Yndislegt.

Þarna hefði ég viljað vera, hugsið ykkur kærleikann sem sveif yfir
tjörninni og nágrenni hennar, ég hefði örugglega orðið 5 ára
aftur og upplifað hvað það var gaman þá að eiga heima þarna
nálægt
.

Kærleiksgangan var gengin umhverfis Reykjavíkurtjörn. //

Kærleiksganga í miðborginni

Kærleiksganga var gengin um miðborg Reykjavíkur í kvöld í kjölfar samkomu á Austurvelli sem haldin var til að skapa jákvæða stemningu og jarðveg fyrir bjartsýni og von. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni voru biskup Íslands og allsherjargoði ásatrúarmanna en Bergljót Arnalds stýrði athöfninni.

Gengið var með kyndla í kringum Tjörnina við undirleik hljóðfæraleikara. Þá sameinuðust kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn og tóku lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Yndislegt er að eitthvað svona gott gerist, ekki síst núna
er kreppir að hjá fólki.
Það er atvinnuleysi, vextir, matur, leiga, fatnaður, já og
bara allt sem tilheyri lífi okkar hækkar og við erum í
vandræðum með að borga, ef við þá getum það yfirleitt.

Allt þetta skapar erfiðleika, þunglyndi, uppgjöf, reiði, og
manni finnst allt vera að hrynja yfir mann.

Svona kærleiksganga þó hún borgi ekki skuldirnar eða
skaffi manni mat þá hlýtur hún að skapa gleði sem býr í
brjóstum okkar, minninguna getum við kallað fram
þegar okkur líður illa.

Eigið góðan dag í dag sem alla daga.
Milla
Heart

 


mbl.is Kærleiksganga í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín

Við komumst ekki í gönguna í gærkvöldi en áttum ljúft kvöld hérna heima við.  Eigðu góðan sunnudag mín kæra.  Knús

Auður Proppé, 15.2.2009 kl. 09:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis elskan mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Anna Guðný

Sama degi ég , hefði viljað vera þena með þér.

Hafðu það gott í dag Milla min

Anna Guðný , 15.2.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Anna Guðný mín tel þetta hafa verið yndislega gaman, það skapast svo mikil samkennd með fólki á svona uppákomum.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 11:59

5 identicon

Góðan daginn frú mín góð. Got my message? Við erum stödd í miðju sorgarferli eins og heilagur Vilhjálmur komst að orði í Hallgrímskirkju í dag. Nú skil ég hvernig mér líður. Eigðu góðan dag og lúsarbitið er ekki eins fast og ætla mætti. Kær kveðja úr íslensku sumarveðri í Mosó.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar ertu að meina það er komið sumarveður hjá ykkur?
Lúsarbitið er gróið
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín ljúfust, kærleik til ykkar
Milla og Gísli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 14:15

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Segjum tvær þarna hefði ég viljað vera.  Var einmitt hugsað til vetrarnátta á Íslandi í gær. 

Ía Jóhannsdóttir, 15.2.2009 kl. 15:12

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Aldrei of mikið af kærleik. Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.2.2009 kl. 16:05

10 identicon

Já, þannig, nokkura stigi hiti og rigning og gekk á með blástrum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 16:23

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað hefðum við öll viljað vera þarna og finna orkuna og samkenndina saman

Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Satt Dúna mín er ekki allt í góðu á kópaskeri, hvenær ætlar þú að koma í kaffi eiginlega?

Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 17:08

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Okay Einar bara eins og hér, nema hér er svolítið mikill snjór sem á eftir að hverfa.

Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 17:10

14 Smámynd: egvania

Milla mín ég var sko ekki þar en hefði viljað það.

 Dagurinn í dag er búin að vera nú svolítið skrautlegur hjá mér og gott að þú tjáðir þig ekki þar.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.

 Kærleiks kveðja til þín og hættu öllum heilasnúningum það er betra að hafa heilaskömmina í lagi láttu mig um það mín kæra, minn er á hvolfi.

 Þetta er ein af ástæðum þeim sem varð til þess að ég fór að blogga ég bíð eftir bloggvinahittingnum og ætla mér svo sannarlega að njóta þess með ykkur.

egvania, 15.2.2009 kl. 17:22

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku vina ég ætla að mæta þó ég verði að láta bera mig upp stiganna
'Eg hlakka svo til að sjá þig.
Knús og kram og þú ert bara flott
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.