Martröð dagsins.

 Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Er unga fólkinu lánað
bara viðstöðulaust? Já það er það sem ég held, skemmtileg
byrjun hjá unga fólkinu okkar eða hitt þó heldur.

//

Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá

Alls voru 664 einstaklingar á aldrinum 18 til 22 ára á vanskilaskrá nú í febrúarbyrjun, samkvæmt úttekt Creditinfo á Íslandi. Árangurslaust fjárnám hafði verið gert hjá 343 úr hópnum.

Vanskil hafa aukist um 27,4 prósent frá því í janúarbyrjun í fyrra. Fjölgun skráninga varð 36,7 í kjölfar bankahrunsins.

Ungir karlar á vanskilaskrá eru 65,8 prósent þeirra sem eru á skránni en ungar konur 34,2 prósent

Vantar ekki hér að unglingunum sé vel gert grein fyrir því
hvað það kostar að taka lán, hverjir vextirnir séu og hvað
þau þurfa að vinna lengi til að borga til baka.
Að þau fái þetta á blað heim með sér og hugsi sig um áður
en þau gana að því að taka bara lán fyrir einhverri vitleysu.

Trúlega verður þetta gert núna er bankarnir eru komnir í þrota
þrot, en áður en það gerðist voru þeim boðnir gull og grænir
skógar og allt var svo auðvelt.
Þetta veit því barnabörnin mín þurftu að kaupa sér nýjar tölvur
þær hrundu, þær gátu fengið 350.000 hver, en þær notuðu nú
bara gömlu skjáina og takkaborðið, en keyptu sér góðar tölvur.


Eigið góðan dag í dag.


mbl.is Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Dóttur minni, þegar hún var 18 ára, var boðið himinhátt lán í banka og hún í námi með enga vinnu!  Sem betur fer hafði hún vitið fyrir bönkunum og neitaði, þeir voru að lokka hana til að kaupa nýja fartölvu í skólann. 

Knús í daginn þinn Milla mín

Auður Proppé, 12.2.2009 kl. 08:32

2 Smámynd: egvania

Síðasta kveðjan búið er að loka blogginu mínu.

Kærar þakkir fyrir og ég mun sakna ykkar.

Viltu lára hin vita .

Kærleikur og ljós til ykkar allra.

egvania, 12.2.2009 kl. 09:55

3 identicon

Skelfileg byrjun byrjun hjá ungu fólki með lífið framundan. Því miður eru dæmi um að foreldrar hafi freistast til þess að nota kennitölur barnanna sinna. Það gerir (vonandi) enginn nema í allra ýtrustu neyð. Annars bankaði fröken flensa á þessu heimili. Beit í rassinn á mér líka. Ásamt skottunni og ljóninu. Er hún ekki annars kvenkyns? Vona að dagurinn verðí þér og þínum farsæll. Kveðja úr flensubælinu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:26

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það lá við á tímabili að lán væru neydd upp á unga fólkið og margir freistuðust, skelfilegt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já gott hjá henni sko þau eru ekki borgunarmenn fyrir of miklum lánum.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín við sjáumst síðar á öðrum vettvangi.
ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 11:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn vonandi batnar ykkur fljótt annars liggur fólk hér í hrönnum í langan tíma.
Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 11:27

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ásdís mín það er skelfilegt að byrja lífið á svarta listanum.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband