Fyrir svefninn. Bændur í pólitík.

Já bændur í tíkina, var að lesa í bændablaðinu að mikil
eftirspurn væri eftir bændum í pólitík.
Dæmi eru um að fulltrúar nokkra flokka hafi komið að
máli við forystumenn í félagsmálum bænda með það í
huga að fá þá í framboð.
Þessir þrír mætu menn hafa gefið kost á sér.

Guðbergur Egill Eyjólfsson í 2-3 sætið hjá VG.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson gefur kost á sér hjá framsókn í
2 sætið í norðvestur.

Karvel Lindberg Karvelsson í 3 sæti hjá sjálfstæðismönnum í
norðvestur.

Þetta er nú löngu komið fram, en það sem ég vildi spyrja:
,,konur hvar eruð þið?"

Ætlið þið að segja mér það að engar konur séu starfandi að
félagsmálum bænda? Þær þurfa heldur ekki að koma þaðan.

Það eru margar velvitrar konur í bændastéttinni og það sem er
það besta við konur að þær nota kommen sens tækni.
Koma svo konur mínar, ekki láta víkja ykkur frá því þið eruð
miklu betri stjórar en karlmenn.

Í bændablaðinu er pistill sem heitir mælt af munni fram og eru
oft góðar vísur þar.
Einar Guðmundsson sendi póst:

Faðir minn Guðmundur J. Einarsson bóndi í Hergilsey, síðar
á Brjánslæk, orti fyrir sextíu árum:

                 Hjartað kvíðir kuldahríð
                 kvelst í hríðarslögum.
                 Þrautir stríða, þorska líð.
                 Það finnast víða í sögum.

Sjálfur sér Einar ljósið framundan þótt syrt hafi í álinn
undanfarið. Hann yrkir:

                 Sólin gyllir engi og ása
                 allt fær nýjan svip og heiti,
                 vinstri grænir vindar blása
                 vorið er á næsta leiti.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Áfram bændakonur!  Ertu farin að sofa svona snemma?

Góða nótt Milla mín

Auður Proppé, 14.2.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín nei ég er ekki farin að sofa, ætlaði að horfa á Eruvisíon með Gísla en þetta er svo mikið væl að ég get ekki setið við það.

Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Erna

Ég býð mig bara fram í rómantík

júróvsíon er ekkert væl Milla mín, þér fyndist það ekki ef eitthvað af þínum barnabörnum væri að taka þátt. Það er fullt af fólki sem hefur gaman að þessu. Og þetta er mikið skemmtilegra heldur en endalausar fréttir af einhverju misgóðu í þjóðfélaginu okkar. Okkur veitir ekki af að geta haft gaman að einhverju. Góða nótt.

Erna, 14.2.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Erna mín virði það alveg ef öðrum finnst þetta gaman, en ég horfi ekki á þetta nema með öðru horfi heldur ekki á fréttir eða bara neitt í varpinu jú barnaefni með litla ljósinu mínu og fræðsluþætti.
Jú elskan þó barnabarnið mitt væri að taka þátt mundi ég hlusta á það lag og öll önnur ef þau væru góð annars ekki.
Mér fannst meirihluti þessara laga ekki passa fyrir eruvisíon.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 23:16

5 identicon

Bændakonur? Milla mín, "konur eru miklu betri stjórar en karlmenn"....hm...hugs....hugs...hm...já þú segir það já. Þú ert eldri og vitrari og mér dettur ekki í hug að andmæla þér. En ég er samt ekki sammála. Rosalega er kvæðið sterkt og hvað á maður að segja, myndríkt, hjá pabba þínum. Ég horfði á juróvisjón til að móðga ekki skottuna mína. Sem reyndar kvartaði yfir lögunum. En lifðu heil og lengi Milla mín og góða nótt. Kærar kveðjur úr nærri því fullkomnum heimi héðan úr Mosó.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:38

6 Smámynd: Erna

Milla mín þetta var nú bara í góðu skrifað. En ég var ekki að fá góðar fréttir héðan af blogginu Og ég nenni ekki að halda kjafti lengur

Erna, 14.2.2009 kl. 23:46

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það vantar kannski valdgræðgigenin í konurnar

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Tiger

 Ég viðurkenni að mín reynsla af bændafólki er eingöngu fengin í gegnum matvæli í stórmörkuðum. Fékk ekki að upplifa það að fara í sveit sem barn, þurfti að stökkva yfir fjöldann allan af árum þegar ég var 12 ára svo ég fékk ekki að eyða unglingsárunum í sveit heldur við barnauppeldi.

En, það litla sem ég samt þekki til bænda er allt mjög gott - og ég tel að pólitíkin yrði eilítið hreinlegri og heiðarlegri - með slatta af "allt á borðið" áherslum - svo ég gruna að pólitíkin yrði mun minni "tík" með bændastéttina innanborðs í meira mæli. Þannig - ég styð bændur á þing! Knús og kram í þitt hús Millan mín og eigðu ljúfa nóttina með kátu og björtu framhaldi í fyrramálið ...

Tiger, 15.2.2009 kl. 01:56

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú eins gott fyrir þig að andmæla mér ekki því þá færðu bara hland kaffi að drekka er þú kemur.
Hefur þú fengið svoleiðis kaffi? það er svo þunnt að manni verður flökurt er maður drekkur það, en djók karlinn minn kann ekki að hella á þannig kaffi.
Ég hef oft horft á þetta júróvision, en finnst það yfirhöfuð frekar þunnt
auðvitað hefur maður horft með familjen hér áður og fyrr.

Einar þú ert nú flottur, bara,
Þó karlremban ráði í flestu för.
En sammála, nei þú þarft ei að svara
því hjá konum af öllu drýpur smjör.

Knús í knús

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 09:15

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Erna mín þig gæti ég aldrei misskilið eða tekið sinnt upp frekar en hjá Dóru minni. Þú getur bara alltaf sagt þína skoðun.
Jæja elskan fær maður þá lokksins góða færslu frá þér. Flott.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 09:19

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín við ættum kannski að sjá að það þarf að ýta henni út af borðinu. Mér fannst þessi grein svo skondin með tómum karlmönnum.
Knús í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 09:21

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn ekki var ég í sveit en kynntist henni vel.
Annars var það ekki það sem ég var að meina heldur eins og ég segi við Sigrúnu hér að ofan, þá var greinin skondin, það var ekki talað við neina konu eða að þær gáfu sig ekki fram.
Veistu Tiger þú hefur troskast á miklu betri hátt með því að passa börnin, það var ekki ætíð sæla að vera sendur í sveit.
Eigðu ljúfan dag kæri minn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband