Fyrir svefninn.
3.2.2009 | 19:45
Það væri nú hægt að lesa margt fram til að tala um,
en hjó eftir því að það hnykkir í stoðum.
Framsókn ætlar ekki að styðja við það ef afturkallað
verður veiðileyfið á hvalinn blessaðan, þeir kannski sækja
sér einhver atkvæði út á það hver veit?
Kolbrún Umhverfisráðherra strax komin upp á kannt við
Össur, segist ráða því hvort komi Álver komi á bakka eða
ekki, en forsætisráðherra segir Össur lesa rétt í þessi
mál.
Ætla bara rétt að segja að það er komin tími til að standa
við eitthvað af því sem getur skapað okkur vinnu.
Var nú að hugsa um hvaða atvinnuuppbyggingu Kolbrún
hefur í huga til handa Norðurþing.
Hún segir það eigi verða orkufrekur iðnaður, ef hún byrjar
að tala um Ferðamanna-iðnað þá held ég að allir gargi.
Það er verið að vinna hann upp og hann skapar ekki vinnu
á vetratíma.
Landslagið í dag er nú þannig að mínu mati að nauðsynlegt
er að sinna bara því sem kemur öllum til góða,en ekki að vera
að rífast út af málunum.
Nú á að fara að setja næstum allt í gang í brúar og gatnagerðum
og þá í guðana bænum gerið jafnt fyrir alla landshluta.
Góða nótt kæru vinir.
Athugasemdir
Góða nótt, Milla mín.
Helga Magnúsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:32
Þú mátt nú alveg láta þig dreyma um álver á Bakka á meðan Kolbrún er í umhverfisráðuneytinu. Ég held að það verði aldrei nema draumur hjá þér Milla mín að minnst kosti fram að kosningum.
Góða nóttina og dreymi þig fallega drauma.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:58
Uss Jónína mín það er engin draumur hjá mér, en Jóhanna sagði í kvöld að Össur læsi rétt að þetta mál væri uppi á borði, en ég mundi frekar vilja fá Kísilþynnu V.
No 1. vill ég atvinnu jafnt yfir landið ekki að öllu verði dritað niður á einum stað.
Ljós til þín
Milla
Knús til þín Helga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 21:24
Æi Milla en hvað þú ert góða að týna út aðalatriðin og setja fram í fáum orðum. Annað en málæðið í mér. Össur og Kolbrún er tveir mínusar sem verða ekki að plús. Það var vitað. Og dómgreindarleysi að hafa þau í sömu stjórn. Mun ekki ganga. Kolbrún þolir ekki mótlæti og á eftir að gera allt vitlaust. Og eyðileggja fyrir stjórninni. Jóhanna setur hana á bekkinn eftir 20 daga. Hún veit ekkert um hvaða iðnað er að ræða fyrir ykkur. Það er þá langt í þau atvinnutækifæri. Álverið mun hafa forgang og mun EKKI spilla ferðaiðnaði á svæðinu. Ég vil sjá þennan bæ blómstra á ný. Látum ekki Kolbrúnu stoppa það. Æi fyrirgefðu, ætlaði mér ekki í ræðuna núna. Enda í framboði með þessu áframhaldi. Fyrir svarta flokkinn. Er eitthvað voða heitur núna. Hafðu það sem allra best og góð kveðja norður. Góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:49
Sigrún Jónsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:51
Annar dagurinn í stjórn liðinn og fleiri vandamál en lausnir Ég vissi þetta, þetta lið á eftir að klúðra þessu.
Annars er ég mest að spá í hvernig Steingrímur kemur öllum ráðherratitlunum sínum á eitt nafnspjald? Eða er hann kannski með margar tegundir og hvað ef hann ruglast og lætur einhvern embættismanninn fá vitlaust nafnspjald Þetta heldur hreinlega fyrir mér vöku
Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt
Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 21:58
Ég er þér hjartanlega sammála Milla ég mundi helst vilja Kísilþynnu. Það eru kannski bara draumórar, en ég ætla bara rétt að vona að brúar - og vegagerð verði sett í gang um land allt, og að hringvegurinn verði tvöfaldaður allan hringinn.
Hvað hvalveiðar snertir, þá hefur Einar Kr. fyrrverand skuldbundið Ríkissjóð til að leggja fram startkostnað upp á rúma 2 milljarða. Ég efast um að Steingrímur hafi efn á að standa við þann kostnað, með tóma fjárhirlsu ríkisins.
Nema að við viljum að 1.hluti IMF lánsins fari beint upp í startkostnaðinn við hvalveiðar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.2.2009 kl. 22:09
Er svo lúin, Góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:13
Einar minn það eru fleiri en Kolbrún sem ekki vita hvað brýnt það er að fá atvinnu hér á svæðið og það helst í gær, SJS sem er nú ættaður héðan af svæðinu telur okkur geta lifað af sjálfbærri vinnu eins og að týna fjallagrös.
Össur hefur valsað hér um eins og urriði sem ætlar að bíta á ,en hættir svo við.
Ég vill einnig sjá þetta svæði blómstra og atvinnan drjúpi af hverri grein eins og smér.
Við látum ekkert stoppa það.
Knús í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 07:20
Knús til þín Sigrún mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 07:21
Auður mín bjargaðir deginum, sé SJS í anda með allar tegundir að nafnspjöldum í vasanum, þreifandi að hinu rétta.
Er ekki hissa á þó þetta haldi fyrir þér vöku, þeir eru strax byrjaðir að klúðra þessu.
Ljós í daginn þinn elskan.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 07:25
Við erum sammála Lilja mín, en sjáðu SJS þarf náttúrlega aðeins að fara yfir málið með hvalveiðina eitt veit ég að ef hann breytir þessu eitthvað þá verður allt vitlaust.
En tek hér fram að ég er ekki með hvalveiðum, nema þá að afar litlu leiti,
vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að það þarf að vera jafnvægi í sjónum eins og annarstaðar.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 07:29
Knús til þín Silla mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.