Háalvarlegt mál.

Að sjálfsögðu fara allir að leita er svona tilkynning berst.
Það er háalvarlegt mál ef einhverjir vanhugsandi bjánar
eru að leika sér, geta þetta hafa verið skemmti-blys?
Já að öllum líkindum, allavega vonum við að engin hafi
verið í vanda.

Það hefur ekki verið neinn kajakræðari á ferð, bara spyr,
en kannski eru engir kajakar í Hvammsfirði.

Svo er annað, þetta geta hafa verið geimskip, gervitungl,
njósnaskip þá önnur en geimskip og hvað annað sem
fyrirfinnst á himninum.

Ég var nú eitthvað að tala um stjörnur um daginn við
barnabörnin mín, þær eru að verða 19 ára, þá sögðu þær:
,, Amma ert þú að meina gervitungl?, nei ég er að meina
stjörnur, amma, við erum oft að skoða himininn og stjörnur
er nú oftast ekki hægt að skoða fyrir gervitunglum þau
gefa frá sér svo mikla birtu að þau skyggja á stjörnurnar."
Já þetta var ég ekki að skilja, en þá vissi ég eigi hvað
voru mörg gerfitungt á lofti og man það heldur ekki núna.

En ég hallast að því að þetta hafi verið geimskip.
Bara mín skoðun.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


mbl.is Leitað í Hvammsfirði í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Millan mín, ef þetta var skemmti blys þá er það heldur betur vanhugsað af þeim sem skutu því upp því auðvitað ber þeim sem sá það skylda til að tilkynna þetta ef um sjávarháska væri að ræða.  Við vonum það besta og að enginn sé í hætti þarna úti í öldunum.

Knús og ljós í daginn þinn

Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag, tek undir það að þetta er grafalvarlegt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.2.2009 kl. 09:07

3 identicon

þetta kom við kauninn í mér siglingarkonunni satt best að segja. Hef oft hugleitt hvað það tæki langan tíma ef?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: corvus corax

Mér finnst nú alvarlegast í þessu máli tillitsleysið við Landhelgisgæsluna. Það getur vel verið að yfirflugstjórinn hafi verið að halda partý og þá er það bölvuð mannvonska að eyðileggja boðið með því að ræsa alla fjölskylduna út í gabbferð. Og forstjórinn hefur örugglega líka verið í boðinu og aðrir yfirmenn. Þetta er jú fjölskyldufyrirtæki hafi menn ekki gert sér grein fyrir því.

corvus corax, 3.2.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hvað ef sá sem sá blisið hefði ekki látið vita???

Sigríður B Svavarsdóttir, 3.2.2009 kl. 10:42

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð eiginlega hálfreið þegar ég hugsa um það ef þetta hefur verið leikaraskapur að láta fullt af fólki eyða nóttinni í að leita að einhverjum sem svaf á sínu græna eyra.  Hvað er að fólki sem hagar sér svona?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 10:46

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Enda tek ég það fram Auður mín, og tala um vanhugsandi bjána.
Já við vonum það besta.
Knús í daginn elskan mín
Farðu vel með þig
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 10:56

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Jóhanna mín, vonum allt það besta í öllum svona málum,
er þeim sko aldeilis ekki ókunnug.
Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 10:58

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi Hallgerður mín auðvitað ferð þú að huga að þessu, er ekki einhver viðbragðstími gefin upp og svo fer allt eftir því hvar maður er staddur.
Björgunarsveitirnar sem eru yfirleitt á hverjum stað, þó ekki séu allar með báta eru svo fljótir að maður skilur ekki oft hvers þessir menn eru megnugir.
Ljós til þín ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 11:02

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Corvus Corax, ert þú að meina að landhelgisgæslan hafi ekki staðið sig í stykkinu alla tíð. Partý hvað?
Ætla að biðja þig um að tala af virðingu um þessa menn alla saman
allavega hér á minni síðu.
Takk fyrir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 11:05

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga það er aldrei spurning um það að maður, hver sem hann er láti ekki vita. það er skylda.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 11:07

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín það er nú málið að engin veit hver þetta mögulega gæti verið því ef um gabb er að ræða þá er náttúrlega enginn maður.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband