Martröð dagsins.
9.2.2009 | 07:44
Martröð dagsins er þessi frétt, er ekki annars verið að
grínast, sagði forsetin þetta virkilega?
Erfiður vetur á Íslandi
Guardian spáir erfiðum vetri á Íslandi í grein sem birt er á vef breska blaðsins í dag. Þar er fjallað um efnahagsástandið á Íslandi og þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað á stuttum tíma hvað það varðar. Vísar Guardian í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, frá árinu 2005 þar sem hann lýsir efnahagsundrinu Íslandi.Íslendingar taka áhættu. Þeir eru djarfir og ágengir. Kannski er það vegna þess að ef þeim mistekst þá geta þeir alltaf farið aftur til Íslands þar sem allir geta notið góðs lífs í opnu og öruggu kerfi," sagði Ólafur Ragnar í ræðu sem hann flutti í fjármálahverfi Lundúnaborgar árið 2005.
Ja hérna farið aftur til Íslands og notið góðs lífs í opnu og
öruggu kerfi,hvaða kerfi og undir hvaða verndarvæng,
forsetans? þetta er svo öfugsnúið að maður fær bara
anti-klimas bragð í munninn.
Það er eins og hann sé að lýsa himnaríki á jörð eða að
skrifa barnabók sem engin á aðtrúa
Segir Guardian að margt hafi breyst á Íslandi frá þessum tíma. Bankarnir hafi hrunið og krónan líka. Dótturfélag Baugs í Bretlandi, BG Holding sé í greiðslustöðvun og fjöldi breskra verslana blandist þar inn.
Haft er eftir Össuri SKarphéðinssyni, utanríkis- og iðnaðarráðherra, að margir hafi tekið undir orð Ólafs Ragnars á sínum tíma, bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk. Ég hefði eflaust tekið þátt í kórnum ef ég væri ekki einfaldur líffræðingur."
Ja hérna er nú Össur bara einfaldur líffræðingur, leitt að
hann skildi ekki geta tekið þátt í kórnum, en hann
er nú að bæta sér það upp, eða hvað?
Tekst honum það nokkuð er það ekki með hann eins og
barnabækurnar engin trúir þeim.
Össur bendir á að viðhorf barna hafi breyst á undanförnum árum og vísar til þess að dóttir hans, tólf ára, hafi viljað verða yfirmaður í banka en þegar hann hafi verið barn þá var draumurinn annar.
Össur segir í viðtalinu við Guardian að það sé enginn efi í hans huga um að Bretar hafi notað krafta sína til þess að hafa áhrif á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna Icesave reikinga LandsbankansÆ, Æ, Æ, um að gera að kenna bara öðrum um, það var löngu
búið að vara menn við, erlendir sérfræðingar vöruðu við,
og það fyrir mörgum mánuðum síðan.
Erfiður vetur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru þeir fyrst að spá þessu núna? Við erum búin að kynnast erfiðum vetri takk fyrir. Engum hægt að treysta í stjórnmálum og ég held að forsetinn viti ekki sitt rjúkandi ráð.
Eigðu góðan dag Milla mín
Auður Proppé, 9.2.2009 kl. 08:57
Forsetinn hefði aldrei átt að segja þetta árið 2005.
Góðan daginn elskan.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 09:38
Knús og kossar:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 12:57
Þeir eru víða vitleysingarnir.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.