Hefðu átt að koma strax.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að skoðað verði að ráða alþjóðlega ráðgjafa sem aðstoði ríkið í samningum við skilanefndir gömlu bankanna. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að erlendir kröfuhafar bankanna væru með mjög sterka aðila til að semja fyrir sig og ríkið þurfi að koma sterkt inn í þá mynd.

Hvað er þetta vissu þeir þetta ekki strax, jú og það
átti að ráða menn í þetta pronto, en Íslenska stoltið
vill stundum verða dýrkeypt.
verðum að læra að við getum ekki allt.

 

Á Ríkisstjórnarfundinum hefðu verið samþykkt þrjú mál sem tengjast áætlun um endurreisn fjármálakerfisins. Á fundinum var samþykkt starfsáætlun sérstakrar nefndar, sem í sitja fulltrúar nokkurra ráðuneyta ásamt Svíanum Mats Josepsson en sú nefnd starfar á grundvelli samkomulags sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Er nefndinni m.a. ætlað að koma með tillögur um hvernig byggja eigi upp eftirlit með fjármálastarfsemi sem stenst alþjóðlegar kröfur.


Gott mál og tími til kominn, vonandi vinna þeir hratt og
vel því mannaskipan breytist jú í kosningum í vor.

Eða er þetta ekki pólitískt skipað eins og allt annað?

Þá var samþykkt, að stofna eignaumsýslufélag í eigu ríkisins, sem yfirtaki eignir í bönkum, fyrirtæki þar sem starfsemi sé í raun komin í þrot. Jóhanna sagði, að um væri að ræða stærstu fyrirtækin, um 15-20 félög, sem verði  hugsanlega tekin inn í eignaumsýslufélagið í áföngum. Þetta komi ekki í veg fyrir að bankarnir verði með sín eigin eignaumsýslufélög, þá fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Með þessu móti væri hægt að minnka efnahagsreikning bankanna og gera þeim fyrr kleift að endurreisa meðalstór fyrirtæki og setja atvinnulífið í gang.

Vel þekktar aðferðir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að aðgerðir á borð við þessar, að taka stór mikilvæg illa stödd fyrirtæki, inn í eignaumsýslufélög, væru vel þekktar. Því væri ekki verið að finna upp hjólið heldur beita aðferðum, sem reynst hafi vel annarstaðar. 

Tvö frumvörp verða lögð fram á Alþingi á næstunni, annað um eignaumsýslufélög og hitt um fjármálafyrirtæki sem felur í sér að eignir félaga geta verið lengur í gjaldþrotameðferð til að koma í veg fyrir að ekki þurfi að selja þau of fljótt.

Fram kom hjá Jóhönnu að á föstudag muni væntanlega verða afgreidd frumvörp um breytingu á gjaldþrotalögum um lengri fresti og um greiðslujöfnun myntkörfulána.

Mjög gott mál og þá þarf að hjálpa öllum jafnt.
Enga pólitík þar eða vinargreiða.

Frumvarp um skyldusparnað afgreitt

Ríkisstjórnin samþykkti einnig á fundi sínum í dag frumvarp um skyldusparnað sem gerir ráð fyrir að fólk geti tekið út viðbótarlífeyrissparnað samkvæmt ákveðnum reglum á næstu árum.

Er það þá eitthvað annað en séreignasparnaðurinn sem
átti að vera til að hjálpa fólki út úr skuldum?
bara spyr.

Hvar er svo eitthvað sem kemur strax til að fólk eigi fyrir mat
í dag og næstu daga.

 


mbl.is Alþjóðlegir ráðgjafar aðstoði ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður bíður spenntur eftir því hvað þeir gera, ekki tími til að bíða mikið lengur fyrir marga. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Auður Proppé

Það er gott að það á að hjálpa heimilunum með breytingu á gjaldþrotalögunum, en hvað með þá sem eru ekki gjaldþrota og hafa alltaf farið varlega.  Þurfa þeir að verða gjaldþrota fyrst áður en þeir fá hjálp?  Ég hef grun um að það verði ekki jafnt látið yfir alla ganga.

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er engin tími fyrir þá sem ekkert eiga Ásdís og þeir eru margir sem ekki eiga fyrir mat.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín það er málið fólkið sem er ekki vanskilafólk eins og þeir kalla það í bönkunum fær ekki fyrir greiðslu nema með bílalánin ef fólk er með myntkörfu lán þá fær það frystingu á því.
Knús milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 13:45

5 identicon

knús á þig Milla

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis á þig Magga mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.