Martröð fyrir svefninn.
5.2.2009 | 20:49
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Karlmaður á áttræðisaldri var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Brotin voru trúnaðarbrot, en þau beindust að stúlkum er honum var beint og óbeint treyst fyrir þegar þær voru litlar. Manninum var að auki gert að greiða fórnarlömbum sínum miskabætur, 900 þúsund og 500 þúsund krónur.
Einn viðbjóðurinn í viðbót við alla hina sem maður hefur
lesið um og þekkt geranda og þolenda og þeir eru margir
sem maður reyndar ekki fyrr en síðar heyrði af.
Suma gerendur frétti maður bara af er birtist í blöðum
dómur, þá fékk maður að vita hver hafði verið að verki.
Maðurinn braut gegn stjúpbarnabarni sínu, stúlku fæddri árið 1989, með því að kafa á brjóstum hennar og bringu innanklæða í eitt skipti á árunum 1999-2003 Einnig braut hann gegn stúlku fæddri 1982 þegar hún var ellefu ára, káfaði á henni og fór með fingur í kynfæri.
Hugsið þið ykkur maðurinn var á áttræðisaldri, sem sagt
gamall karl í augum þeirra, þar fyrir utan var önnur stúlkan
Stjúpbarnabarn, maður fyllist viðbjóði, hvað ætli hann sé
búin að misnota margar stúlkur í gegnum tíðina, því ekki er
hann að byrja á þessu núna.
Og svo fær mann fjandinn bara tveggja ára fangelsi.
Ekki spyr ég nú að Egóinu, sem sagt það átti að bjarga sér
út úr þeim biðbjóði sem hann framdi með því að fara fram
á geðrannsókn hann fékk hana og tilhlýðilega umsögn þar
að lútandi. Skyldi hann ekki hafa orðið undrandi er engin
vorkenndi honum?
Auðvitað er hann hættulegur ungum stúlkum, þarf að spyrja
að því?.
Þess vegna þarf að setja það í lög að nöfn og myndir af svona
glæpamönnum megi birta.
Sendi öllum baráttukveðjur sem berjast í þessum málum.
Góða nótt elskurnar mínar
Milla
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það segir mér enginn að kallinn hafi byrjað allt í einu á þessu á gamals aldri, hann er örugglega búinn að vera eins og minkur í hænsnabúi árum saman. Svona menn á að hýða opinberlega.
Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:06
Tek undir það Helga hugsaðu þér hvað það eru margar stúlkur sem jafnvel kveljast mikið sálarlega og þora ekki að segja frá.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 21:14
fuss....hann hefur stundað þetta lengi
Hólmdís Hjartardóttir, 5.2.2009 kl. 21:44
Hæ Milla - viltu aðra martröð??
15.000.000.-
5.2.2009 | 21:29
Já er það tilfellið - 250.000.- vá -
Hvað með hjón sem eru búin að skuldsetja sig um 15.000.000.- vegna 2 dætra sinna?
Ástæðan - ein aðalástæðan er þvermóðska eins læknis - sem mun vera sá eini á landinu sem kemst nálægt því að geta gert eitthvað fyrir þær - 2 aðrir - annar skólasytir hans styðja hann í ómennskunni..
hann þolir það ekki að í Boston eru læknar sem sérhæfa sig í Goldenhar syndrome sem geta raunverulega tekist á við sjúkdóminn - byggt nýtt eyra úr rifbeini - tekist á við blöðru í höfðinu sem lætur heilann klessast út til hliðar. Geta tekist á við þá ótal fylgikvilla sem þessar tvæ yndislegu systur þurfa að líða - jafnvel að gangast ódeyfðar undir aðgerð og það hvalafulla aðgerð.
Læknirinn ( og 2 aðrir læknar ) segja sig frá meðferð og allri aðstoð - og svo rækilega að Siglinganefnds Tryggingarstofnunar neitar aðstoð nema þessi aðallæknir skrifi uppá. Að sækja um hjá sumum styrktarsjóðum - ónei - hann er umsagnaraðili þar líka. Og segir nei.
Foreldrarnir - hvað með foreldrana? - Heimilið undirlagt alla daga ársins - móðirin orði sérfræðingur í sjúkdómnum og öllu sem að honum lítur og talar eins og útlærður læknir - að horfa á dætur sína þjást vega hroka 3 lækna - lækna með svo heiftarlega minnimáttarkennd að þeir vilja frekar að börnin gangi í gegnum víti á jörð en að greiða götu þeirra. Skella jafnvel á ef læknarnir í USA hringja til þess að biðja börnunum griða. Það er þung raun að upplifa þetta 365 daga á ári. Lyfjaeftirlitið - jú það á eftir að staðfesta niðurstöðu lyfjaeftirlitsins í USA sem er sennilega það strangasta í veröldinni. Lyfjaeftirlitið má að skaðlausu leggja niður og styðjast við niðurstöður Bandarískra og Sænskra rannsókna og leyfa.
Besta heilbrigðiskerfi í heimi ???????????
Ekki fyrir alla -
Það munu birtast myndir af þeim systrum á næstu dögum - og vonandi nöfn læknanna líka.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:01
Maður fyllist viðbjóði yfir svona vægum dómum. Það er ekkert annað en nauðgun að ráðast inn í líkama barns, alveg sama hvort það er með fingri, lim eða áhaldi. Og alvg sama hvort barnið reyndi að verja sig eða ekki, alveg sama hvort sjást á því líkamlegir áverkar eða ekki. Ég vildi sjá í íslenskum lögum sambærilegt ákvæði og er í Svíþjóð, þar sem öll kynmök við börn eru skilgreind sem nauðgun.
Svo er spurning hverjum það er til framdráttar að birta alltaf nákvæmlegar lýsingar á hvaða aðferðum menn beita við svona kynferðisafbrot. Hvað kemur það almenningi við hvort um legganga- eða endaþarmsmök er að ræða, hvort nauðgunin var framin með fingri eða öðru.
Sólveig Georgsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:01
Það vitum við Hólmdís mín, ég er bara afar reið að því að ég veit svo margt.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 22:13
Ólafur ég hef lesið margar martraðir kæri vinur, hvert og eitt tilfelli er tilfelli þess sem upplifir það og öll eru þau martröð.
Það er bara ótrúlegt að það skuli ekkert vera að gert í ykkar málum, ekki þekki ég til þessa sjúkdóms bara aðeins googlað á hann.
Við erum svo oft búin að upplifa það að heilbryggðiskefrið okkar er ekki fyrir alla, en vonandi verður það til að vekja einhvern upp af dvalanum er þið birtið myndir og nöfn og ég skora á ykkur að gera það.
Þessi hörmulegu mál þurfa að koma fram í dagsljósið.
Sendi ykkur öllum ljós og kærleik.
Milla
Ps Ólafur þekkjumst við eitthvað?
Þú getur sent mér mail ef þú villt
Það er millagisli@gmail.com
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 22:28
Sólveig mín auðvitað fyllist maður óhugnaði og það svo um munar.
Ég er sammála þér að lýsingarorðin í dómunum eru óþörf.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 22:30
En karl á áttræðis aldri,Maður fyllist viðbjóði .Og já senda myndir af þessum mönum,
upp á vegg svo hægt sé að varast þá
Kveðja og knús ,Óla og Vala útiverurnar
Ólöf Karlsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:42
Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:54
Sammála Milla mín, þetta er óhugnalegt og þetta er eitthvað sem hann hefur stundað í langan tíma. Þessir menn byrja snemma og hætta aldrei skv. upplýsingum frá Stígamótum.
Það er ekki svo langt síðan að börnin fengu ekki fræðslu eða þorðu að segja frá því svona var ekki talað um. Er það reyndar ennþá í dag en er vonandi að skána með öllum þeim stuðnings samtökum sem til eru í dag.
Góða nótt Millan mín og sofðu rótt
Auður Proppé, 5.2.2009 kl. 22:56
Þetta er bara ógeðslegt.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.2.2009 kl. 23:10
úff þetta er hræðinlegt
Erna Sif Gunnarsdóttir, 5.2.2009 kl. 23:41
Viðbjóðslegt og ekki fyrirgefanlegt. Ég treysti mér ekki í þá hugsun hvað ég myndi gera við viðkomandi sem gerði slíkt gagnvart minni dóttur. En þú ert æðisleg Milla og takk fyrir þetta og aftur fyrir pistilinn þinn í dag. Vekur fólk til umhugsunar. Bestu kveðjur úr Mosó og góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 00:03
Kæru vinir sem öll eru á sama mái þetta er viðbjóður og það verður að stoppa þetta með fræðslu og að segja frá tala við og styrkja börnin og unglingana í því að þetta má ekki og það er í lagi að garga og segja nei.
Og að skjóta þessi kvikindi er of gott, ætla ekki að lýsa því hvað ég mundi vilja gera við þá.
Ljós til ykkar allra
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2009 kl. 10:08
Ef þig langar að vita þá hefur þessi ógeðslegi barnaníðingur misnotað um 50 stúlkur á beinan eða óbeinan hátt á síðastliðnum 50 árum.
Þetta er ógeðslegur maður og á hann skilið að rotna í helvíti og er þessi dómur engan veginn nógur.
??? (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:07
Takk fyrir þitt innlit ??? og ég þykist vita að þetta sé eitthvað persónulegt svo ég segi bara
Ljós og kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 20:29
"barnagirnd sé almennt ekki álitin „vel meðhöndlanlegt ástand."
Þessi setning lýsir vel úrræðaleysi hér á landi í málefnum barnaníðinga, bara að sleppa þeim út eftir sinn dóm og reyna lítið sem ekkert að bæta þá og láta þá gangast undir ströng meðferðarúrræði allan tímann sem þeir sitja inni. Þeim er bara sleppt og eru jafn ruglaðir og þeir voru áður en þeir voru settir inn.
Nú er á vappi barnaníðingur sem Kompás fjallaði um á sínum tíma. Hann er sagður haldinn svo ríkri barnahneigð að lítið annað komist að í kollinum á honum. Samt er honum sleppt út. Hvernig væri að koma með lausnir á þessum málum? Hvernig væri að hafa þessa menn undir ströngu eftirliti? Hvernig væri að hafa stað fjarri mannabyggðum þar sem þeir fengju að dvelja um lengri tíma og væru í einhverri vinnu þar og sættu áfram meðferð?
Það gengur ekki að grufla eitthvað smá í kollinum á þessum mönnum og sleppa þeim svo eftir sinn dóm.
Ég er persónulega ekki mjög hlynnt myndbirtingum af fólki sem hlýtur dóma yfirhöfuð vegna aðstandenda þeirra. Ég er hlynnt afgerandi aðgerðum til að stöðva barnaníð. Þegar barnaníðingur fær dóm sem dæmi í 2 ár, á að endurskoða málið þegar dómnum lýkur og dæma hann aftur ef þörf þykir sem er oftast, og þá til vistar á hæli til óákveðins tíma og síðan endurskoða málið með hæfilegu millibili.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.2.2009 kl. 21:02
Þú ert flott að vanda Margrét og tek ég undir þessi rök þín.
Eitthvað verður að gera, ef ekki eru birtar myndir sem er að sjálfsögðu skoðanaskipt, þá verður að vera með svona úrræði sem þú nefnir, en höfum við tíma til að bíða eftir því að ráðamenn skilji að þetta er jafn slæmt hér og annarsstaðar í heiminum.
það er eins og fólk eigi trúi því að þetta sé bara nokkuð til á okkar litla landi.
Hvað þá að viðkomandi þolandi sé að segja satt.
Takk fyrir þitt innlit Margrét
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.