Það verður að gefa tækifæri.

Er það ekki annars? Ég er bara ánægð með hana Jóhönnu
sem Forsætisráðherra þó ég sé ekki hrifin að þessari stjórn
er ég staðráðin í því að gefa þeim tækifæri, sko ég meina
tækifæri. Ráðherraskipan, hvað getur maður svo sem sagt,
það verður að koma í ljós hversu fólk er megnugt.
Óska Katrínu til hamingju með afmælið og menntamálin,
treysti henni bara vel fyrir þeim, af hverju, jú ég tel að hún
muni leita sér aðstoðar um það sem hún ekki veit, hún
ganar ekki að hlutunum.

Nenni ekki að telja upp meira núna, læt bara heyra í mér eftir
hendinni.

Svo er bara að treyst, vona og vera bjartsýnn því ef við erum
neikvæð þá gerist ekkert gott.

Gangi okkur öllum vel.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega það sem ég var að skrifa áðan Milla. Horfðu bara í augun á henni. Eye of the tiger. Ég trúði henni.  Verkefnalistinn flottur en veit ekki hvernig þau ætla að gera þetta. En hún er besti kosturinn til að stýra því í dag. Hún er FLOKKUR.  Já, nú gef ég séns. í 82 daga.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jahá, séns segirðu, fyrir mér er þetta tímabundin lausn, tími til að finna raunverulegar lausnir. Ég stend enn á því að flokkakerfið verði að víkja....

Haraldur Davíðsson, 1.2.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir, Jóhanna og Katrín gefa mér von.  Er annars sammála Haraldi hér að ofan.....flokkakerfið burt.

Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:40

4 identicon

Það er það sem ég er að segja, hún lætur ekki flokkaruglið stjórna sér. Trúi ég. Og amen eftir efninu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:51

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum líka jafn gamlar Einar minn.

Halli ekki svona bjartsýnn sko alltaf nema núna, flokkakerfið víkur aldrei,
Svo bara treystum því besta

Já þær gefa von og segi við þig eins og Halla flokka kerfið fer ekki.
Eini sjénsin er að það komi stór grasrótarflokkur sem við gætum hópast um að kjósa en það þarf að gerast skjótt og vel Sigrún mín

Einar við skulum trúa því. Amen

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.