Gott ef barnið fær réttan föður.

Sjáið bara hvað börnin eru falleg,
pabbinn og dóttirin?



Þessi mynd birtist í breskum fjölmiðlum af Alfie Patten ásamt Maisie „dóttur sinni //

Það vakti heimsathygli nýverið þegar fréttir bárust af því að 13 ára gamall drengur, Alfie Patten, hefði eignast dóttur með 15 ára gamalli stúlku í Bretlandi. Nú hefur 16 ára gamall piltur, Richard Goodsell, lýst því yfir að hann eigi barnið, ekki Patten.

Goodsell heldur því fram að hann hafi margsinnis sængað með stúlkunni á þriggja mánaða tímabili, eða á þeim tíma sem hún varð ólétt. Hann krefst þess að gangast undir DNA-próf svo hann geti sannað mál sitt.

Það vakti heimsathygli í síðustu viku þegar Chantelle Steadman og Alfie Patten greindu fjölmiðlum frá sögu sinni. Þau hétu því að þau myndu verða góðir foreldrar. Litla stúlkan er aðeins nokkurra daga gömul.

Breska götublaðið News of the World greinir svo frá því að þriðji pilturinn komi jafnvel til greina, hinn 14 ára gamli Tyler Barke 

 

Börn að eignast börn, hvernig var hún upplýst þessi stúlka?
Trúlega bara vel upp alin því þetta kemur víst bara
kynhvötinni við, hún yfirtekur alla skynsemi svo sem
getnaðarvarnardæmi.

Hefði nú skilið það með þennan 16 ára, en ekki 13 ára.
og svo koma fleiri til greina.
Aumingja stúlkubarnið er hún elst upp og fær söguna að heyra.

mbl.is Hver er pabbinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla

Hugsið ykkur, móðirin bara 15 ára og strax komnir þrír drengir sem líklegir feður. 

Auður Proppé, 16.2.2009 kl. 08:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki er það glæsilegt stelpur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 09:44

3 identicon

Þegar stúlkur á þessum aldri eru farnar að eiga þvílíkan fjölda af bólfélögum þá held ég að ofurkynhvöt sé sjaldnast vandamálið. Veik sjálfsmynd og rangt gildismat eru mun líklegri til að orsaka það að þær leita eftir viðurkenningu af þessu tagi. Þar skiptir uppeldið svo sannarlega miklu máli og að sjálfsögðu hljóta foreldrar að bera einhverjar ábyrgð þegar börnin þeirra vita ekki betur en að sænga hjá hálfum grunnskólabekk á þremur mánuðum!

Lena (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:57

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ummm.. sé þau öll borða saman Cheriosið á morgnanna, sko í framtíðinni.

Ía Jóhannsdóttir, 16.2.2009 kl. 10:27

5 identicon

Hvað ég gerði eitthvað svipað og stúlkan á hennar aldri og viðurkenni það fúslega, enda kynlíf mjög skemmtilegt og mér þótti það líka gaman þá. Ég var reyndar nógu forsjál til þess að koma í veg fyrir barneignir og kynsjúkdóma..

Algjör óþarfi að hneykslast á stelpugreyinu enda fjömiðlar eflaust að blása þetta upp. Ég er samt sammála því að kúlurnar á drengnum á myndinni eru eflaust ekki komnar niður.

Bolla (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:37

6 identicon

Þú sem sagt svafst hjá 8 strákum sama mánuðinn þegar þú varst fimmtán ára...

jájá... algjör óþarfi að vera hneykslast á stelpugreyin.. það er svo sem ekkert óeðlilegt að vera skipta um bólfélaga tvisvar í viku, allar vikurnar í mánuðinum..

alveg ótrúlegt hvað fólk hérna lætur út úr sér hérna... alveg ótrúlegt.

Kjartan Ólason (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:58

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æi krúttin :) en ég er eiginlega sammála því að það er nú hæpið að hann geti búið til börn, þetta barn :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.2.2009 kl. 11:58

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

En hann er svo stoltur pabbi synd að skemma fyrir barninu.

Ææ myndi ekki vilja lenda í þessu  

Held samt að sá stutti geti tæplega átt barnið 

Kveðja Óla  

Ólöf Karlsdóttir, 16.2.2009 kl. 13:01

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nokkuð sammála þér Lena, takk fyrir þitt innlegg.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 14:15

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín það er sko allra meina bót Cheríosið
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 14:16

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðborg mín, hæpið er það og þó maður veit aldrei.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 14:18

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín allavega gullfalleg stelpa og vonandi er kaffið gott hjá Vallý.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 14:20

13 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já Milla mín Kaffið var gott svo henti hún mér út ,hehehihih

Ólöf Karlsdóttir, 16.2.2009 kl. 18:41

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín, henti hún þér út ruglan, ég skal sko tala við hana.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.