Bara auðvelt!

Bíræfnir og svífast einskis, hlýtur að vera auðvelt að taka
Hraðbanka.
Þetta er nú ekki í fyrsta sinn.
En væri ekki snjallt að tengja þá við Seqúritas?

mbl.is Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við erum nú heldur á eftir i þessum hraðbanka bransa hér á klakanum. Fyrir nokkrum árum skeði það í London að ákafir og uppáfinningasamir krimmar stálu forláta JCB tractorsgröfu og óku vinnuklæddir milli hraðbanka og rifu þá lausa með gröfunni og fjarlægðu kassana. Aðspurðir sögðu þeir vegfarendum að þeir ættu að rífa þennan búnað vegna breytinga, sem fólk trúði illa, því komst löggan í spilið, og úti var ævintýri!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott hjá vegfarendum, en í alvöru þá ættu þessir hraðbankar að vera tengdir öryggisbúnaði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 11:49

3 identicon

Ég er nú ekki alveg að skilja það hvernig hægt er að stela hraðbanka, en það er ekki að marka þó ég hafi ekki hugmyndaflug í það.

Ljós í bæinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:01

4 identicon

Það er allt hægt ef vilji er fyrir hendi! Menn hafa verið í friði, að stela öllum fjármunum íslensku bankanna en skilið húsnæðið eftir, af því þeir gátu ekki flutt það með hraði til Jómfrúreyja via Luxemburg! Hraðbanki sem er svo illa frágenginn að og illa vaktaður að vegfarendur geta nánast í rólegheitum gripið hann með sér er auðveld bráð fyrir áhugasama ræningja. Þetta er jú ca 500 kg stykki. fyrst hægt er auðveldlega að losa hann frá húsinu, er ekki neitt mál fyrir hrausta stráka með sendibíl með lyftu að kippa honum með sér!! En þeim urðu á smá mistök við verkið, og það gerði eftirleikinn auðveldan fyrir athugula lögreglu! Hvort þau verða ekki laus síðdegis, ef þau verða nógu snögg að játa er annað mál!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband