Glannaskapur.

Ekki hefur ísinn verið þykkur finnst hann brast þarna megin
við tjörnina.
En hvaða fíflagangur er þetta eiginlega var ekki hægt að
kanna ísinn því það er ekki búið að vera það mikið frost
að hægt væri að treysta ísnum, hver átti að bera ábyrgð
á að allt væri í lagi?
Vonandi veikjast ekki hestarnir.


mbl.is Ís brotnaði undan hestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Mér fannst óhugnalegt að sjá myndina á mbl.is, aumingja hrossin   

Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Auður mín það er satt aumingja hrossin.

Vallý ég sendi þér allan kraftinn minn enda geispa ég bara endalaust.

Knús til ykkar beggja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 17:27

3 identicon

VÍS átti að bera ábyrgð geri ég ráð fyrir. Hann Fjölnir Þorgeirs poppar alls staðar upp. Var eins og íþróttaálfurinn í aksjón þarna í dag. En stóð sig vel, skilst mér. Gott að ekki urðu alvarleg slys þarna. Annars bara allt gott er það ekki Milla?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 18:09

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Segi það nú hefði ekki verið gott ef illa hefði farið.
Allt gott og rólegt hér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 18:55

5 identicon

Það er engan veginn víst að allt sé orðið gott. Næstu dagar munu skera úr um hvort eftirköst verða af þessu. Trúlega verða hestarnir hafðir í hámarksgæslu dýralækna og ekki síður þarf að fylgjast með heilsu fólksins sem fór út í vatnið.

Margir eru að dást að þrekvirki eða fordæma glannaskap. En þrekvirkið var neyðarúrræði þegar greinilega var engin slysaáætlun. Var einhver í hópi þeirra sem tóku ákvörðun um íssýninguna sem að:

1. kannaði eða lét kanna traustleika íssins?

2.Gerði ráðstafanir EF ísinn skyldi bregðast?

3. Var með EINHVERN búnað eða mannskap í göllum til að vaða?

Hvenær var syningin ákveðin? Væntanlega með eihverjum fyrirvara. Var einhver sem fylgdist með ísnum frá ákvörðunardegi fram að sýningardegi? Talaði við einhvern hjá borginni?

Var EITTHVAÐ gert til að undirbúa sig fyrir þennan möguleika?

-ég er alveg klár á því að það verður áframhaldandi fréttaflutningur af þessu máli því spurningum er ósvarað.

Svenni B. (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svenni við skulum nú vona að engin eftirfylgni sem og veikindi eða önnur leiðindi verði, en það mætti alveg banna umgang um ísinn nema eftirlitsmaður sé búin að kanna tjörnina.

Ég man bara sem stelpa er maður fór á skauta þarna kannski dag eftir dag þá var líka frostið búið að vera mikið í langan tíma, en á þessum stað minnir mig að ætíð hafi frosið vel og alla leið niður að Ráðhúsi sem var að sjálfsögðu ekki þá.
Kunnuglega vökin fyrir framan Iðnó hefur ætíð verið og vogaði maður sér aldrei þangað.
Jæja nú er ég heldur betur komin út fyrir efnið.
Takk fyrir þitt innlit.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband