Fyrir svefninn.

Mundi allt í einu eftir ferðasögu nokkri er ég las komment
hjá vinkonu minni hér áðan.
Það þurfti samt ekki að hjálpa mérTounge sagan er á þessa leið.

Mamma mín var afar veik og var mér tjáð að líklega mundi hún
eigi lifa helgina af. Þar sem ég átti heima á Ísafirði þá var um
tvennt að velja, fara á bílnum suður eða fljúga.
Gísli gat ekki komið með mér svo ég hringdi í Dóru mína sem
þá bjó á Ísafirði, hún var til í að koma með mér í bílnum.
Við lögðum af stað í bítið morguninn eftir í fallegu veðri,og
horfur góðar mig minnir að þetta hafi verið í apríl.
Snjórinn lék sér í sólinni í fjöllunum og stoppuðum við oft til að
teiga úr okkur og fá okkur að borða.

Nú ég lagði á Steingrímsfjarðarheiðina á fullu gasi, en svo var
eitthvað að fyrir framan mig og við ókum inn í snjódrífu sá
lítinn bíl stopp taldi hann vera í vandræðum og ætlaði að stoppa
fyrir framan hann, en nei nei hann var bara stopp vegna
sendiferðabíls sem var stopp á miðjum veginum aðeins ofar.
Ekki vorum við komin upp á hæsta punkt á heiðinni, en svona
næstum.
Ég stoppaði jeppann og lét hann ganga, þarna var komin svo
mikil hríð að maður sá ekki út úr augum hvað þá að maður gæti
snúið við til að bíða aðeins neðar.

Það er bankað í rúðuna hjá mér, maður spyr hvort ég eigi skóreim
eða mjótt band, það átti ég ekki var bara á mínum klossum,
spurði samt manninn hvað hann ætlaði að gera við skóreim?
jú hann ætlaði að reyna að opna bílinn með henni hann nefnilega
læsti sig út úr bílnum.

Ég konan missti hökuna í undrun fyrst að læsa sig út úr bílnum og
svo að halda að skóreim gæti losað upp læsinguna, fyrir utan það að
maðurinn átti aldrei að stoppa á miðjum veginum, átti að aka til hliðar.

Eftir langa mæðu kom vegagerðin ýtti sendibílnum út af veginum
svo við kæmust leiðar okkar.
Hefði kona lent í þessu þá vitum við alveg hvað hefði verið sagt.

Er til Hólmavíkur kom fengu allir sér að borða og smáhvíld eftir þetta.
Annar þurrkumótorinn hjá mér var farinn og það var ekki hægt að laga
það á Hólmavík, en sem betur fór var það farþega-megin.
Við hittum svo Millu mína á Brú hún ætlaði einnig að kveðja ömmu sína
svo alvarlegt var þetta talið.

Við komum inn á boggann um 9 leitið um kvöldið þá var ég margbúin
að hringja og fylgjast með.
Mamma var ósköp slöpp er við komum, en hresstist öll við og spjallaði
heilmikið við okkur.Daginn eftir er við komum var mín komin í föt og
fór með okkur fram á setustofu, læknirinn kom þangað sem við Dóra
þekktum frá Ísafirði og spurði þá mamma hvort hún gæti ekki bara farið
heim? nei það var nú ekki leyft fyrst þurfti ýmislegt að stilla af.
Það var nefnilega svoleiðis að hún einhvera-hluta vegna var að taka 34
pillur á dag, allt vegna athugunarleysis læknanna.
það var hægt að minka töflurnar um helming til að byrja með og mín
fór að borða og bað endalaust um roost beef samlokur.

þetta gerðist árið 2003 og mamma mín er ennþá lifandi.

Góða nótt kæru vinir
.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og vonandi hefur hún það mjög gott hún mamma þín kæra Milla. Skemmtileg ferðasaga hjá þér. Ofurtrúin á lyfin hjá sumum lækninum. Ótrúlegt hvað roast beef samloka getur nú breytt miklu. Hafðu það annars gott og farðu vel með og góða nótt. Kær kveðja frá okkur hér í Mosó. Gengið bara á með þessu fallega vetrarverði hér í dag, kalt, still og vetrarsól.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:42

2 identicon

Ja hérna þessi var góður að ætla að nota skóreim til þess að opna læsinguna. Já það eru oft skondnar uppákomurnar og það er það óvenjulega sem gerist sem gefur þessu tvöfalt gildi.

Knús inn í nóttina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:41

3 identicon

Kostuleg ferðasaga hjá þér, Milla mín

Góða nótt nafna mín

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var einnig fallegt hjá okkur, já veistu húm mamma elskar Rooste Beef samlokur, en hafði ekki haft neina list á mat svo lengi vegna meðalana.

Í dag lifir hún á bláberjum og rjóma, remí súkulaði kexi og kókósbollum.
Það er að segja er henni ekki líkar maturinn.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 08:02

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það segir þú satt Jónína mín. Ég man einnig eftir því hvað bíllinn var orðin klammaður að utan þó hann væri í gangi og svo vitum við nú báðar hvað veðrið er fljótt að breytast það gerðist þarna.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 08:06

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég man þær nú nokkrar sem hafa gerst í gegnum tíðina.
Ljós til þín nafna mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband