Fyrir svefninn.

Dagurinn byrjaði nú eigi í alvöru hjá mér fyrr en um
hádegi þó þá ég væri aðeins búin að koma við tölvuna
og fá mér morgunmat, átti ég eftir sjæninguna og kaffibollann.
Settist síðan hér inn í mitt uppáhald, sem sagt við tölvuna, með
myndirnar af þeim sem ég elska hér allt í kringum mig, föndur,
bækur og allt mögulegt mér innanhandar er dettur það í mig
að grúska.
Gísli minn skipti á rúmunum í dag lét svo róbótinn vinna sitt
verk, að sjálfsögðu þarf að lyfta stólum upp á borð og tilfæra
ýmislegt, en samt er þetta léttara en að ryksuga.
Nú ég reyndi eins og ég gat að þurrka af því mesta og pússa
ekki að það þyrfti svo mjög en það var ekkert svona gert fyrir
helgi, svo núna er allt orðið fínt og fágað.

Fengum okkur afganga frá í gær að borða, ekki dónalegt það.
Svo er bara að fara snemma að sofa eða sko þegar mér syfjar
svaf nú til 10.30 í morgun. Ég heyri reyndar að Gísli er farinn
að hrjóta inn í stofusófa, en það þarf nú ekki mikið til þess.

                 Kvæðið um hjörtun.

Það hjarta, er hann átti sér, hjartað hans unga,
það hamraði í sífellu og varð ekki rótt,
í rifið það hjóst, og með heljarfargsþunga
það hékk í hans barmi, er rökkvaði af nótt.

Þá kom hún með blómailm og bjarma yfir enni,
og bað hann af hjartanu að gefa sér rétt.
Hann sleit það úr brjóstinu án beygs handa henni,
og blóð hans varð rótt, og hann andaði létt.

Því, þau, sem af hjörtunum hlýðni fá alla,
með heraga viljans, sín brjóst gerast þröng.
En hin, þau, sem gefa þau, heyra þau kalla
úr heillandi fjarska með draumljúfan söng.

Með söng þeim, er gefur um sumar og vetur
þeim svalað með kiljum og yljað með blæ,
með vængbjörtum kliði, sem fyllir þau friði
og flýgur til landa úti í vorblámans sæ.

Sem flýgur til heima, en hinn aðeins dreymir,
til heima, sem tveir aðeins byggjast í senn.
Og frá hjörtunum gefnu undir helnætursvefninn
slær hamingjuljóma á þrár þeirra enn...

                                    Karl Aspelund

Góða nótt kæru vinir
Heart Sleeping Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Þið eruð svo mikil krútt, bæði tvö. Knúsaðu Gísla frá mér.

Anna Guðný , 8.2.2009 kl. 21:09

2 identicon

Eruð krúttípúttur. Hlakka mikið til að heimsækja ykkur, verður líklegast í kringum næstu mánaðarmót. Tengdó á svona robot, fengu hann í happdrættisvinning. Snilld að sjá gamla hrjóta á meðan róbotinn er í gangi. Takk fyrir góðan dag og ég vona að hann hafi verið okkur öllum til gagns og ánægju. Hjartað er það mikilvægasta og vináttan. Má krydda með smá umburðarlyndi gagnvart náunganum. Góða nótt kæra og kveðjur til ykkar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt og kær kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan geri það Anna Guðný mín knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ hlakka til að sjá þin líka, við fengum róbótinn í jólagjöf og er hann æði fyrir gísla sem sér alfarið um gólfin á þessu heimili ásamt mörgu öðru.Já vinur minn dagurinn er búin að vera góður vona ég fyrir alla.
við notum kærleikann á þetta. veistu að það er búið að bjóða þér upp í dans?
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 21:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ásdís mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 21:42

7 identicon

Já, en ég er bara frátekinn því miður. Er á biðlistanum. Er vinsæll og veit af því. Erfitt líf er þetta en asskoti skemmtilegt. Bið að heilsa Gísla og róbótinum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert líkur mér í því að finnast skemmtilegt að stiga dans og sér í lagi hæðin einn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 21:51

9 Smámynd: Auður Proppé

Dansi, dansi dúkkan mín og allt það   Mig langar í svona róbot og Gísla með til að lyfta húsgögnunum fyrir mig

Yndislegt rómantískt ljóð hjá þér í kvöld Milla mín, sé að mesta spennan frá föstudeginum hefur "lognast" út af og Gísli farinn að hrjóta. 

Góða nótt og sofðu rótt í all nótt elskuleg

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 22:37

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig og góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:50

11 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín ,mig langar í svona apparat á gólfin mín,má ég fá lán .Kveðjuknús ,fjörulallarnir

Ólöf Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 00:46

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður hann var svo þreyttur eftir allt tantrað í mér að í gær varhann bara búin á því.
Þú getur fengið þér róbót þeir eru á útsölu moknir niður í skid og ingenting.
Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 06:06

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús í daginn þinn Sigrún mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 06:07

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hún Lady Vallý er að farast úr afbrýðisemi, Vallý mín þú verður bara að fá þér einn svona róbót svo skal ég senda Gísla á milli staða til að kenna ykkur.
Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 06:09

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín fjandi ertu góð í tölvunni, takk fyrir að kenna mér þetta í gær.
Ljós á fjörulallana
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband