Fyrir svefninn, brot úr lífinu.

Fyrir margt löngu er börnin voru lítil, var verið að fara í
sumarfrí, ákveðið var að leggja af stað um hádegið er
bóndinn kæmi úr vinnu.
Frúin átti að vera tilbúin með allt gera bílinn kláran og
setja allt í hann sem átti að fara með.
Hann ætlaði síðan að leggja sig í bænum síðan mundum
við aka norður um kvöldið og nóttina því börnin voru
svo lítið bílveik.

Um morguninn sagði bóndinn þú gleymir ekki kassanum
inni í skáp á baðinu, nei nei sagði frúin.

Nú við lögðum af stað um leið og bóndinn var búin að skipta
um föt og ekki var skapið gott, trúlega kominn á þurra.

Er við vorum að renna heim til foreldra frúarinnar, þar sem
hann ætlaði að leggja sig, datt upp úr  frúnni að hún hefði
trúlega gleymt kassanum á baðinu.

Það var ekki gott, frúin fékk högg í síðuna frá bóndanum.
sleppti okkur út úr bílnum heima hjá foreldrum frúarinnar
og rauk svo af stað heim aftur til að ná í kassann, hann
var tvo tíma í þeirri ferð.

Það mátti ekki vera án landans sem bóndinn var búin að
leggja svo mikið á sig við tilbúning á.
Það var ekki hægt að vera án áfengis í sumarfríi með konu
og börnum.
Bóndinn var eiginlega ekki að fara með fjölskyldunni í frí,
heldur með sjálfum sér og sýnu skyldfólki sem ætíð var
farið til.

Það má ekki misskilja það að frúnni þótti vænt um fólkið
bóndans þó hún þyrði ekki fyrr en seint um síðir að enda
sambandið við bóndann.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég passa alltaf sjálfur upp á að gleyma ekki landanum því konan virðist alltaf gleyma því nauðsynlegasta.

Offari, 17.2.2009 kl. 20:08

2 identicon

Þetta er alveg merkilegt hvað kynin forgangsraða misjafnlega

Góða nótt Milla mín

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hún hefur semsagt verið konan á bak við manninn, þangað til ......! Það hefur allt of lengi, ríkt alltof mikil þögn,  í kringum ofríki bænda á ýmsum sviðum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

offari, því get ég vel trúaðsko að þú sjáir um landan sjálfur

Villi minn það er satt og þú veist nú meira en aðrir í þessu máli.
Kærar kveðjur til þín
Milla


Lilja mín það er rétt, en heilmikið hefur áunnist í því að konur komi fram og segi frá.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 20:28

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég verð alltaf jafnfjúkandi reið þegar ég heyri svona sögur. Þú hefðir átt að brjóta landaflöskurnar á hausnum á honum.

Helga Magnúsdóttir, 17.2.2009 kl. 20:51

6 identicon

Takk fyrir samskiptin í dag Milla mín. Þetta var saga í meira lagi núna. Ég geri ráð fyrir að allt of margir sjái sig í henni. Svo vilja sumir meina að menn þjáist ekki af fíkn í görótta drykki. Farðu vel með kæra. Kærar kveðjur úr Mosó. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:58

7 identicon

Tek undir orð Helgu og meina það. En..góða nótt Milla mín

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:59

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég tek líka undir með Helgu eins og Hallgerður....hvers konar

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:31

9 Smámynd: Auður Proppé

Þvílík sjálfselska og fíkn í brennivínið

Góða nótt Milla mín

Auður Proppé, 17.2.2009 kl. 22:40

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín ,Knúsý knús ,Óla

Ólöf Karlsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:38

11 Smámynd: Tiger

 Stundum getur maður orðið svo bálillur út í sitt eigið kyn - fyrir tillitsleysi, skilningsleysi, heimsku og aumingjaskap hreinlega.

Það er aumt helvíti að geta ekki ráðið við lúmskan yfirmann sinn þegar fjölskyldan er annars vegar. Því sannarlega er áfengið virkilega lúmskur og ljótur yfirmaður sem tekur bara það sem honum sýnist án tillits til þeirra sem það bitnar á ..

Svona menn eiga ekki að eiga fjölskyldu - eiga það ekki skilið fyrst þeir geta ekki verið henni trúir. Maður sem getur lagt hendur á konu sína er aumari en allt aumt í mínum huga. Manneskja sem bara getur lagt hendur á aðra manneskju yfir höfuð er það aumasta sem hægt er að finna.

Knús og kram á þig Millan mín - bið guð að vera með þér og gæta þín, vaki yfir þér vænghaf stórt ..

Tiger, 18.2.2009 kl. 00:55

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég líka Helga mín, en veistu maður lamast og þú veist þetta var mér að kenna asnanum og ætíð var maður að reyna að taka tillit til barnanna,
meira ruglið í manni ég var bara að gera þeim illt bara vissi það ekki.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 07:57

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Einar minn sömuleiðis fyrir allt í gær, veit ég vel að upp svona sögur rifja ljóta tíma hjá mörgum, en ekki allir voru hnefaglaðir.

Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 08:00

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín, einu sinni sleppti ég mér og hann varð svo hræddur að hann stóð og baðst vægðar, en fljótur var hann að ná tökunum aftur.
Ég átti og á það ekki til að sleppa mér.

Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 08:03

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín vaska kona, veit ég vel að þú tekur undir með þeim hér að ofan, en það hefði mér aldrei dottið í hug.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 08:06

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín vínið var ekki versta fíknin hendur ofbeldið því það gerðist sjaldnast undir áhrifum áfengis, þó það kæmi fyrir eða kannski man ég ekki svo gjörla.
Ljós til þín ljúfan mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 08:09

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín og Vallý eruð þið ekki eitt? takk elskurnar mínar fyrir allt.
Ljós í daginn ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 08:11

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn það er bannað að verða illur, en takk samt fyrir hönd allra þeirra sem lenda í svona samböndum og yfirleitt verða fyrir ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist.

Það er rétt að svona menn eiga ekki að eiga fjölskyldu enda missti hann hana, en ég eignaðist 3 yndisleg börn með honum, og er bara hamingjusöm í dag, með Gísla minn og börn og barnabörn.

Takk Tiger míó míó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 08:16

19 Smámynd: egvania

Milla mín takk fyrir að deila þessu með okkur

egvania, 18.2.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband