Andleg hreinsun.
18.2.2009 | 09:14
Hef verið að skoða munstrið í lífi mínu þegar ég losa
um eitthvað sem hefur gleymst að taka út úr sálartetrinu,
vinna með það og senda það í burtu.
Stundum í gegnum árin hafa það verið draumar sem valda
eða hugsun sem skýtur niður í kollinn á manni eða eitthvað
sem aðrir skrifa eða tala um og það er akkúrat það sem hefur
gerst núna undanfarið, skrif annarra sem koma hreinsun af stað
sem alveg nauðsynlegt var að taka út.
Þið vitið að maður er allt sitt líf að fyrirgefa öðrum og sjálfum sér
eitthvað, því það droppar ætíð eitthvað nýtt upp.
Sumir vilja nú ekki viðurkenna það, en það geri ég vegna þess að
þú getur ekki lifað áfram nema að fyrirgefa og það mest sjálfum þér
því allt sem gerist í mínu lífi er mér að kenna því ég leifði því að
henda mig.
Á blogginu eru margar sögur, óheiðarleiki, lygi og sori svo fátt eitt
sé nefnt og þakka ég öllu þessu fólki fyrir því skrif þeirra og komment
annarra hafa hrært þvílíkt upp í mínum heila að ég fann eftir mikla leit
á harða diskinum að það var ýmislegt sem var eftir að hreinsa út.
Auðvitað geri ég það hér heima með sjálfri mér, en svo er gott að
blogga um það eins og í gærkveldi þó það hafi verið mjög fínlegt
miðað við hvernig það var í raun.
Ég díla við það hér heima, ég er svo heppin að eiga góðan mann
sem ég hef afnot af og hann af mér.
Hann og börnin mín hjálpa mér í þessu máli sem og öðrum.
Það er gott að líka þessu við harða diskinn í tölvunni er hann er
orðinn fullur þá stoppar hann, allt hringsnýst og maður verður
að fara að hreinsa út það sem má missa sig.
Nú er ég ekki að tala um eitthvað fólk sem hefur mokað yfir mig
einhverju í gegnum árin, það fer ekki inn á harða diskinn, það
er ekki þess virði og maður hugsar ekki um það.
Ég er að tala um hjónaband mitt hið seinna.
Ég er að tala um þann missir sem maður hefur orðið fyrir og ekki
sett endahnútinn á sorgina og opnað fyrir gleðina við að eiga
þann sem maður missti bara við hliðina á sér.
Ég er að tala um yfirráð þau sem maður er alin upp við, þá er ég ekki
að kvarta undan foreldrum, en þetta var bara svona.
Það er verið að tala um að allir geri góðverk þessa daganna.
hvernig væri að fólk mundi gera góðverk á sjálfum sér,
skoða inn í sitt sálartetur og moka út því sem er ekki nauðsynlegt
að rogast með, ég gæti nefnt, hefnigirni, eigingirni, afbrýðissemi,
mont, hroka, lygi, meðvirkni og að kenna öðrum um allt sem aflaga
fer í þeirra lífi, því það er nefnilega allt þeim að kenna sjálfum.
Vona að þið öll bæði vinir og þeir sem droppa hér inn
fáið yndislegan dag.
Milla.
Athugasemdir
Eigðu góðan dag
Hólmdís Hjartardóttir, 18.2.2009 kl. 09:21
Sömuleiðis Hólmdís mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 09:23
Góðan daginn elsku Millan mín
Frábær færsla og svo sönn. Svo margir hamast eins og rjúpur við staurinn að reyna að særa og baktala aðra en skilja það ekki að maður tekur ekkert inn á sig nema það sem reglulega skiptir mann máli. Það eru eingöngu þeir sem maður ber virðingu fyrir sem maður tekur inn á harða diskinn. Hinum er gott að hlæja að, enda eru þeir sjálfum sér verstir.
Knús, kærleik og ljós í daginn þinn elskan mín
Auður Proppé, 18.2.2009 kl. 09:56
Takk elskan og komment þitt er bara gott, bæta smá við maður tekur einni inn á harða dískinn þá sem gera manni illt og hafa vald yfir manni
og það er svo slæmt.
Gott er að geyma á diskinum þá sem manni þykir vænt um og ber virðingu fyrir og þar átt þú sess á diskinum mínum Auður mín
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 10:10
Góðan daginn Guðrún Emilía.
Ég rak augun í pistilinn þinn á forsíðuna og langar aðeins að commenta á hana.
Ágætis pistill hjá þér, áhugaverður en skrifaður af vanhugsun og fljótfærni, ég get ekki verið sammála því að allt það sem fer aflaga í okkar lífi sé nefnilega allt okkur sjálfum að kenna, eins og þú skrifar.
Hvernig getur þú kennt sjálfum þér um að hafa verið beitt ofbeldi? Er þá öllum sem hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þeim sjálfum að kenna? Ef ég hef verið beitt ofbeldi á ég þá að fyrirgefa sjálfri mér verknaðinn sem ég bað engan veginn um? Þetta eru undarleg rök hjá þér. Ég þekki andlegt ofbeldi og ekki var það mér að kenna.
ekki sammála (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:20
Ekki sammála vissi nú að ég mundi fá svona komment, en veistu að það er talað um í öllum sjálfhjálparbókum að fyrirgefa sjálfum sér þá fyrst geyi maður farið að vinna í sínum málum.
Á meðan maður er reiður getur maður ekki neitt.
Á sínum tíma taldi ég að búin væri ég að vinna vel í mínum málum, en nei ekki aldeilis, upp kom brúðkaup og ég þurfti að vera í sama sal og sömu kirkju og hann. Það sem gerðist var það að ég skalf í margar vikur fyrir brúðkaupið, en allt gekk sæmilega vel en er upphófst drykkjan fórum við.
Ég er 66 ára gömul og hef mikla reynslu á mörgum sviðum svo þetta er ekki skrifað af fljótfærni eða vanhugsun, ég er að skrifa út frá mér og því sem ég hef lært.
Þegar ég var að vinna í mínum málum þá las ég bókina hjálpaðu sjálfum þér eftir Louis L. Hay hún hefur ritað margar bækur og hjálpað þúsundum af fólki.
Þar stendur að með því að fyrirgefa sjálfum sér losnum við úr fjötrum fortíðar.
Einnig að kærleikurinn sé ævilega lykillinn að lækningu af öllu tagi.
Þú skalt líka kæri ekki sammála skilja að það eru til undantekningar.
En ef þú ert ekki búin að vinna úr þínum málum þá endilega prófaðu það sem stendur hér að ofan.
Kærleikskveðjur til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 10:39
Nú ætla ég að senda á þig lesefni í pósti..Eigðu daginn góðan ..
Ljós yfir til þín..Ljúfust mín.
Sigríður B Svavarsdóttir, 18.2.2009 kl. 10:58
Takk elskan mun lesa það.
ljós til þín ljúfust mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 11:05
Takk fyrir svarið Guðrún Emilía.
Ég er búin að vinna úr mínum málum og þess vegna veit ég að það ljóta sem gert er af öðrum er ekki þolandanum að kenna, það hef ég lært.
Ofbeldi af hverju tagi sem er eru engar undantekningar til fyrir. Kærleikurinn snýst einnig um að fyrirgefa þeim sem gera illt og ef það er gert þá hefst batinn, ekki fyrr. Þú getur endalaust verið að fyrirgefa sjálfum þér en það er ekki nóg, um leið og þú fyrirgefur þeim sem hafa gert þér illt, þá hverfur sársaukinn.
Það eru til óteljandi sjálfshjálparbækur sem henta hverjum og einum en fáar þeirra tala um fyrirgefninguna til þeirra sem að gera á hlut mans, það virðist gleymast. Í þessum málum er ekkert svart eða hvítt.
ekki sammála (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:07
Sammála þér með fyrirgefninguna, hún losar fólk undan gömlu drasli sem maður hefur sett í skítapokann og borið með sér.
Rut Sumarliðadóttir, 18.2.2009 kl. 11:10
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:25
Ekki sammála ég meinti ekki að það væru undantekningar á ofbeldinu
heldur málum.
Getum haldið áfram endalaust, en tel að við séum nokkurn vegin á sama máli.
Þegar þú fyrirgefur sjálfum þér þá kemur fyrirgefningin til þeirra sem gerðu þér illt líka, en þú þarft ekki að fara til viðkomandi og segja ég fyrirgef þér, það er að segja ekki frekar en þú vilt.
Þakka þér fyrir innlitið og þínar skoðanir
Eigðu gott líf
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 12:00
Já Rutla mín við þekkjum þetta, gott nefni á skítapokanum.
Kveðja til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 12:01
Ásdís Emilía nafna mín hefur ekkert um þetta að segja
Knús til Eyja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 12:02
Það eru til margar aðferðir við úrvinnslu tilfinninga ..hvort sem þær eru ungar eða gamlar.... virðum þær allar...
Sigríður B Svavarsdóttir, 18.2.2009 kl. 12:48
Takk fyrir svörin þín Guðrún Emilía.
Við erum sammála að sumu leyti og öðru ekki.
Gangi þér vel að vinna úr þínum málum.
Látum þetta gott heita.
Takk sömuleiðis.
ekki sammála (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:55
Ætla bara að kvitta og segja að ég varð aðeins að kíkja inn á síðuna þína Milla mín. Það er bara allt að gerast hjá minni það er gott að hreinsa til og vera ekki að burðast með tilfinningar sem hafa engan tilgang nema að valda leiðindum þegar þær koma upp.
Hef það gott í Boston fékk smá frí í morgun frá ferðalögum á milli fylkishorna. Gott að við höfum ekki bílinn tryggðan nema í einu fylki annars værum við sennilega komin til Kanada.
Ljós inn í daginn þinn.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:27
Hæ vinkona gaman að heira í þér hvernig er í Ameríkunni.
Já við vitum að það er best að losa vel allt sem óæskilegt er og það er ég að gera, alltaf man maður eftir einhverju sem þarfnast hreinsunar.
Sakna þín, kærar kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 14:47
Takk Sigga mín fyrir kommentið ,er svo hjartanlega sammála þér.
Kær kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 14:49
Hugsaðu þér hvað margt fólk getur ekki hreinsað út af harða diskinum. Alla tíð er bara allt svo slétt of fellt en innst inni er hrúga af endum sem flæktir eru saman í einn bendil.
Annars er ég bara góð og sendi þér hlýjar kveðjur
Ía Jóhannsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:00
Ía mín sendi þér hlýjar kveðjur á móti.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 17:30
Flottar umræður hér
Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 18:24
Takk fyrir innlitið flotta kona
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 20:37
Milla mín það er þetta að gráta innvortis en brosa út á við.
Hversu mikið getur sálartetrið tekið á móti ?
Hringa sig saman ?
Springa ?
egvania, 18.2.2009 kl. 20:38
Já elskan það er akkúrat það, ég var með góðar vinkonur hér í dag og vorum við sammála um þetta. segi þér betur frá því er við hittumst
Ljós til þín kæra vinkona
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 20:50
Ég dáist að þér Milla mín að hafa getuna til að koma í orð hugsanir margra hér á blogginu. Eins og ég hef oft sagt og skrifað þá þrífst allt það versta hér en sem betur fer það besta líka. Oft hef ég líka sagt að það er aðeins hægt að breyta sjálfum sér ekki öðrum. Allt byrjar og endar hjá manni sjálfum. Þú ert yndisleg kona sem ég hlakka mikið til að hitta í næstu viku.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 20:51
Sömuleiðis Einar minn, og takk fyrir hlý orð í minn garð.
Knús í mosó
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 21:18
Mikkið sammála þér Milla mín ,Kveðjuknús á þig ,þín vinkona Óla suður með sjó :-)
Ólöf Karlsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:27
Mikið ekki mikkið
Ólöf Karlsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:28
Það er á endanum við sem komum til með að bera bakpokann eða safna ó OKKAR harða disk. Einhver aðili útí bæ getur á meðan hoppað um glaður og kátur. Þetta snýr því alltaf á endanum að okkur sjálfum.
Það erum við sem þurfum að tæma okkar bakpoka á bálið eða hreinsa út af harða disknum. OKKAR líf verður léttara við það.
Hef reynt svo margt á eigin skinni, þakklát fyrir það að vissu leyti en hefði svosem alveg viljað vera laus við sumt. Væri þó ekki sú manneskja sem ég er í dag - hefði ég ekki smakkað súrt í bland við hið sæta.
.. Knús og góða nótt - takk fyrir pistilinn Milla mín - löngu komið fram yfir minn háttatíma.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.2.2009 kl. 23:27
Hæ Jóhanna mín sá þetta ekki fyrr en núna.
Þakklát er ég líka fyrir alla lífsreynslu sem ég hef fengið, það hefur gengið á ýmsu og síðan hef ég verið á sjúkrahúsum, Reykjalundi og það er mikil reynsla og lærdómur sem maður fær á svona stöðum, það er að segja ef maður nemur það sem maður sér.
Ættingja og vinamissir, veik börn og allt þetta þroskar og eflir vitund manns.
Hjartans kveðjur til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 16:33
Óla mín þú ert svo lítil að ég sá þig ekki er ég ekki sniðug?
Ljós í helgina þína flotta vinkona.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.