Mikið er ég feginn.

Ég fékk nett sjokk er las ég að Uppáhald-pistlahöfundurinn
minn, Þráinn Bertelsson ætlaði í framboð fyrir Framsókn,
þetta var ekki að gera sig í mínum huga.
Varð nú að sætta mig við það, en nú hrópa ég húrra! húrra! húrra!

Þráinn Bertelsson. //

Segir sig úr Framsóknarflokknum

Þráinn Bertelsson hefur ákveðið segja sig úr Framsóknarflokkunum og hefur þar af leiðandi dregið framboð sitt til baka, fyrir komandi þingkosningar. Hann segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Þráins:  

„Þau tíðindi hafa borist mér til eyrna að aldrei hafi komið til greina í alvöru að stjórn Kjördæmissambands Reykjavíkur í samvinnu við formann Framsóknarflokksins sýndi flokksfélögum það traust að mæla með prófkjöri meðal allra flokksmanna í Reykjavík til að setja saman framboðslista í komandi kosningum. 

Ég aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja og dreg hér með framboð mitt til baka. 

Úrsögn úr flokknum fylgir," segir á vef Þráins.

Mér finnist að hann ætti að huga að öðrum kostum
því mikið væri nú gaman að fá þennan flotta og vel máli
farna mann inn á þing.



mbl.is Segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mikið er ég feginn, Þráinn allt of vel gefinn maður til að spyrða sig við þann flokk.

Rut Sumarliðadóttir, 19.2.2009 kl. 14:41

2 identicon

Góðan daginn Milla mín. Þráinn er því miður að gefa okkur innsýn í hvað Framsókn er ennþá rotið. Þrátt fyrir alla endurnýjunina um daginn. Þetta er stórskemmtilegur kall. Las bókina sem hann gaf út fyrir jólin. Óborganleg. Það sem einn maður getur gert grín að sjálfum sér og fengið mann til að brosa og hlæja á sama augnabliki. Eigðu svo góðan dag...kíki í kvöld.....

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála Rutla mín.

Einar minn hann er óborganlegur þessi maður og leitt að vita og segja að allir flokkarnir eru rotnir og þó það komi nýtt fólk í frontinn þá er þeim stjórnað að gömlu forystunni, svoleiðis hefur það ætíð verið.

Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Auður Proppé

Ég er lifandis fegin, ég var ekki ánægð með hann í framsókn

Auður Proppé, 19.2.2009 kl. 17:19

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Veistu ég veit aldrei hvort Þráinn er að grínast eða hann sé að tala í fullri alvöru svo óútreiknanlegur þó ég þekki hann nokkuð vel.  Fannst alltaf þetta framboð hans vera jók, en Þórir sagði að hann væri að gera þetta í fullri alvöru.  Ég átti mjög bágt með að trúa því.

Ía Jóhannsdóttir, 19.2.2009 kl. 17:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Auður mín, hann getur verið bara þar sem hann vill bara ekki þar.
Knús til þín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 17:29

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Þórir þekkir hann örugglega nóg til að telja að hann hafi verið að gera þetta í alvöru, en sem betur fer sá hann baktjaldamakkið í tíma.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 17:31

8 identicon

Veistu þa Milla að mér finnst Þráinn flokkur út af fyrir sig. Tel hans vægi oft á tíðum meira en þó hann væri inni á þingi. Græt ekki í koddann minn að hann skuli yfirgefa Framsóknarflokkinn

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:11

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt, sá það ekki auðvitað er hann flokkur út af fyrir sig
maðurinn er snillingur.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 18:28

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mestu vonbrigðin eru, að enn er Framsóknarflokkurinn jafn rotinn og fyrr.  - Ég er því fegin að Þráinn lætur ekki bjóða sér slík vinnubrögð sem þarna á að fremja.

Þannig er nú hinn nýja Framsókn með sínum nýju andlitum, að flokkseigendaklíkan þorir ekki að treysta sínum eigin flokksmönnum með almennt flokksskírteini,  til að velja fólk á framboðslista flokksins. 

Það er nú það hlægilegasta og jafnframt það sorglegasta sem maður hefur heyrt um lýðræðið í flokkum landsins. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 18:56

11 Smámynd: Marta smarta

Það er sami fnykurinn úr öllum þessum "rössum" hvort sem þeir heita A, B eða hvað sem er.  Bara mannskemmandi að leggja nafn sitt við þetta.

Gott hjá Þráni.

Marta smarta, 19.2.2009 kl. 19:17

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég þekki hann ekki að öðru en góðu,af því sem ég hef lesið eftir hann. Ef hann vildi beita sér í pólitík þá veit ég að hann vill okkur vel svo ég hræðist það ekki.Sama hvaða flokk hann velur.

Krúsidúlla gott að vera komin aftur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 19:28

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín það var nú vitað mál ef einhverstaðar væri eitthvað rotið mundi Þráinn ekki láta bjóða sér það. Bara gott hjá honum.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 20:43

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er mannskemmandi að leggja nafn sitt við bókstafina og hefur löngum verið.
Knús til þín

Milla

Velkomin aftur Anna Ragna mín þú dast nú út alveg óvart.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 20:45

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það segirðu satt Milla. Enda bera bækurnar hans vitni um það, og ekki síður myndirnar hans.  Þráinn er frábær listamaður, og höfundur.  Kær kveðja til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.