Fyrir svefninn.

Eins og ég hef sagt áður eru sumir dagar bara svona að
svífa áfram, vaknaði klukkan fimm í morgun með stífleikan
í toppi, teygði og togaði uppi í rúmi Æi! fór bara frammúr
um sex leitið, borðaði morgunmat tók meðulin settist síðan
aðeins við tölvuna en var svo slöpp að ég fór bara upp í rúm
aftur.
Vaknaði klukkan tíu með Neró mér við hlið þessi elska hann
yfirgefur ekki ömmu sína. Gísli minn var að fara til að ná í blöðin
og versla smá í leiðinni, ég drattaðist frammúr setti í könnuna,
fór síðan í sjæningu, er það var búið ristaði ég brauð og við
fengum okkur síðan hálfgerðan hádegismat er Gísli kom aftur.

Nú það er föstudagur svo aðeins þurfti að sjæna húsið, þó ekki
mikið. Búin að vera að sníða hjörtu í dag, sauma þau svo saman
og fylli með tróði og skreyti að eigin smekk.
Gott að nota bútasaumsefnin í þetta.

Nú ég þarf ekki að taka það fram, að aðeins kom ég við tölvuna í dag,
þó í minna lagi væri vegna annarra anna.
vorum svo í mat hjá Millu minni. Mexikanskt var það heillin.

Vegna þess að við erum að bera út ljós og kærleik þessa daganna
þá fáið þið yndisfagrar ljóðlínur sem heita.



Rómantík.

Skal ég þér líkja við sumardag?
Eða saklaust blómálfa lag?
Eða vonina og vorsins myndir?
Eða viskuna og tærar lindir?

Þú sem berð birtu hlýja
bón um framtíð nýja,
ert miklu fallegri en sú helga mynd
er af miskunn bræðir frosna lind.

Lokkar þínir sem niðdimm nótt
niður rífa mína elju sótt.
Andlit sem engli hæfir
andar blítt og svæfir.

Fingur þínir fjaður léttir
fætur þínir ógnar nettir
prýða heimsins ljúfu hljóð
og hann er semur nætur ljóð.


               Arnoddur Magnús Valdimarsson

Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt Milla mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Auður Proppé

Yndslegt ljóð Milla mín, ljúfur dagur í dag

Góða nótt og sofðu rótt vinkona

Auður Proppé, 13.2.2009 kl. 22:10

3 identicon

Bjútí. Góða nótt og kveðjur frá ljónunum í Mosó.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Erna

Svo fallegt Milla mín  Vona svo innilega að heilsan þín fari að batna, elsku Milla. Sendi Gísla góðar kveðjur. Góða nótt

Erna, 13.2.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín ,rétt hjá hjá Vallý dúllu að vanda ,hún er farin að þekkja mig nokkuð velAllt þessum sporði að kenna Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 14.2.2009 kl. 01:17

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ásdís mín, er nokkuð farið að vora hjá þér?
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:03

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður dagurinn í gær var svo ljúfur og góður, þeir eru það nú svo sem alltaf hjá okkur er það ekki ? veit að þú átt eftir að hafa góða helgi með JP stelpunum og hundunum, þeir gefa manni allt.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:06

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý ég svaf til 7 í morgun, það er nú met miðað við mig.

Knús í helgina þína
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:08

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra mín við heyrumst er þú vaknar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:09

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn vona að ljónin í Mosó geti farið að fara út að leika sér,
þá meina ég þig líka.
Knús í daginn og þú manst eftir deginum á morgun.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:11

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín elskulega vinkona, þetta kemur, verð orðin fín fyrir vorið.
Ég er nú svo heppin að hafa Gísla og stelpurnar allar.
eru komnir nokkrir hvolpar í Tinnu?
Sendum kærleikskveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:13

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín veit að þú ert ekki vöknuð, en er þú vaknar þá bara beint í fjöruna, þú veist.
Knús í krús til ykkar Völu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.