Martröð dagsins.

Eiginlega síðan í gær, en læt hana koma núna er nefnilega
eins og barnabörnin segja svolítið hægfara, dettur í hug
strætó er ég var að alast upp, þeir voru svo hægfara að
ég frekar skokkaði allt sem ég þurfti að fara, en að taka
strætó. Síðan kom hraðferð og tók ég hana stundum, en
drottinn minn dýri maður varð nú bara sjóveikur í þeim
vögnum.

Las í gær grein um heilbrigðismál og framvinduna í þeim
málum.
Heilbrigðisráðherra tók upp í sig stórum er hann tók við þeim
langþráða stól, þið vitið sem heitir ráðherrastóll.
Dró strax til baka komugjöld á sjúkrahús og lýsti í stórum
orðum bæði hinu og þessu sem hann ætlaði að gera öðruvísi
en fyrirrennari hans.

Það var nú að mínu mati óþarfi að vera með einhverjar
yfirlýsingar um fyrirrennara sinn, hann átti bara eins og
hann sagði sjálfur að ígrunda málin og leysa þau svo.
það fer of mikill tími í yfirlýsingar um hitt og þetta.
gott var samt að hann skyldi draga til baka komugjöld á
sjúkrahúsin, því annars hefði bara fjöldi mans dáið hefðu
ekki haft efni á að fara á sjúkrahús
.

Datt svo ekki af mér andlitið í gær er ég las Þetta:
,, Eigum ekki annarra kosta völ en að draga seglin saman,
fyrirhugaðar er 6,7 miljarða króna niðurskurður á árinu
telur hann nauðsynlegt að finna leiðir til sparnaðar svo sem
í lyfjakostnaði, skipulagsbreytingum og að reynt verði eftir
megni að hlífa starfsfólki sem hafi lágar tekjur á kostnað hinna."

Hann talar ekkert um alla þá sem nú þegar er búið að segja upp.
hverjum á svo að hlífa á kostnað hinna, sest þá kannski einhver
nefnd niður og skoðar, bíddu nú við hvað hefur þetta fólk í laun?
þau hafa nóg rekum hana. Nei ég bara spyr.


Hann er búin að leggja fram pólitísk markmið sem eiga að tryggja
heilbrigðisþjónustuna og aðgengi að henni.
þegar kemur að launakostnaði verði það gert með kjarajöfnun
að leiðarljósi.
Svo verður horft til aðstæðna hverju sinni."

Vill einhver útskýra fyrir mér, hvernig má það vera að heilbrygði
þurfi að vera pólitískt?
Það á að vera bara samvinna.
Þarna er um líf fólks að ræða.


Svo klingir hann út með að segja: ,, Það er sárt til þess að hugsa
að heilbrigðismál hafi ætíð verið látin sitja á hakanum og nú þurfi
að skera niður."

Vitið þið að það er svo týpistk fyrir pólitíkusa að kenna ætíð
fyrirrennurum sínum um hvernig komið er.
Þeir skilja ekki að þeir eru komnir í stjórn til að leysa málin
ekki til að vera með stórar yfirlýsingar og renna svo á rassgatið
með þær.
Ég hvet alla þá sem hafa fengið uppsagnabréf í þessum geira
að taka sig saman svo fólk vita hvað er í gangi.
Þessir stjórn er í sama feluleiknum og hinir voru.

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Flott færsla hjá þér :)

Það hefur oft verið sagt að um leið og fólk setjist í stólana á alþingi mótist rassarnir í sama far - fyrirrennurum kennt um allt ef ekki finnast lausnir á vandanum.  Reyndar er núverandi stjórn ólík öllum öðrum - VONANDI að eitthvað verði gert - við "lítilmagninn" getum víst ekkert annað gert en sitja og bíða.

Gúnna, 10.2.2009 kl. 08:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Gúnna, það má segja að, ef við hefðum kosið yfir okkur þessa stjórn þá hefðum við keypt köttinn í sekknum.
Þessi stjórn er að mínu mati ekki að vinna að hag þjóðarinnar hún er að pexa um mál sem mega bíða.

Svo þú misskiljir ekkert þá vildi ég hina stjórnina burt, þeir hafa gott af því að fá frí.
Hefði viljað utanþingsstjórn og hún hefði fengið að sitja í vinnufriði í 2 ár. með sérfræðingum á sínu sviði í hverri stöðu.
Takk fyrir þitt innlit.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 09:17

3 identicon

Þú ert alltaf svo bjartsýn Milla mín, dettur þér í hug að það leysi vandann að fá nýja rassa í stólana. Ögmundur er þó skárri en þessi "uppskrúfaði." Það getur bara vel verið að ég hripi honum Ögmundi nokkrar línur ég er hvort sem er að skrifa þessum stólamönnum/konum af og til.

Ég er alveg rasandi yfir því hvernig þessi pólitík er, fólk er svo blint af sínu fólki að er með ólíkindum. Pólitík og trúarbrögð eru greinilega alveg eins það er rifist um hvor tveggja meðan raddböndin endast eða þannig. Mér dettur alltaf í hug sandkassinn og börnin þegar þau eru ekki sátt það er þó fljótlegra að fá þau til þess að sættast heldur en pólitíkusa. Það er alveg sama hvað er gert eða sagt eða ekki gert og ekki sagt, það er allt ómögulegt, erum við ekki bara ómöguleg?

Læt þetta nægja mín kæra.

knús til þín og mikið ljós held bara heil sól.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:16

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Það er ekki einum bót þótt annar sé verri"!  Þeir ættu að hafa þetta í huga pólitíkusarnir, þegar þeir ryðjast fram með kosningaáróðurinn fyrir komandi kosningar.

Ég hef t.d. áhuga á að vita hvernig þeir ætla að standa að 25% niðurskurði yfir alla línuna, sem mér skilst að þurfi að fara fram en ég mun seint kjósa þá út á það sem þeir segja að hinir hafi gert rangt.

Sigrún Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn aftur Milla mín   Ég er komin í netsamband aftur og tók það nú ekki langan tíma.

Knús í daginn þinn mín kæra

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 10:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Jónína mín ég var sko ekki bjartsýn, en ákvað eð gefa tækifæri svo getur nú gengið aftur og fram af manni.

Ég þoli ekki að þeir séu að eyða tímanum í þras og rugl er það er nóg að gera. Ég er sko löngu hætt að vera blind, en heyrðu mín kæra ef þú skrifar þeim bréf bentu þeim þá á sandkassana út um alla borg sem
börnin ættu að vera að leika sér í en eru tómir vegna samdráttar.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 12:11

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún góð að vanda nei það mundi ég heldur ekki gera.
25% niðurskurðurinn mun sko örugglega ekki verða tekinn af þeim, svo mikið er víst.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 12:13

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guði sé lof Auður mín hefði ekki boðið í það ef þú hefðir ekki fengið tengingu í dag. Dóra hringdi hingað kl 11 í morgunn alveg miður sín því það var rafmagnslaust hjá henni og hún komst ekkert á netið áður en hún fór til vinnu.
Knús í krús

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband