitta ykkur stelpurnar í gær
En ég kem á næsta hitting.

Knús til ykkar beggja.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Tiger

Ég hef ekkert spáð í ESB svo ég get ekki sagt til um það hvort ég myndi styðja inngöngu eða ekki. Reyndar samt myndi ég hafa áhyggjur af sjávarfangi okkar svo eitthvað sé nefnt - því eins og þú nefnir þá myndum við sennilega ekki fá neina sérstaka meðferð hvað sjóinn snertir. En, ef það verður farið í kosningar um ESB - þá mun ég skoða allar hliðar ofaní kjöl áður en ég færi á kjörstað - ekki bara fara eftir því sem fjölmiðlar mata okkur á og segja að heillavænlegast sé.

Fara eftir eigin sannfæringu er mitt mottó ..

 Kisskiss Millan mín og hafðu yndislega helgina.

Tiger, 31.1.2009 kl. 14:54

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært var að sjá færsluna þína og kommenta á hana á sama tíma og þú ert hjá mér míó míó.
Rétt hjá þér að best er að skoða málið niður í kjölinn og taka svo afstöðu.
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband