Fyrir svefninn.

Datt þessi í hug er ég las hjá vinu minni áðan um
framkomu við fólk í þjónustustörfum.

Var mætt í mína vinnu að vanda kl 5 hafði allt til og
opnaði síðan með fyrsta manni upp. Ég vann nefnilega
á barnum í flugstöðinni.
Maður á miðjum aldri  kemur í fylgd með syni sýnum svona
rétt um tvítugt, hann bað um kók fyrir strákinn eins og hann
sagði og tvöfaldan vodka í seven fyrir sig, ekki málið var nú
ekki lengi að afgreiða þetta.
Síðan var ég eitthvað að dúlla mér þurrka af og svoleiðis
hann kallar og segir: ,, það sama" og ég kem með það, en það
var nú víst ekki rétt hjá mér því hann sagðist hafa verið með
appelsín fyrir strákinn, fyrirgefðu segi ég og tek glasið og læt
hann hafa annað með appelsíni í.
Stuttu síðar segir hann: ,,Þú ert alveg eins og konan mín! ég
svara ekki,  aftur, þú ert alveg eins og konan mín!"
fyrirgefðu ert þú að tala við mig? Já þú ert skapill eins og konan
mín, úrill og skapill. Aumingja strákurinn varð hálf kindarlegur.
Ég brosti til hans og bað hann að hætta svona talsmáta,
hann héllt áfram.
Þetta pirraði aðra kúnna sem komnir voru á barinn.
svo ég tjáði honum að ég gæti látið taka hann vegna dónaskapar
hann ónáðaði aðra farþega með þessu.
Þá sagði hann og skellti glasinu í borðið, það tekur því ekki að
taka mig ég er að fara úr landi, síðan fór hann og strákurinn
á eftir.

Þetta var samt svolítið hlægilegt því ég var og er þekkt fyrir kátínu.

Ein góð.

Gamlar vinkonur sem búið höfðu í sitt hvorum landshluta og
ekki hist í 15 ár, hittust óvænt á Laugarveginum.
"Guð, ég ætlaði ekki að þekkja þig," segir önnur. " Þú hefur elst
svo mikið." "Ég hefði nú ekki þekkt þig nema bara af kápunni,"
svaraði sú sem fyrri varð til að heilsa.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Aumingjans fólkið..Góða nótt sjálf

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:48

2 identicon

Hláturinn lengir lífið...Milla mín. Skemmtileg saga og sönn í þokkabót. Biðjum kærlega að heilsa ykkur héðan. Vona að hjartatuðran angri þig ekki þessa nóttina kæra vinkona. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góðar sögur, báðar tvær.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Auður Proppé

Rosalega hlýtur konan hans að hafa verið fegin að losna við hann úr landi   Vona að þú sofir rótt í alla nótt og hvílist vel

Auður Proppé, 19.2.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Anna Guðný

Segi það sama og Auður, mikið hlýtur konan að hafa verið ánægð með að losna við hann.

Dreymi þig vel Milla mín.

Anna Guðný , 19.2.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín ,góð saga ,átti yndislegan dag í dag

Kveðjuknús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:20

7 Smámynd: Erna

Milla mín í fyrsta skipti sem ég sá þig, þá varstu fyrir innan barborðið í flugstöðinni, brosandi og falleg. Minning sem ég gleymi aldrei. Ekki óraði mig fyrir því þá að við ættum eftir tengjast vináttuböndum. Þetta var árið 1987. Ég vissi hver þú varst, vegna þess að Dóra var búinn að segja mér að þú yrðir á vakt þennan morgun. Og ég frekar feimin gaf mig á tal við þig og sagði þér deili á mér, og ekki sökum að spyrja þá fékk ég uppörvun og hughreystingu fyrir ferðalagið mitt sem í vændum var. Én ég var ófrísk af Írisi minni og var eitthvað óörugg ein á ferð og þú skynjaðir það á augabragði. Þetta rifjaðist bara upp fyrir mér þegar ég las færsluna.  Góða nótt  Milla mín

Erna, 19.2.2009 kl. 23:44

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

..góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 00:04

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín þarna hefur maðurinn auðvitað farið frá konunni sinni í því uppnámi að hann varð argur  og lét það bitna á mér blessaður.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 06:38

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn gæti sagt þér margar fleiri.
Hjartatetrið var til friðs í nótt, þetta kemur svona í slumpum yfir mig eins og köld gusa, þeir vita að það er eitthvað að, en ekki hvað það er.
En þeir eru frábærir hjartalæknarnir mínir og allt búið að gera sem hægt er svo ég verð víst bara að kenna pabba elskunni um þennan fæðingargalla, en svo er nú eigi hægt heldur að kenna honum um það
því hann hefði aldrei viljandi gert flugu mein.

Knús til ykkar í Mosó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 06:43

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín það besta við þessar sögur er að þær eru sannar, önnur úr mínu lífi og hin úr Íslenskri fyndni.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 06:45

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður og Anna Guðný, allavega hefði ég verið fegin að losna við svona mann, en ég vorkenndi stráknum.
Knús til ykkar heilladísir
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 06:47

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín frétti að ykkar Vallýar happy day saman og með góða gesti.
Öfundaði ykkur í gær, en ég ætla að hitta þau um næstu helgi.
Knús til þín og Vallý
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 06:50

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín kæra manstu eftir þessum atburði, hjartað þitt var nú ekki mjög stórt, en ferðin gekk vel og það var fyrir mestu.
Elsku Erna mín ég hlakka til að sjá þig um næstu helgi.
Ljós til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 06:53

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín mæta kona sendi ljós inn í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.