Missum fólk úr landi.

Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli.

Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli. Árni Sæberg

Íslendingar á leið til Kanada


Íslenskur bakari, Birgir Róbertsson, gæti orðið meðal þeirra fyrstu sem flytjast vestur um haf til Gimli í Manitoba í Kanada, vegna kreppunnar sem skall á landanum í haust. Hann vonast eftir „nýrri byrjun" í bænum, sem laðaði til sín fjölda Íslendinga í svipuðum sporum fyrir meira en öld

 

Já við eigum mikið af ættingjum í Gimli og Kanada öllu.
Það er auðvitað sárt að missa fólk úr landi, en hvað á
það að gera er enga atvinnu er að hafa?
Mér finnst líka bara allt í lagi að allir þeir sem hafa löngun
til breytinga skelli sér í það.

Aftur á móti er verra með þá sem ekki vilja flytja úr landi,
en neyðast til þess vegna þess að þeir hafa ekki vinnu.

Vona ég bara að allir þeir sem skella sér út í ævintýrin
hafi það gott og að þeim vegni vel.



mbl.is Íslendingar á leið til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér finnst það mjög alvarlegt ef búferlaflutningar verða í stórum stíl, því þá verður það bara erfiðara fyrir þá sem eftir sitja og nægilega erfitt er ástandið fyrir.

Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 12:12

2 identicon

Slæmt að missa þekkingu úr landinu en skiljanlegt. Þetta hefur gerst annars lagið í sögu þjóðarinnar. En menn þurfa gott föðurland fyrir veturinn á þessum slóðum í Kanada. Það gæti annars frosið undan..þú veist manni. En bjúti á sumrin á móti. Fór í nokkrar vinnuferðir til Montreal og Quebec á s.l. árum. Þekki kuldann. En þeir kunna að bjarga sér. Montreal er "moldvörpuborg" verslanir neðanjarðar. Út af kuldanum. Skemmtileg borg Montreal. Qubece er falleg. Evrópskt enda franska aðaltungumálið í þessu héraði. p.s. Af hverju skrifaði ég ekki bara færslu um þetta...afsakaðu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigrún mín en hvað á fólk að gera það hefur ekki vinnu.
Knús á þig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Segi það nú líkaen annars máttu bara skrifa eins og þú vilt hjá mér.
Mundi alveg vilja fara til Kanada að sumri til, en ætli það verði ekki í næsta lífi.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Tiger

Það er spurning hvort maður stökkvi bara ekki líka yfir til frænda vorra í Kanada...

Í það minnsta á ég mjög stóran frændfólkshóp þarna í Gimli frá Langafatímabili í minni ætt. Stór hópur þar ennþá sem er í fjölskyldunni.

Knús og kram Millan mín og hafðu ljúfa helgina!

Tiger, 12.2.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband